Fréttablaðið - 09.07.2014, Síða 13

Fréttablaðið - 09.07.2014, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 2014 | SKOÐUN | 13 Umhverfisstofnun (UST) hefur gefið út yfir- lýsingu þess efnis að gjaldtaka við Kerið sé ólögmæt. Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loks- ins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, sem er m.a. sú að náttúruverndarlög séu virt og þeim sé framfylgt. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að gjaldtaka landeigenda í Mývatnssveit sé án allra lagaheimilda og þar með ólögleg, m.ö.o. þjófnaður. Það skýtur samt skökku við að UST ætli sér að bjóða lög brjótum við Kerið að samningaborð- inu og bjóða þeim samning við stofnunina, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. Eðli- legra væri að lögbrjótarnir bæðust afsökunar á fram- gangi sínum og væru fegnir því að sleppa við ákæru fyrir fjársvik. Litlar líkur eru á því að þeir hafi áhuga á samningi við stofnunina, þar sem arðgreiðslur yrðu óheimilar í þeim samningi. Þetta snýst nefnilega um náttúruvernd, en ekki að græða peninga. Linkind og aumingjaskapur stjórnvalda gegn þessum sjálftökumönnum er óskiljanlegur og mun væntanlega engin breyting verða þar á fyrr en Íslendingar átta sig á hversu alvarlegt mál er á ferðinni og láta í sér heyra. Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu. Á ég þar við rétt okkar til frjálsrar farar um eigið land án þess að greiða óprúttnum landeigendum gjald fyrir. Gjald, sem er ekki bara ólöglegt og án allra lagaheimilda, heldur líka byggt á fölskum for- sendum, þar sem upphrópanir um landspjöll eiga sjaldnast við rök að styðjast. Sumir virðast líka lifa í þeirri blekkingu að einungis erlendir ferðamenn muni greiða fyrir aðgang að náttúruperlum okkar, en það er auðvitað alrangt. Íslenskar fjölskyldur munu greiða rétt eins og útlendingurinn, ef þessir ræningjar fá að leika lausum hala um land allt. Hvar mun það enda ef landeigendum verður í sjálfsvald sett hvort þeir rukka fyrir aðgang að sínu landi, þ.e. hvar á að draga mörkin? Ætla Íslendingar að afsala sér þessum grundvallarrétti án þess að láta í sér heyra? Því trúi ég ekki. Grundvallarréttur Lögin eru skýr og réttur okkar verður ekki afnum- inn, jafnvel þótt ferðamálaráðherra og ríkisstjórn- in haldi verndarvæng yfir lögbrjótunum. Þjóðin verður að sýna stjórnvöldum að réttur þeirra til frjálsrar farar um eigið land er ekki lögfræðilegt vafaatriði, heldur lögbundinn grundvallarréttur okkar. Það gerum við með því að skoða Geysi, Kerið, Námaskarð og Leirhnjúk án þess að greiða krónu fyrir. Þess má geta að öll uppbygging á fyrrnefndum svæðum hefur verið kostuð af almannafé og hafa landeigendur aldrei lagt krónu í þessi svæði, nema kaup á posa vélum. Það er fjárfestingin og kostn- aðurinn sem þeir tala um. Íslendingar greiða nóg í skatta og gjöld og hefur heilmiklu opinberu fé verið varið í ferðamannastaði, þótt ýmislegt megi vafa- laust bæta. Þar að auki streymir fé inn í ríkiskass- ann frá erlendum ferðamönnum og er ekkert sjálf- sagðara en að þaðan komi peningarnir. Hætta er á því að landeigendur muni beita lokun- um inn á lönd sín ef þeir fá ekki að stunda sín lögbrot í friði. Heimild landeigenda til að loka eða takmarka umferð fólks er til staðar í náttúruverndar lögum, en var að sjálfsögðu ekki hugsuð til þess að vera mis- notuð á þann hátt. Ef svo fer, þá ber stjórnvöldum að krefjast eignarnáms á viðkomandi jörðum í þágu almannahagsmuna. Í því ljósi hlýtur líka að vera nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði náttúruverndar- laga á þann hátt, að landeigandi þurfi að gera grein fyrir sinni lokun til Umhverfisstofn unar og jafnvel fá til þess leyfi. Að vera pirraður á göngufólki væri til dæmis ekki gild ástæða. Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins Nú liggur fyrir hvaða áherslur gilda við val á næsta seðla- bankastjóra. Valnefnd hefur verið tilnefnd og sett til verka. Hingað til hafa sjálf- sagt margir staðið í þeirri trú að seðlabankastjóri væri fyrst og fremst að fást við hagræn verkefni, það stendur víst eitthvað um það í lögum og því kannske von að ýmsir stæðu í þeirri meiningu. Nú er það vitaskuld þannig að framganga Seðlabankans að undan- förnu hefur einkum birst í túlkun laga og lögleysu, banni við því sem áður var leyft og lögsókn á brotlega. Rök hljóta að standa til þess að þetta nýja hlutskipti og hlutverk Seðlabank- ans hafi leitt landsstjórnendur til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hag- stjórnarverkefni Seðlabankans sé orðið skör lægra sett en hæfileikinn til svipuþunga í laganna túlkun og framkvæmd við framfylgd hafta og hamla sem sett hafa verið á landsins þegna. Valið á yfirstjórnanda Seðla- bankans eigi þess vegna að njóta for- ystu og reynslu lögreglunnar í formi hennar fremsta manns, lögreglustjór- ans í Reykjavík. Þau sem valist hafa til þess að velja næsta seðlabankastjóra eru sem sagt eins og lög gera ráð fyrir þrjú. For- maðurinn er hinn löglærði lögreglu- stjóri í Reykjavík. Hinir eru vissu- lega líka afbragðsfólk, lögfræðingur, reynslurík frú af búsetu í Sviss, þar sem menn kunna vel á peninga, og svo fyrrverandi prófessor með fínan aka- demískan bakgrunn og nýfengna dýr- mæta reynslu af búskap í dvalarlandi sínu Danmörku. Allt er þetta prýðisfólk, en vilji menn telja hlutverk Seðlabankans annað en laga- stúss er rökhalli á nefnd- arskipuninni, nema ef vera skyldi að þetta sé allt í gríni eða til þess að gantast við okkur og draga okkur bless- aða þjóðfélagsþegnana á asnaeyr unum og draga dár að okkur, svona í stíl við að segja okkur að borga 200 milljónir fyrir að flytja stofnun milli landsfjórð- unga í óþökk allra eða bíða eftir ein- hverjum Íslandspassa árum saman, gleyma að koma rafmagni til Akur- eyrar en láta forsetann samtímis telja þýðverskum trú um að við getum selt þeim gnægð orku líklega þó minna en 1 prósent af þörf þeirra, ef að er gáð. Það getur vel verið að fjármálaráð- herra telji sér nauðsyn að standa sig í skopkeppni hinna stjórnvitringanna í hinum ýmsu stýri stöðum. Mér finnst gaman að gríni og kannske ekki síst þess konar sem jaðrar við hið abs- úrda, en ég mundi geyma það í annað en þetta. Hér er á ferðinni að velja mann í vandasamasta og áhrifamesta embætti á sviði hagstjórnar á Íslandi. Meirihluti valnefndar hefur ekki menntun né bakgrunn í hagfræði- legum efnum en býr yfir sérkunn- áttu á allt öðru sviði og málefnum. Ég er ekki viss um að svona grín sé landi okkar hollt hvorki til innlends né útlends brúks, þótt sumir kunni að skella upp úr. Allt í gríni: Seðlabanka- stjóri eins og allt hitt SEÐLABANKI Kjartan Jóhanns- son fv. ráðherra og sendiherra ➜ Ég er ekki viss um að svona grín sé landi okkar hollt. ➜ Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt for- dæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallar- réttindum okkar stofnað í hættu. NÁTTÚRUVERND Stefán Þórsson landfræðingur Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000 Klettagarðar 6, stórt atvinnuhúsnæði Reitir fasteignafélag bjóða til leigu 2.819 m2 atvinnuhúsnæði fyrir umfangsmikla starfsemi. Aðkoma að húsinu er eins og best verður á kosið, bæði fyrir gesti og atvinnutæki. Um er að ræða rúmgóðan sal með þremur innkeyrsluhurðum, minni sal með innkeyrsluhurð, fallegt skrifstofurými á efri hæð, eldhús, snyrtingu og sturtuaðstöðu. Fiskislóð 10, skrifstofuhúsnæði Reitir bjóða til leigu vandað 585 m2 skrifstofuhúsnæði á annarri hæð á vinsælum stað, steinsnar frá miðbænum. Rýmið skiptist í opið rými, fundarherbergi, nokkrar lokaðar skrifstofur og rúmgóða starfsmannaaðstöðu. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson sölustjóri í 840 2100 eða halldor@reitir.is. Reitir eru stærsta fasteignafélag lands- ins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Við leigjum út yfir 130 eignir af öllum stærðum og gerðum um allt land.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.