Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 62
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 MORGUNMATURINN Ég borða alltaf eiturgræna súper- smoothies á morgnana, þeir eru roohoosalega misgóðir eftir því hvað er til í ísskápnum en ef þeir eru sérstaklega óspennandi fæ ég mér súkkulaðiflís í eftirrétt til að bæta upp fyrir það. Sunna Ben fjöllistakona „Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verk hans, Sagan af bláa hnettinum, verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgar- leikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóð- leikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleik- húsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefndur til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barna- bókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Sagan af Bláa hnettinum kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni.“ - glp Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Sagan af bláa hnettinum eft ir Andra Snæ Magnason er í mikilli útrás og verður sett á svið í Danmörku og í Póllandi. ANDRI ÚT UM ALLT Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magna- son verður sett á svið í Danmörku og Póllandi á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er svolítið stór áfangi í mínu lífi og ég er komin þangað sem ég gjarnan vildi vera til að koma mér á heimsmarkaðinn. Bókin mín, 10 árum yngri á 10 vikum, er komin í sölu á bestu stöðunum í Bandaríkjunum og ég er búin að fá rosalega góða umfjöllun,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti sem er nýkomin til baka úr mánaðar kynningarferð í New York. Þar var hún stödd til að halda fyrirlestra og kynna bókina sem er nýútkomin á bandaríska markaðinn á prenti en einnig sem rafbók fyrir Kindle. „Bókin er seld hjá Barnes and Noble og er nú þegar númer eitt í þremur flokkum á Amazon svo að núna byrjar ballið fyrir alvöru,“ segir Þorbjörg og er augljóslega ánægð með árangurinn. Þorbjörg segir það einnig vera í kortunum að gefa bókina út í Bretlandi og í lok apríl var birt opnuviðtal við Þor- björgu í The Times þar sem hún er kynnt sem skandi- navíska orkugyðjan eða The Scandi Vitality Goddess. „The Times sendi blaðamann til Kaupmanna- hafnar til þess að hitta mig og gera umfjöllun. Hún var búin að kynna sér bókina mjög vel og ég held að henni hafi komið á óvart hve af- slöppuð ég er í líf stílnum. Ég er ekki 100 prósent gúrú eins og margir ímynda sér að maður sé. Hlutirnir eru ekki heilagir og hún var ánægð að sjá það fyrir hönd annarra kvenna því konur nenna ekki að lifa þannig, þrátt fyrir að vilja fá leiðbeiningar á ýmsum sviðum,“ segir hún hlæjandi. „Maður mætir heiminum með sinni reynslu og maður verður að þora að fara nýjar leiðir. Fyrir mér er það eins mikið „antiage“ eins og að líta vel út.“ Fleiri fréttamiðlar hafa sýnt Þorbjörgu og bókinni áhuga en bæði The Mail og Huffing- ton Post hafa sóst eftir viðtali. marinmanda@frettabladid.is Komin í draumastöðu Næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir gerir það gott í Bandaríkjunum en metsölubókin hennar, 10 árum yngri á 10 vikum, er komin á bandarískan markað og rokselst úr hillunum. Hún hefur ekki undan að svara erlendum fj ölmiðlum. Í SKÝJUNUM Þorbjörg Hafsteins- dóttir segir velgengni bókarinnar vera stóran áfanga í sínu lífi. MYND/ÚR EINKASAFNI „Þorbjörg telur að við getum hægt á öldrun. Hún heldur því fram að við þurfum að opna huga okkar fyrir öldrun frekar en berjast við hið óhjákvæmilega. „Þú þarft ekki lengur að hugsa um 40-plús sem viðgerðaraldur,“ segir hún. „Þetta er upp- haf kynþokkafullu áranna.“ ➜ The Times „Súlurnar eru allavega farnar út úr húsinu en við mokuðum þó ekki öllu út, við héldum ákveðnum hlutum áfram eins og glæsilegri ljósakrónu og þá er barinn enn á sama stað,“ segir Jóhanna Helga- dóttir eigandi nýs skemmtistaðar sem nefnist Lavabarinn. Hann verður opnaður í Lækjargötu 6a í kvöld, þar sem strippstaðurinn Strawberries var áður til húsa. Miklar aðgerðir hafa verið í gangi að undanförnu við að standsetja staðinn en mikið er lagt upp úr því að hafa hann stíl- hreinan og glæsilegan. „Stað- urinn var allur málaður og svo höfum við sett hraun víðs vegar á staðnum til að skreyta, enda heitir staðurinn Lavabarinn,“ útskýrir Jóhanna. Staðurinn leggur áherslu á gæðakokteila og verður svoköll- uð lounge-stemning ráðandi á efri hæð staðarins en dansgólf er á neðri hæðinni. „Kári Sigurðsson, sem er Íslandsmeistari barþjóna, sér meðal annars um að blanda fram- andi kokteila. Við verðum einnig með heitustu New-RNB-beats músíkina og svo erum við stolt af nýja Funktion 1-hljóðkerfinu okkar.“ Á efstu hæð staðarins er svo einkaherbergi sem er hægt að leigja, en inni í því eru tvær flöskur, sérbaðherbergi, sér- dyravörður og lyfta sem af greiðir drykkina beint til þeirra sem eru þar uppi. „Það verður 25 ára aldurstak- mark, pínu „dresscode“ og við ætlum ekki að pakkfylla stað- inn. Það er svo nóg af klósettum þannig að fólk þarf ekki að bíða í hálftíma röð eftir klósettinu eins og á sumum öðrum stöðum,“ segir Jóhanna og hlær. Formlegt opnunarpartí verður í kvöld klukkan 20.00. „Nöfn þeirra sem mæta í kvöld og yfir helgina verða skráð niður á lista hjá okkur og geta þessir einstaklingar komist fram fyrir í röð í ákveðinn tíma.“ gunnarleo@frettabladid.is Ekki lengur naktar konur í Lækjargötu Nýr staður, sem ber nafnið Lavabarinn, opnar þar sem strippstaðurinn Strawberries var til húsa. NÝR STAÐUR Jóhanna Helgadóttir er eigandi nýs skemmtistaðar, Lavabarsins sem stendur í Lækjargötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.