Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 14
19. maí 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Eiginkona mín og móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, GUNNUR ELÍSA STEFÁNSDÓTTIR til heimilis í Þverbrekku 2 í Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. maí. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóðinn fyrir börnin. Bankanúmer hans er 331-13-110606 og kt. 310380-4159. Davíð Karl Sigursveinsson og börnin Kristlaug Björg Sigurðardóttir og fjölskylda Stefán Ingólfsson og fjölskylda Símon Elí Teitsson og fjölskylda Gísli Ólafur Pétursson Ragna Freyja Karlsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL GUÐJÓNSSON múrari, áður til heimilis að Jóruseli 9, lést föstudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 19. maí kl. 13.00. Bergsveinn Þorkelsson Sigríður Jónatansdóttir Guðjón Þorkelsson Helga Sigurmundsdóttir Ingibjörg Þorkelsdóttir Helgi Þórisson Ása Þorkelsdóttir Jóhann Ásmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT CORTES Silfurteigi 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi, mánudaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 13.00. Björg Cortes Stefánsdóttir Halldór I. Elíasson Steinunn Guðbjörg Stefánsdóttir Stefán Valdimar Halldórsson Anna Margrét Halldórsdóttir Haraldur Darri Þorvaldsson Steinar Ingimar Halldórsson Xue Li Halldór Alexander, Jökull Ari og Hugrún Eva Haraldsbörn. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Við þjónum allan sólarhringinn Reynsla – Umhyggja – Traust „Hvatningin að þessari útgáfu var sú að áður hefur verið efnt ítarlega til sögu Dómkirkjunnar sem kom út 1996 og var rituð af séra Þóri Steph- ensen. Ég gat því haldið áfram þar sem frá var horfið,“ segir séra Jakob Ágúst Hjálmarsson sem skráð hefur sögu Dómkirkj- unnar, þriðja bindi sem kemur út í byrjun júní. Meðal umfjöllunarefnis eru breytingin sem nýja safnaðarheimilið skap- aði, 200 ára afmæli kirkj- unnar 1996 og gagngerar endurbætur á kirkjunni um aldamótin. „Okkur gafst tækifæri til að efla mjög allt safn- aðarstarf um tíma en svo kom kreppan sem breytti því aftur. Þess vegna er myndin dálít- ið horfin sem verið er að lýsa í bók- inni,“ segir séra Jakob Ágúst. Veiga- mikinn þátt í starfi Dómkirkjunnar á þessum tíma segir hann líknarstörf og félagslegar aðgerðir, svo sem gegn atvinnuleysi og miðborgarvandanum sem Dómkirkjan tók á með KFUM og KFUK. „Skerðing sóknargjalda um 40 prósent, sem varð í kjölfar kreppunnar, er alveg óskaplega afdrifaríkt högg fyrir söfnuði landsins og þeir sem voru komnir í skuldbindingar á þessum tíma eiga í miklum erfið- leikum. Ég tel að þetta sé helsti vandi þjóðkirkjunn- ar í dag og hans sér víða stað, í minnkuðu æsku- lýðsstarfi sérstaklega,“ segir séra Jakob Ágúst. Dómkirkjan í Reykja- vík III, Á aldahvörfum er 154 blaðsíður í papp- írskilju, prýdd myndum og kemur út í áskrift. Eintökin verða númeruð eftir því sem áskriftarbeiðn- ir berast í tölvupósti til domkirkjan@ domkirkjan.is. Eintakið mun kosta 5.000 krónur. gun@frettabladid.is Skerðing sóknargjalda afdrifarík Nýtt bindi sögu Dómkirkjunnar mun koma út í byrjun júní. Það er eft ir séra Jakob Ágúst Hjálmarsson og nefnist Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum. FYRRVERANDI DÓMKIRKJUPRESTUR Bókin spannar minn starfstíma við kirkjuna og tímann eftir að ég hætti 2007,“ segir séra Jakob Ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ég ætla að flytja stórbombur óperu- bókmenntanna, meðal annars aríur úr Don Carlos og Á valdi örlaganna eftir Verdi,“ segir Elín Ósk Óskars- dóttir sópransöngkona spurð hvað hún ætli að bjóða tónleikagestum upp á í Hörpu í hádeginu á morgun. „Svo er ég með fræga aríu úr Manon Lescaut eftir Puccini og fleiri aríur í þessum dúr.“ Elín Ósk vakti mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir túlkun sína á Lafði Macbeth í óperunni Macbeth eftir Verdi hjá Íslensku óperunni en hún segist ætla að gefa lafðinni frí á morgun. „Hún er dálítið grimm svona í hádeginu,“ segir hún og hlær. „Allavega á fastandi maga.“ Spurð við hvað hún sé að fást þessa mánuðina segir Elín Ósk að hún sé í fullu starfi sem söngkona, enda hafi hún valið sér það sem lífsstarf og aldrei dottið í hug að draga þá ákvörðun til baka. Hún viðurkenn- ir þó að það geti verið barningur að hafa í sig og á með söngnum en það hafi þó gengið upp hingað til. „Ég nýti hvert tækifæri sem ég fæ í söng. Ég er fyrst og fremst óperu- söngkona og tækifærin hér heima eru ekkert einstaklega mörg, sérstaklega ekki þegar maður hefur eins drama- tíska rödd og ég. Hins vegar tek ég þátt í fullt af tónleikum, eða skipu- legg þá sjálf ef því er að skipta og auk þess hef ég stjórnað Óperukórnum í Hafnarfirði, sem ég stofnaði, í þrett- án ár.“ Elín Ósk segist ekki hafa nein nið- urnegld verkefni erlendis eins og er, en það sé ýmislegt í deiglunni. „Þegar eitthvað dettur inn, hvort sem er hér heima eða erlendis, þá verður maður bara að vera tilbúinn.“ Tónleikarnir á morgun eru í Norð- urljósasal Hörpu, hefjast klukkan 12.15 og það er Antonía Hevesi sem leikur undir á píanó. fridrikab@frettabladid.is Lafði Macbeth of grimm á fastandi maga Elín Ósk Óskarsdóttir syngur óperuaríur á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu á morgun. Yfi rskrift tónleikanna er Á valdi örlaganna enda ein arían úr þeirri óperu Verdis. ELÍN ÓSK ÁSAMT ANTONIU HEVESI „Ég er fyrst og fremst óperusöngkona og tækifærin hér heima eru ekkert einstaklega mörg.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1536 Anne Boleyn, önnur eiginkona Hinriks VIII. Englandskonungs, er tekin af lífi vegna hórdóms. 1604 Í Kanada er borgin Montreal stofnuð, þá sem Ville-Marie eða Borg Maríu en nafn- inu er síðar breytt. 1875 Fyrsta sláttuvélin kemur til Íslands frá Noregi. 1917 Eimskipafélag Íslands fær sitt þriðja skip og er það Lagarfoss. 1933 Í Vestmannaeyjum ræðst æstur múgur inn í fangelsið og leysir þar fanga úr haldi. Síðar eru tíu manns dæmdir til fangelsisvist- ar fyrir tiltækið. 1950 Þúsundir Reykvíkinga fagna Gullfossi, nýju farþegaskipi Eimskipafélagsins. 1983 Geimskutlan Enterprise hefur við- komu á Keflavíkurflugvelli, borin af Boeing 747-þotu. 1990 Í Laugardal í Reykjavík er opnaður nýr fjölskyldu- og húsdýragarður með tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra og villtra dýra. Meira en tíu þúsund gestir koma í garðinn fyrsta daginn. MERKISATBURÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.