Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 12
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Í
gær skaut svonefndur draugur upp kollinum á netinu;
gamalt myndband af Sir Nicholas Winton í sjónvarpssal
BBC. Án þess að vita af því situr hann í fullum sal af
gyðingum frá Prag, fólki sem hann bjargaði frá nasistum
þegar þau voru börn. Þetta er áhrifaríkt myndband og sá
sem þetta skrifar er nú ekki meiri harðjaxl en svo að hann komst
við þegar það bar fyrir augu. Nicholas þessi Winton vann sér það
til frægðar að hafa á árunum 1938-1939 bjargað alls 669 börnum
frá nær öruggum dauða. Afrek hans varð reyndar ekki almennt
á vitorði fólks fyrr en 50 árum síðar þegar konan hans komst í
dagbækur Wintons og sagði af þrekvirki manns síns.
Nicholas bjargaði börnunum
og kom þeim í fóstur hjá fjöl-
skyldum víðs vegar um Bret-
land. Hann hélt skrá yfir börnin
og hvert þau fóru. Þessa skrá
komst konan hans svo í og tók að
senda fólkinu bréf sem endaði
svo í fyrrnefndum sjónvarpssal.
Þetta einstaklingsframtak minnir okkur á hvað við flest gerum
í raun lítið til að hjálpa bræðrum okkar og systrum. Víst er að
ekki skortir verkefnin og tækifærin til að drýgja hetjudáð og
bjarga börnum frá óöld. Við Íslendingar teljum okkur í þessu
samhengi vilja fólki almennt vel en gleymum því oft þegar á
hólminn er komið. Í vor tilkynnti Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra reyndar að við ætlum að taka á móti tíu til
fimmtán manns frá Sýrlandi, helst börnum, en því miður kemur
sú viljayfirlýsing okkur seint á blað yfir sannkallaða mannvini.
Miðað við höfðatölu er þetta sambærilegt því að Svíar tækju á
móti ríflega fjögur hundruð flóttamönnum. Það gera þeir ekki.
Þeir hafa síðustu tvö ár tekið á móti 26 þúsund manns frá Sýr-
landi. Ef við Íslendingar vildum standa jafnfætis Svíum þyrftum
við að taka á móti 900 flóttamönnum til viðbótar við þessa tíu
eða fimmtán. Við rétt klórum upp í 1,6 prósent af því sem Svíar
hafa afrekað á þessu sviði. Og þeir virðast hvergi nærri hættir.
Yfir milljón sýrlensk börn eru á flótta en átökin í föðurlandinu
hafa nú staðið yfir í um þrjú ár. Talið er að í heild séu um þrjár
milljónir barna í verulegum vandræðum á þessu svæði. Þau
búa ekki við öryggi og matur og lyf eru af skornum skammti.
Við getum auðvitað ekki bjargað þeim öllum. Við getum heldur
ekki leyst úr vandræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Kannski
getur enginn mannlegur máttur leyst úr þessari flækju og það
er eðlilegt að upplifa mikinn vanmátt þegar hugað er að hörm-
ungum í heiminum. En við getum samt gert betur en að bjóða tíu
eða fimmtán manns hæli á Íslandi.
Flugfarþegum er kennt af flugþjónum að setja súrefnisgrím-
una fyrst á sjálfa sig og því næst á börn sín, á þeirri forsendu að
farþegar geri lítið gagn falli þeir í ómegin. Vissulega verðum við
að huga hér að innviðum og stefna að því að vera í stakk búin til
að geta rétt út hjálparhönd. Aðstæður flóttafólks eru hins vegar
slíkar, borið saman við þá velmegun sem við búum við hér, að
það má heita ómerkilegt að blanda umræðu um hjálparstarf sem
þetta saman við þjóðarstolt og þjóðerniskennd. Jaðrar við mann-
vonsku. Við ættum hæglega að geta tekið á móti nokkur hundruð
börnum frá Sýrlandi þótt margt megi betur fara á Íslandi. Því
verður nefnilega seint trúað að það sé eitthvað í fari Íslendinga
sem geri okkur minni manneskjur en Svía eða Sir Nicholas
Winton.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Núna hef ég nýlega tekið að mér hlutverk
sem áheyrnarfulltrúi Pírata í skóla- og frí-
stundaráði hjá Reykjavíkurborg. Það hefur
verið mörgum nokkuð ljóst að mikið þarf að
laga í menntakerfi Íslands. Menntun eins og
við þekkjum hana er víðast hvar mjög svip-
uð í hinum vestræna heimi. Maður byrjar í
leikskóla, fer svo í grunnskóla, framhalds-
skóla og loks háskóla. Þessi mismunandi
stig menntunar hafa öll svipaða uppbygg-
ingu þar sem fögum er raðað niður eftir því
hversu mikilvæg þau eru talin vera. Fyrst
er móðurmálið, stærðfræði og raunvísindi,
hugvísindi eru aftarlega og list- og verk-
greinar reka lestina. Þessa uppröðun má
rekja aftur til iðnbyltingarinnar.
Þessi uppbygging menntunar er hins
vegar úrelt í heimi internetsins. Heimur-
inn er að breytast mjög hratt og ný tækni
er þróuð mun hraðar en áður. Tækniþróun
mun brátt gera störf óþörf hraðar en hægt
er að skapa þau en sumir sérfræðingar vilja
meina að við séum nú þegar komin á það
stig. Þannig virðist vera með unga fólkið
sem útskrifast úr háskóla en fer svo beint
á bætur því erfitt reynist að finna starf á
þeirra sviði.
Í íslenska menntakerfinu er mun meira
brottfall úr námi en annars staðar á
Norður löndunum. Það er einnig áhyggju-
efni hversu mikið fleiri drengir flosna úr
námi en stúlkur samkvæmt skýrslu OECD
sem kom út árið 2011. Þetta á sérstaklega
við nemendur sem glíma við námserfiðleika
eins og t.d. lesblindu eða ADD, sem eru lík-
legri til að flosna upp úr námi vegna þess að
námið höfðar ekki til þeirra.
Ef lögð er meiri áhersla á sköpun og list-
nám á öllum skólastigum, mun það snar-
auka möguleika nemenda til þess að efla
þá fjölbreyttu hæfileika sem þeir búa yfir.
Kennsla í tölvuforritun í grunnskólum
mun undirbúa nemendur fyrir framtíð sem
er mjög háð netinu. Þar að auki eru allar
starfsstéttir að verða tölvuvæddari og því
mjög mikilvægt að vera tölvulæs.
Innleiða þarf persónulegri menntun sem
hentar hverjum nemanda og gefur honum
betri tækifæri til þess að rækta hæfileika
sína. Menntun á netinu á borð við Cour-
sera og Khan Academy er þegar notuð sem
viður kenndur hluti af námi í nokkrum skól-
um í Bandaríkjunum. Það er aðeins spurn-
ing um hvenær menntun á internetinu fer í
beina samkeppni við hefðbundna menntun.
Eigum við að halda okkur við iðnbyltingar-
módelið og leyfa alvarlegri menntakrísu að
eiga sér stað? Nú er tími fyrir menntakerfi
upplýsingaaldarinnar.
Endurhugsun á menntakerfi nu
MENNTAMÁL
Arnaldur
Sigurðarson
áheyrnarfulltrúi
Pírata í skóla- og
frístundaráði
Reykjavíkurborgar
➜Nú er tími fyrir menntakerfi
upplýsingaaldarinnar.
Við ætlum að taka
á móti 10–15
Sýrlendingum:
fyrir börn í Suður-Súdan
Neyðarákall
Hundruð þúsunda barna búa við
sára neyð og hungur í Suður-Súdan.
Þau þurfa hjálp – núna!
Súdan
Eþíópía
Mið-Afríku-
lýðveldið
Suður-Súdan
Sendu sms-ið
BARN í númerið 1900
og gefðu 1.900 krónur
1,6%
Innflutningur hin mesta vá
Haraldur Baldursson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali
við Fréttablaðið í gær að verndar-
tollar á svínakjöti væru til hags-
bóta fyrir neytendur. Taldi hann
óráðlegt að gefa innflutning
á svínakjöti frjálsan og
líkti því við óheftan inn-
flutning á ódýru vinnuafli.
Samanburðurinn er
áhugaverður og á meðan
sitja neyt endur uppi
með verndartolla fyrir öll
þrettán svínabúin á landinu
og svimandi hátt verð á
matvælum.
Þorláksbúð enn til
vandræða
Nú hefur hin
íslenska þjóðkirkja hlaupið undir
bagga með Þorláksbúðarfélaginu
og hjálpað því að greiða rúmlega
ellefu milljóna króna skuld við
smið Þorláksbúðar. Einn af forsvars-
mönnum þessa félags er Árni
Johnsen, fyrrverandi
alþingismaður.
Hann telur
neikvæða um-
fjöllun hafa
haft mikil
áhrif á fjár-
hagsstöðu
félagsins.
Það hefur
svo sannarlega
ekki gengið
þrautalaust fyrir sig að koma upp
byggingunni.
Hannes rannsakar hrunið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mun
hafa yfirumsjón með rannsókn Félags-
vísindastofnunar um erlenda
áhrifaþætti bankahrunsins árið
2008. Margt hefur verið sagt
um það ráðslag og margir
viljað skoða persónu Hann-
esar í því efni. Enginn hefur
hins vegar spurt Félags-
vísindastofnun af hverju
Hannes, af öllum mönnum,
hafi verið valinn til þess að
stýra verkinu. Ætli háskólinn
sé enn að reyna að verða
einn af 100 bestu háskólum
heimsins?
sveinn@frettabladid.is