Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 6
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
VEISTU SVARIÐ?
Við tjöldum því besta
kr. 40.995
Tilboð
34.995
kr. 69.995
Tilboð
53.995
kr. 73.995
Tilboð
59.995
Arlay 500
5 manna tjald, fortjald 290x320cm, 200 cm lofthæð,
3000 mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur.
Tempest 200
Vinsælasta 2ja manna göngutjaldið okkar,
5000 mm vatnsheldni, 2 7, 5 kg.
Drummond 400
4 manna tjald, gott fortjald, 200 cm lofthæð,
3000 mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur.
1. Hver er framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins?
2. Hvar er Þorláksbúð?
3. Hvað er langt síðan Bolungarvík
fékk kaupstaðarréttindi?
SVÖR:
DÓMSTÓLAR Stefnt er að því leggja
fram frumvarp um millidóm-
stig á haustþingi. Nefnd sem falið
var fyrir tæpu ári að fjalla um
hvernig millidómstigi yrði komið
á laggirnar er um það bil að ljúka
störfum og mun skila Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráð-
herra skýrslu og tillögum innan
skamms.
Á Íslandi er nú tveggja dómstiga
kerfi, þar sem héraðsdómar dæma
í málum á neðra stigi en Hæsti-
réttur á efra stigi. Annars staðar
á Norðurlöndunum eru dómstigin
þrjú og stefnt er að því að koma
líku kerfi á hér á landi.
Samkvæmt þeim tillögum sem
eru uppi á borðinu breytist starf-
semi héraðsdómstóla ekki, mál
koma til með að fara frá þeim til
millidómstigsins þar sem lagt
verður nýtt mat á vitnisburði og
hægt verður að leggja fram ný
sönnunargögn í málum. Breyt-
ingin er sú að í dag endurmetur
Hæstiréttur ekki munnlega sönn-
unarfærslu.
Hæstiréttur myndi veita áfrýj-
unarleyfi en í því felst að Hæsti-
réttur ákveður sjálfur hvort hann
tekur mál til meðferðar. Þá er gert
ráð fyrir að Hæstiréttur geti tekið
fyrir mál án þess að þau komi til
kasta millidómstigsins ef ekki er
talin þörf á að taka nýjar skýrslur
af vitnum.
Rætt er um að fjöldi dómara á
millidómstigi gæti orðið tólf til
fimmtán og að dómstóllinn verði
deildaskiptur.
Gera má ráð fyrir verulegri
fækkun mála sem enda fyrir
Hæstarétti, flestum málum ljúki
fyrir millidómstigi.
Nú sitja níu dómarar í Hæsta-
rétti, og dæma þrír, fimm eða sjö
í hverju máli. Nái breytingarnar
fram að ganga mun Hæstiréttur
starfa í einni deild sem þýðir að
allir dómararnir koma til með að
dæma í öllum þeim málum sem
koma til kasta Hæstaréttar.
Í framtíðinni kemur hæsta-
réttar dómurum til með að fækka
í fimm til sjö.
Nokkur ár eru síðan farið var
að ræða nauðsyn þess að koma á
laggirnar millidómstigi til að létta
álagi af Hæstarétti.
Árið 2008 skipaði þáverandi
dómsmálaráðherra nefnd sem
fjallaði um hvernig væri hægt að
tryggja milliliðalausa sönnunar-
færslu í sakamálum. Innanríkis-
ráðherra skipaði svo starfshóp árið
2011 sem taldi raunhæft að stofna
millidómstig.
johanna@frettabladid.is
Frumvarp um nýtt
millidómstig í haust
Hægt verður að leggja fram ný sönnunargögn fyrir millidómstigi. Hæstiréttur fær
áfrýjunarleyfi en í því felst að rétturinn ákveður sjálfur hvaða mál hann tekur
fyrir. Hæstaréttardómurum fækkar verði nýtt millidómstig að veruleika.
BREYTINGAR Ný lög um dómstóla gætu orðið að veruleika á næsta þingi. Það
myndi þýða miklar breytingar á starfsemi Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði nefnd í ágústbyrjun
í fyrra sem var ætlað að undirbúa millidómstig, bæði í einkamálum og
sakamálum, og að Hæstiréttur starfi í einni deild.
Nefndin fékk það hlutverk að útfæra fyrirkomulag, tímamörk, kostnað
og önnur atriði. Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlög-
maður. Aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og
Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.
Dómstólanefnd ráðherra
EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið gekk
í gær frá samningum um útgáfu
skuldabréfa að fjárhæð 750
milljónir evra, eða 116 milljarðar
króna. Þetta er fyrsta opinbera
skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs frá
árinu 2006. Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra segir í tilkynn-
ingu að útgáfan marki tímamót og
að hún sé jákvætt skref í endur-
reisn íslensks efnahagslífs. „Rík-
issjóður er að sýna fram á fulla
burði til þess að fjármagna skuld-
ir sínar á Evrópumarkaði, þeim
markaði sem mestu skiptir fyrir
fjár mögnun ríkja,“ segir Bjarni.
Skuldabréfin bera 2,5 prósenta
vexti og eru gefin út til sex ára.
„Kjör ríkissjóðs á erlendum
mörkuðum hafa batnað verulega
síðustu mánuði, sem gefur okkur
færi á að lækka vaxtagjöld ríkis-
sjóðs og því nýtum við tækifæri nú
þegar aðstæður skapast fyrir hag-
stæða lántöku,“ segir Bjarni.
Hrafn Steinarsson, sérfræð-
ingur hjá Arion banka, segir kjörin
sannar lega góð. „Fjármögnun ríkis-
sjóðs á alþjóðamörkuðum er alltaf
jákvætt skref. Þarna er gefið út í
evrum í fyrsta skipti og gera má
ráð fyrir að það sé vegna þess að
ríkissjóður vill breikka fjárfesta-
hópinn og kjörin sem bjóðast á Evr-
ópumarkaði eru betri en í Bretlandi
og Bandaríkjunum,“ segir Hrafn.
- fbj
Ríkissjóður gefur út skuldabréf að fjárhæð 116 milljarðar íslenskra króna:
Fyrsta skuldabréfaútgáfa frá 2006
TÆKIFÆRI Bjarni segir ríkið nýta sér
tækifæri þegar aðstæður skapast fyrir
hagstæða lántöku til að lækka vaxta-
gjöld ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ríkissjóður er að sýna
fram á fulla burði til þess að
fjármagna skuldir sínar á
Evrópumarkaði.
Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra.
ÍSRAEL, AP Ísraelsher gerði loftárás á yfir hundrað skotmörk á Gaza í
gær þar sem að minnsta kosti fimmtán létust, þar af þrjú börn.
Fulltrúar ísraelska hersins útiloka ekki innrás á Gaza en herinn
hefur fengið leyfi til að kalla út fjörutíu þúsunda manna varalið.
Ísraelsher segist ekki ætla að láta staðar numið fyrr en Hamas-liðar
hætta að skjóta flugskeytum yfir landamærin til Ísraels en 130 slíkum
var skotið í gær. Átökin eru þau hörðustu frá því í nóvember 2012. - ih
Herinn fær að kalla út fjörutíu þúsunda manna varalið:
Innrás á Gaza ekki útilokuð
LOFTÁRÁSIR Á GAZA Ísraelskt flugskeyti springur í bænum Rafah á Gaza.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANASLYS Lögreglan í Alicante á
Spáni hóf samdægurs rannsókn
á rússíbananum sem íslenskur
piltur féll úr í skemmti garðinum
Terra Mítica í fyrradag, með
þeim afleiðingum að hann lét
lífið. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi
lögreglunnar í samtali við Frétta-
blaðið.
„Það sem við vitum núna er
að sætisólin opnaðist og rann-
sóknin snýr að því hvernig það
gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn
og bætir við að tækið hafi verið
innsiglað á meðan rannsókn fer
fram. Í tækinu setja gestir yfir
sig öryggis búnað sem festur er
niður með ól en tækið fer á hvolf
á miklum hraða.
Í spænska miðlinum El País
kemur fram að dómstóll í umdæm-
inu hafi farið fram á opinbera
rannsókn á slysinu og að þetta sé
í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu
skemmtigarðsins sem alvarlegt
slys eigi sér stað. Forsvarsmenn
skemmtigarða í Stokkhólmi og
Helsinki, þar sem sambærilega
rússíbana er að finna, hafa lokað
tækjunum í kjölfar slyssins, eða
þar til rannsókn lýkur.
Bæjarstjóri Benidorm sendi
frá sér yfirlýsingu á Facebook og
Twitter kvöldið sem slysið varð.
Þar vottar hann aðstandendum
íslenska piltsins samúð sína en
lýsir einnig yfir stuðningi við
rekstraraðila skemmtigarðs-
ins og segist bera fullt traust til
þeirra enda leiðandi á heimsvísu
í rekstri skemmtigarða.
- kak, - jse
Átján ára piltur lét lífið í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni:
Sætisól rússíbanans opnaðist
INFERNO Rússíbaninn fer á allt að 96
kílómetra hraða á klukkustund. MYND/HRÖNN
1. Þorsteinn Víglundsson.
2. Á Skálholti.
3. 40 ár.