Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 09.07.2014, Qupperneq 30
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 22 Tobba Marinós auglýsti mikið eft ir pennavinum í Barna- DV og bað stráka um að vera ófeimna við að skrifa sér. ➜ ➜ ➜ ➜ HÖLL MINNINGANNA FRÁ TOBBU TIL TOBBU Sjónvarpsmaður- inn Björn Bragi Arnarson aug- lýsti eftir körfu- boltamyndum og lyklakippum í Barna-DV. Björn Bragi sigraði með liði Fylkis í Trölla-Tópasmóti Fylkis árið 1993. Með honum í liði var rapparinn og leik- stjórinn Ágúst Bent. Ágúst Bent fermdist í Árbæjar- kirkju árið 1997 og kom presturinn að honum að rappa Wu- Tang-texta í predikunar- stólnum. Steindi jr., góðvinur og samstarfsfélagi Ágústs Bents, er þekktur fyrir sína hnyttnu rapptexta. Steindi eign- aðist nýverið sitt fyrsta barn með sinni heittelskuðu, Sigrúnu Sigurðardóttur, en Tobba eignaðist einmitt sitt fyrsta barn á sunnudagskvöldið með kærasta sínum, Karli Sigurðssyni. Stjörnurnar dást að Dior Margar af frægustu konum heims mættu á tískusýningu Christian Dior á hátískuvikunni í París sem nú stendur yfi r. Þær voru að sjálfsögðu allar í fallegum fl íkum frá tískurisanum sjálfum. HEITASTA PARIÐ Í BÆNUM Stjörnuparið Sean Penn og Charlize Theron lét sig ekki vanta. ALLTAF SMART Leikkonan Jennifer Lawrence var smekk lega klædd að vanda. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM Leik konan Emma Watson er orðin mikið tískutákn. MADEMOISELLE Franska leikkonan Marion Cotillard ljómaði á tískusýningunni. SVART- HVÍTA HETJAN MÍN Tískuspekúl- antinn Olivia Palermo var í skemmtilegu svörtu og hvítu dressi. utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND tjaldaðu ekki til einnar nætur High Peak Como 37.990 / 44.990 KR. 4 og 6 manna traust fjölskyldutjald High Peak ancona 59.990 KR. 5 manna þægilegt fjölskyldutjald Frábært úrval af tjöldum í glæsibæ High Peak cave 26.990 KR. 2 manna þægilegt göngutjald The north face talus 3 64.990 KR. 3 manna létt og rúmgott göngutjald Á R N A S Y N IR Vegan-súkkulaðimjólk – um 2 glös 4 bollar köld kókosmjólk 2 msk. agavesíróp eða hlynsíróp 2 msk. kókossykur 2 msk. bráðið vegan-súkkulaði 1 msk. kakó 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. kanill ½ tsk. salt Blandið öllum hráefnum vel saman í blandara í um þrjár mínútur. Setjið í glös og berið strax fram. Fengið af síðunni http://www.strictlydelicious.com/ - lkg Vegan og gómsætt NAMMI NAMM Mjólkin er gómsæt. Kubbkeppni fer fram á Vitatorgi í dag. Einn skipuleggjenda keppn- innar er grafíski hönnuðurinn Krista Hall, en hún ásamt vinkonu sinni og vöruhönnuðinum Guð- rúnu Harðardóttir er með Vitatorg í fóstri í sumar. „Þetta er fyrsti við- burðurinn,“ segir Krista en Vitatorg er hluti af verkefninu Torg í bið- stöðu á vegum Reykjavíkurborgar þar sem nokkur svæði í miðborg- inni verða gædd lífi í júlí og ágúst. Krista og Guðrún segja að kubb- keppnin sé aðeins fyrsti viðburður- inn af mörgum. „Þetta verður megaskemmtileg keppni. Það verður keppt á tveimur kubbvöllum í útsláttarkeppni í anda HM,“ útskýrir hún. „Svo verða veg- leg verðlaun í boði fyrir sigurliðið,“ segir Krista og hlær. „Kubbur er náttúrulega mjög vax- andi sport hér á landi. Við vinirnir erum gríðarlega miklir kubbáhuga- menn og tökum reglulega kubbmót á Klambra túni. Nú viljum við færa út kvíarnar.“ Í hverju liði eru tveir til fjórir. Lið skrái sig til leiks á vitatorg2014@ gmail.com fyrir kl. 15.00 á keppnis- dag. Þátttökugjald er ekkert. - ósk Kubbkeppni í anda HM Efnt verður til kubbkeppni á Vitatorgi í dag. Keppt verður á tveimur völlum í útsláttarkeppni í anda HM. KUBBÁHUGAMANNESKJA Krista Hall er einn skipuleggjenda keppninnar, en hún er mikil áhugamanneskja um kubb. MYND/ÚR EINKASAFNI LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.