Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HENDA EÐA GEYMA? SNYRTIVÖRUR Sumar snyrtivörur skemmast tiltölulega fljótt en aðrar má geyma lengur en margan grunar. Mörgum veitist erfitt að henda hálf fullum krukkum og hálfkláruðum snyrtivörum í ruslið þótt komið sé fram yfir síðasta söludag. Til þess að huga að heilsu húðar, hárs, vara og augna er þó gott að vera meðvitaður um aldur snyrtivaranna og hvenær kominn er tími á að endurnýja.Vefsíðan fashionmagazine.com birti lista yfir nokkrar algengar tegundir snyrtivara og tiltók hvort þeim skyldi henda eftir vissan tíma eða hvort hægt væri að nota þær eftir að síðasti söludagur hefur liðið. GEYMA Naglalakk. Þótt naglalakk sé orðið þykkt og kekkjótt er hægt að bjarga því með því að bæta við naglalakksþynni (ekki eyði) og hrista duglega. Þá mæla margir með því að geyma naglalakk inni í ísskáp. GEYMA Augnskuggar. Þótt þeir séu þurrir og brotnir má nota þá til að mynda augnlínur. Með því að bleyta þunnan bursta og dýfa honum í augnskuggann brotnar púðrið niður og nota má burstann eins og augnpenna. Svo má bæta augnskugga við varagloss eða varalit. GEYMA Burstar. Líkt og með svampa þá á að þvo förðunarbursta reglulega. Þar sem þeir eru fremur dýrir ætti ekki að henda þeim þótt þeir séu farnir að láta á sjá. Hægt er að taka frá minni og þynnri burstana og nota til dæmis við naglalakka- list. Smá hárin eru fullkomin til að útfæra minnstu smáatriði. GEYMA Varalitir. Ef slæm lykt er af varalit er kominn tími til að henda honum. Hins vegar er hægt að lengja líf- tíma varalits með því að geyma hann í ísskáp. Talið er að þannig geti varalitir enst í allt að fjögur ár. Þótt liturinn sé komin niður að brún er óþarfi að henda honum þar sem hægt er að nota varalita- pensil til að ná því sem eftir er. Um tuttugu prósent af varalitnum eru neðan við brúnina. HENDA Maskarar. Við þá á að losa sig við eftir sex mánuði frá því þeir eru opnaðir fyrst. Þar sem sífellt er verið að pumpa lofti inn í og út úr túpunni geta myndast kjöraðstæður fyrir bakteríur. Sumir reyna að drýgja maskara og bæta í hann vatni en það þykir ekki óhætt. HENDA Andlits-, raka- og hreinsikrem. Slík krem á ekki að nota lengur en sex mánuði. Þá þarf einnig að passa að nota engin krem með SPF-merkingu fram yfir síðasta sölu- dag. Þessar vörur innihalda fitusýrur sem geta þránað eftir vissan tíma. HENDA Svampar. Mælt er með að svömpum sé hent mánaðar- lega því þrátt fyrir vikulegan þvott geta svampar valdið útbrotum. HENDA Augnpennar. Ekki er mælt með að nota augnpenna lengur en sex mánuði. Ekki er hægt að drýgja hann með neins konar þynni. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook kr. 12.900.- str. 40-56 Flottir (pleður)jakkar :-) Litir: rautt, svart, perluhvít t, sveppabrúnt. Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Stærð 36 - 46/48 Verð 8.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.