Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 58

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 58
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 FÓTBOLTI „Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexand- ersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stór- leikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power- point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið. Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugar- dals vellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr ný tekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spila- mennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve- bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undir- búin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lág- pressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum send- ingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðast liðið haust. „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bach man, best i framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir til- búnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr. Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evr- ópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr. tom@frettabladid.is Leikurinn um 1. sætið Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Sviss í undankeppni HM 2015 í Nyon í dag. Sigur skiptir öllu máli til að ná efsta sætinu í riðlinum. UNGFRÚRNAR GÓÐU OG HÚSIÐ Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar okkar á æfingu í Nyon. MYND/KSÍ/HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON ÞESSA ÞARF AÐ PASSA Í KVÖLD ➜ Ramona Bachmann, framherji Ramona Bachmann er einn besti framherji Evrópu í dag. Hún leikur með Þóru B. Helga- dóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Rósagarðinum í Svíþjóð (áður LdB Malmö) og er búin að skora 63 mörk í síðustu 66 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leik Íslands og Sviss fiskaði hún víti, skoraði eitt mark og réð lögum og lofum á vellinum. Hún er búin að skora fimm mörk í fimm leikjum í undankeppni HM. FÓTBOLTI Norska liðið Viking er mikið Íslendingalið en fimm íslenskir fótboltamenn eru í aðal- hlutverki hjá liðinu og þar af ber einn þeirra, Indriði Sigurðsson, fyrirliðabandið. Viking er í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir og er eina liðið sem hefur ekki tapað leik. Þegar markatölfræði Viking-liðsins er skoðuð nánar sést fyrst hversu mikið framlag íslensku leikmann- anna hefur verið. Viking hefur skorað tíu mörk í þessum sjö leikjum og níu þeirra hafa verið íslensk. Íslensku leik- mennirnir hafa enn fremur gefið sjö af átta stoðsendingum liðsins í fyrstu sjö umferðunum. Hinn 21 árs gamli Yann-Erik de Lanlay er eini markaskorari Vik- ing sem er ekki með íslenskt vega- bréf og Trond Erik Bertelsen er sá eini af leikmönnum liðsins sem hefur gefið stoðsendingu en fædd- ist ekki á Íslandi. Þetta þýðir að íslensku leikmenn liðsins eiga 17 af 19 markastigum Viking í fyrstu sjö umferðunum. Liðið hefur ekki enn skorað mark í sumar án þátttöku Íslendings. Yann-Erik de Lanlay sem skoraði eina markið sem er ekki íslenskt gerði það eftir stoðsendingu frá Jóni Daða Böðvarssyni og Trond Erik Bertelsen sem hefur gefið einu stoðsendinguna sem ekki er íslensk lagði þá upp mark fyrir Steinþór Frey Þorsteinsson. - óój Íslensku strákarnir sjá um mörkin í sumar Íslenskir leikmenn eru með 89 prósent af mörkum og stoðsendingum Viking-liðsins á leiktíðinni. ATKVÆÐAMESTUR Jón Daði Böðvars- son er bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar hjá Viking í fyrstu sjö umferðunum. MYND/AÐSEND ÍSLENSKT, JÁ TAKK HJÁ VIKING Í SUMAR LEIKMENN MEÐ ÞÁTT Í MARKI MÖRK STOÐS. MARKASTIG Jón Daði Böðvarsson, Íslandi 3 3 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson , Íslandi 2 2 4 Sverrir Ingi Ingason , Íslandi 2 1 3 Björn Daníel Sverrisson , Íslandi 1 1 2 Yann-Erik de Lanlay , Noregi 1 0 1 Trond Erik Bertelsen, Noregi 0 1 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.