Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|
Bókasafnið var svo opnað með
pompi og prakt á meðan við vorum í
Perú og tókst að kaupa þúsund bækur
fyrir afmælisféð ásamt því að veita
styrk til tölvukaupa fyrir börnin.“
STELPUR MEÐ BLEIKAN SMEKK
Ferðalangarnir frá Íslandi tóku með
sér níu myndarlegar ferðatöskur sem
innihéldu fatnað og skóladót fyrir
perúsku skólabörnin.
„Ég hef alltaf haft yndi af því að
hekla og vissi að konur í Grensás-
sókn prjónuðu sokka fyrir skólann í
Chosecani. Því datt mér í hug að hekla
húfur handa börnunum og stefndi að
150 húfum þremur mánuðum fyrir
brottför. Eftir að hafa setið við hann-
yrðir í öllum mínum frístundum stóð
ég svo uppi með 145 húfur úr garni frá
vinum og ættingjum og þótti gott að
geta gefið börnunum skjólgóðar húfur
því á kvöldin og um nætur verður
gríðarlega kalt í Andesfjöllunum,“
segir Ásgerður.
Börnin tóku íslenskum velgjörðar-
mönnum sínum vel og voru ánægð
með skóladótið og húfurnar.
„Þegar krakkarnir fengu að velja sér
húfu að eigin vali kom berlega í ljós að
smekkur stúlkna er sá sami hvar sem
þær búa í heiminum því allar vildu
indíánastelpurnar í Andesfjöllunum
bleikar og fjólubláar húfur,“ segir Ás-
gerður hlæjandi.
Hún segir börnin hafa verið hrein
og vel til höfð í skólabúningum sem
sumir voru slitnir og margir alltof litlir
eða stórir.
„Ég bjó um tíma í Malaví í Afríku
þar sem ég sá meiri eymd og fátækt
en í Perú. Hins vegar er eins og tvær
þjóðir búi í Perú og gífurleg fátækt
í fjöllunum. Því vantar þar margt og
ekki vanþörf á að leggja snauðum
Perúbúum lið.“
BÖRNIN BRÆDDU HJÖRTUN
Ásgerður ferðaðist víða um Norður-
og Suður-Perú, meðal annars til gömlu
heimaborgar Sigrúnar Klöru sem
sýndi þeim háskólann sem hún starf-
aði við.
„Ferðin var ævintýri frá upphafi til
enda og mig langar aftur til Perú sem
er ekki bara Machu Picchu og Inka-
stígurinn. Þar er að finna stórmerkileg
söfn og fornminjar sem hljóta að vera
gósenland fornleifafræðinga. Nátt-
úra Perú er ægifögur, fólkið kemur
við hjartað á manni og börnin bræða
mann. Ég vil því láta enn frekar gott
af mér leiða,“ segir Ásgerður, sem er
gengin til liðs við Vini Perú.
„Það sem stendur upp úr er stór-
fengleg fegurð og orka Machu Picchu
en líka móttökurnar í Andesfjöllunum
þar sem börnin í Chosecani höfðu
skipulagt tveggja tíma dagskrá með
ljóðum, söng og dansi. Það þótti okkur
afar vænt um. Það var líka einstök
upplifun að koma til Titicaca-eyja sem
eru búnar til úr sefi og dúa eins og
vatnsrúm þegar maður stígur á land.
Þar hefur fólk búið á fjörutíu sefgras-
eyjum um aldir.“
■ thordis@365.is
HÚFUR Í CHOSECANI Ásgerður og Sigrún Klara með húfuprýddum börnum í barnaskólanum í Chosecani. MYND/ÚR EINKASAFNI
TÖFRAR PERÚ
Á efri myndinni er lítil
hnáta í hefðbundnum
fatnaði fjallabúa sem
einkennist af mjög
litríkum fötum.
Á neðri myndinni er
gömul kona að selja
salat á markaði.
MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
▲
Ármúla 18, 108 Reykjavik
Opið mán – fös 9-18
sími 511 3388
LAGERSALA
40-70% afsláttur af garni
og hannyrðavöru.
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Verið velkomin í heimsókn!
Opið virka daga kl.10-18
30%
Í ÖLLUM STÆRÐUM
SÓFAR
Verð áður 333.900 kr.
frá 233.730 kr.
Dallas
AFSLÁTTUR
af öllum sófum / sófasettum
*Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Basel
Verð áður 284.900 kr.
frá 199.430 kr.Verð áður 181.00 kr.
frá 127.330 kr.
Tungusófar 2+tunga
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 180.530kr. verð áður 257.900
frá 233.730kr. verð áður 333.900
frá 260.330kr. verð áður 371.900
Verðdæmi:
Torino
3ja sæta
Sófasett 3+1+1
frá 144.130kr. verð áður 205.900
frá 300.230kr. verð áður 528.066
Verðdæmi:
Texas
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
FERÐIR