Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 26
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT Ástkær faðir okkar, GESTUR GUNNARSSON lést að heimili sínu mánudaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Eyrún Gestsdóttir Ragna Gestsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES BALDVINSSON (JÓI BALD) Brekkugötu 38, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. maí. Hulda Ellertsdóttir Jónína Freydís Jóhannesdóttir Ingvi Þór Björnsson Anna Hafdís Jóhannesdóttir Óskar A. Óskarsson Agnes Bryndís Jóhannesdóttir Reimar Helgason Jórunn Eydís Jóhannesdóttir Páll Viðar Gíslason Hanna Vigdís Jóhannesdóttir Barði Westin afa- og langafabörn. Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, NJÁLS ÞORGEIRSSONAR Fannborg 8, Kópavogi, áður til heimilis að Laufásvegi 10, Stykkishólmi. Guðríður Þórðardóttir Þórður Viðar Njálsson Auður Stefnisdóttir Jóhanna Sigríður Njálsdóttir Ellert Vigfússon Þorgeir Ingi Njálsson Kristjana Aradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, LILJA FANNEY KETILSDÓTTIR andaðist á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík, 1. maí sl. Hún verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnastarfið í Bolungarvík. Helga Sveinsdóttir Anton Ásgrímur Kristinsson Jón Sveinsson Ingibjörg Bjarnadóttir Kristján Ingi Sveinsson Kathleen Cheong ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Hlíð, áður til heimilis að Klettaborg 2, Akureyri, lést sunnudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.30. Ásta Einarsdóttir Sigmar Sævaldsson Sigurður Einarsson Sveinbjörg Sigurrós Aðalsteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. MERKISATBURÐIR Indverski stjórnmálaleiðtoginn Mahatma Gandhi fór í nokkur hungurverkföll um ævina til þess að mótmæla yfirgangi Breta á Indlandi. Eitt hið frægasta þeirra hófst þennan dag árið 1933 og stóð í þrjár vikur. Gandhi fór fyrir sjálfstæðis- hreyfingu Indlands og friðsamlegri baráttu Indverja fyrir sjálfstæði frá Bretum, hreyfingu sem tugir milljóna Indverja tóku þátt í. Alla ævi hryllti hann við tilhugsuninni um ofbeldi og hryðjuverk. Heimspeki hans var frið- samleg og hafði áhrif á friðsamlegar fjöldahreyfingar innan lands sem utan. Staða verkafólks og ánauðugra var slæm á Indlandi, Bretar komu illa fram við heimamenn í krafti valds nýlenduherr- anna. Gandhi stakk upp á friðsamlegri óhlýðni og enn fremur krafðist hann þess að mótmælendur einbeittu sér að mótmælum gegn harðstjórninni vegna hins mannlega harmleiks og að þeir myndu ekki tala um sjálfstæði. Er Gandhi var tekinn höndum og ákærður fyrir að vera valdur að þeim óróa sem skapast hafði á Indlandi, mótmæltu hundruð þúsunda handtökunni og fangelsuninni fyrir framan fangelsið, dómhús og lögreglustöðvar og kröfðust þess að hann yrði látinn laus, sem dómurinn að endingu gerði tilneyddur. Eftir það skipulagði Gandhi mótmæli og verkföll til að vinna gegn misrétti því sem herraþjóðin beitti. Upp frá því var Gandhi jafnan ávarpaður Bapa (faðir) ellegar Mahatma (mikla sál). ÞETTA GERÐIST: 8. MAÍ 1933 Gandhi fór í hungurverkfall í þrjár vikur „Þessi sýning er ákveðin framþróun hjá mér, ég hef verið að taka saman þessa mörgu anga sem eru á manni sem lista- manni,“ segir listmálarinn Daði Guð- björnsson. Hann verður sextugur í næstu viku og því verður opnuð sýn- ing á nýjum málverkum listamanns- ins í Galleríi Fold laugardaginn 10. maí klukkan þrjú. „Ég hef verið að stunda það sem heitir sahaja-jóga sem hefur gert það að verkum að maður verður mun markvissari og fágaðri og meira í jafnvægi í því sem maður er að gera.“ Daði útskrifaðist úr Lista akademíunni í Amsterdam árið 1984 en áður hafði hann lokið námi frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 1976 og verið áber- andi í íslensku listalífi síðan hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1980. „Ég er ekki að mála neinar týpískar nýaldar- myndir, ég er meira að vinna upp úr því sem ég var að gera áður,“ segir Daði. Sýninguna kallar hann Landslag, sjó- lag og sólin þar sem viðfangsefnið eru frumefni náttúrunnar, menn, sjórinn og sólin. „Þetta eru þessi mest áberandi frumelement í manninum,“ segir Daði. „Fjallið stendur fyrir grunninn í mann- inum, síðan er vatnið sem er eiginlega það sem ruglar mann svolítið í ríminu og kemur manni úr jafnvægi eins og hafið, það ólgar. Síðan er það sólin sem er drifkrafturinn, eins og í náttúrunni, eins konar eldsneyti í þetta allt saman.“ Daði bætir því við að vissulega séu fleiri element í manninum en honum finnist þessi áðurnefndu vera mest áber- andi. „Allavega í sjálfum mér hingað til eru það þessi sem ég hef mest verið að glíma við,“ segir listamaðurinn. „Það er þannig í jógafræðunum að þessi element sem eru innra með okkur eru líka til í náttúrunni. Þegar maður er að fást við sjálfan sig þá er maður líka að fást við náttúruna, þess vegna gengur manni svona illa að temja sjálfan sig.“ Eins og áður hefur komið fram verður sýningin opnuð á laugardaginn í Galleríi Fold klukkan þrjú og verður boðið upp á afmælisköku af því tilefni. - bþ Frumelement mannsins Listmálarinn Daði Guðbjörnsson verður sextugur í næstu viku en í tilefni þess heldur hann stóra sýningu í Gallerí Fold sem ber nafnið Landslag, sjólag og sólin. Þegar maður er að fást við sjálfan sig þá er maður líka að fást við náttúruna, þess vegna gengur manni svona illa að temja sjálfan sig. 1636 Eldgos varð í Heklu. 1752 J.C. Pingel, amtmanni Íslands, vikið úr embætti vegna skulda. 1835 Fyrstu ævintýri H.C. Andersen voru gefin út í Danmörku, þar á meðal Eld- færin og Prinsessan á bauninni. 1945 Síðari heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja. 1970 Tólfta og síðasta breiðskífa Bítlanna, Let it be, kom út. 1979 Félag frjálshyggjumanna var stofnað á Íslandi. 1987 Á Norður-Írlandi sat breska sér- sveitin fyrir Austur-Tyrone-herdeild IRA, átta mönnum, og tók þá af lífi. 1996 Stjórnarskrá Suður-Afríku tók gildi. Stjórnarskráin þykir nokkuð nýstárleg því hún tryggir ríkisborgurum víðtæk réttindi og valddreifingu. STUNDAR SAHAJA-JÓGA Daði Guðbjörnsson hefur verið áberandi í íslensku listalífi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.