Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. maí 2014 | FRÉTTIR | 11 www.sminor.is Siemens. Framtíðin flyst inn. Siemens bakstursofninn með sjálfhreinsun (pyrolysis) er sannkallaður sigurvegari. Bakstursofninn HB 63AB512S fékk hæstu einkunn í prófun TÆNK á ofnum með sjálfhreinsun (pyrolysis). UMHVERFISMÁL Landmælingar Íslands eru aðaltengiliður Íslands við Copernicus-áætlun Evrópu- sambandsins samkvæmt ákvörð- un umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins. Ísland á aðild að áætluninni á grundvelli EES. Frá því er greint í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga, að áætlunin sé gríðarlega viðamikil og taki meðal annars til vöktun- ar á yfirborði og umhverfi jarðar með nýjustu gervitunglatækni. „Með þátttöku í Copernicus fær Ísland aðgang að upplýsing- um og þjónustu sem sýna stöðu og þróun hinna ýmsu umhverfis- þátta, svo sem á sviðum sjávar, andrúmslofts, náttúruvár, land- notkunar og loftslagsbreytinga,“ segir í Kvarðanum. Aðgangur fæst að öllum grunn- gögnum án gjaldtöku, en gert er ráð fyrir að um átta terabætum verði safnað á dag þegar kerfið verður komið í fulla notkun. „Og fyrir íslenskt samfélag hleypur verðmæti þessara gervitungla- gagna á hundruðum milljóna.“ - óká GRÍMSVATNAGOS 2011 Copernicus- áætlunin er sögð eitt af stærri verkefnum ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON Gervitunglatækni notuð í vöktun á yfirborði og umhverfi jarðarinnar: Safna átta terabætum daglega SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að kaupa meirihluta í húsi sem Skógræktarfélag Kópavogs byggir í Guðmundarlundi. Auk þess á að setja tíu milljónir í frekari uppbyggingu. Í greinar- gerð bæjarfulltrúa er vísað til eins af fjórum kostum sem emb- ættismenn bentu á, um að húsið verði notað sem fræðslumiðstöð líkt og upphaflegar hugmyndir hafi gert ráð fyrir og að skóla- börn væru á meðal þeirra sem hefðu að því aðgang. - gar Kaupa í Guðmundarlundi: Fræðslustarf í skógræktarhús ÓMAR STEFÁNSSON Leiddi tillögu um húsakaup. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SUÐUR-KÓREA Stórt íbúðar- hús hrundi í Pjongjang, höfuð- borg Norður-Kóreu, síðastliðinn þriðjudag og segja stjórnvöld þar í landi að fólk hafi látið lífið er húsið hrundi. Fjöldi látinna hefur þó ekki verið gefinn upp en óvenjulegt þykir að stjórnvöld í Norður-Kór- eu sendi frá sér yfirlýsingar um atburði á borð við þennan. Húsið var á 23 hæðum og er talið að allt að 92 fjölskyldur hafi búið í húsinu, en það var enn í byggingu. Algengt er í Norður- Kóreu að fólk flytji inn í hús áður en byggingu þeirra er lokið. - hva Sorg í Norður-Kóreu Fórust þegar blokk hrundi BIÐST AFSÖKUNAR Norðurkóreskur embættismaður biður aðstandendur hinna látnu afsökunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Hvatningarverð- laun jafnréttismála verða afhent í fyrsta sinn þann 27. maí. Það er atvinnuvega- og nýsköpunarráð- ið, UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, sem standa að verðlaununum. Markmið verð- launanna er að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétt- ismál að leiðarljósi. Verðlaunin eiga jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að leggja áherslu á jafnréttismál. - ssb Veita verðlaun fyrir jafnrétti: Skoða hlutfall kynja í stjórn STJÓRNMÁL Píratar í Hafnarfirði hafa bent á galla í kosningaprófi fjölmiðilsins DV. Í opnu bréfi þeirra segir að þeir frambjóðendur sem hafa svarað spurningum prófsins oftast á þá leið að þeir vilji ekki svara virð- ast koma oftar upp í niðurstöðum prófsins en aðrir frambjóðendur. Vilja Píratar fá svör við því hvernig niðurstöðurnar eru reiknaðar út og hvort DV sé til- búið að gefa prófið út sem opinn hugbúnað. - ssb Píratar senda opið bréf til DV: Vilja fá svör um kosningaprófið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.