Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 08.05.2014, Side 28

Fréttablaðið - 08.05.2014, Side 28
FÓLK|TÍSKA Fyrirsætur lifa og hrærast í heimi tísk-unnar og því kannski ekkert skrítið að tískuhúsin leiti til þeirra en æ fleiri merki fá fyrirsætur til að hanna með sér fatnað og fylgihluti. Slík samvinna tryggir merkjunum ekki einungis pottþétta „look- book“ heldur fylgja fyrirsætunum einnig þúsundir eftir á samskiptamiðlum eins og Twitter og Instagram. Margar þeirra halda einnig úti sérstökum aðdáendasíðum þar sem nánast er hægt að fylgjast með hverju spori þeirra. Tískulína hönnuð af fyrirsætu vekur athygli. Það má auðvitað spyrja sig hvort sá stíll sem hentar fyrirsætu og fer henni vel gerir það sama fyrir „venjulegt“ fólk. Þær eru ekki ofurfyrirsætur fyrir ekki neitt. Þrátt fyrir það virðist slík samvinna skila sér. Vörurnar rjúka út. Þetta hófst allt með samstarfi Kate Moss og TopShop árið 2007 en fór rólega af stað. Tískumerkið RVCA vann árin 2009 og 2010, með fyrirsætunni Erin Wasson, fleiri en eina línu og hefur nýlega hafið samvinnu við Ashley Smith. Árið 2012 sendi fyrirsætan Agyness Deyn frá sér skólínu með Doc Marten´s og á eftir fylgdi bylgja af tísku- merkjum í samstarfi við fyrirsætur. Fyrirsætan Lily Aldridge hefur hannað fyrir tískumerkið Velvet by Graham and Spencer. Warby Parker mun kynna gler- augnalínu eftir Karlie Kloss, fyrirsætan Alessandra Ambrosio hannaði línu í sam- vinnu við Planet Blue og Behati Prinsloo hannar línu af gallafatnaði og bolum með THVM. Fyrirsætan Cara Delevingne hannaði línu af handtöskum í samvinnu við Mul- berry og ljóstraði því nýlega upp á Insta- gram að meira væri á leiðinni. Heimild: Fashonista.com FYRIRSÆTURNAR HANNA FÖTIN TÍSKA Fleiri og fleiri tískuhús fá fyrirsæturnar til að hanna heilu línurnar. Slík samvinna vekur ávallt athygli enda eiga fyrirsætur sér jafnan stóran aðdáendahóp. Vörurnar rjúka út en fyrsta línan var afrakstur samstarfs Kate Moss og TopShop árið 2007. AFSLAPPAÐUR STÍLL Fyrirs ætan Agyness Deyn þykir hafa afslappaðan stíl en hún vann með Doc Mar- ten´s að skólínu árið 2012. SAMSTARF VIÐ WARBY PARKER Fyrisætan Karlie Kloss vinnur að gleraugnalínu fyrir Warby Parker. HANNAR GALLAFATNAÐ Fyrirsætan Behati Prinsloo hannar línu gallabuxna og stutt- ermabola með THVM. HANNAR TÖSKUR Fyrirsætan Cara Delevingne hannaði línu af handtösk- um í sam- vinnu við Mulberry og ljóstraði því upp á Instagram að meira væri á leiðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.