Fréttablaðið - 09.07.2014, Qupperneq 33
„Það er verið að leita rauð hærðum
Spánverjum með alskegg, sem
líkjast mér, það er allavega búið
að finna fimm Spánverja sem
henta í myndbandið,“ segir tón-
listarmaðurinn Davíð Berndsen,
en hann mun taka upp nýtt tón-
listarmyndband í Barcelona síðar
í mánuðinum. Myndbandið er við
lagið Two Lovers Team og er því
leikstýrt af hinum spænska Pablo
Larcuen. „Hann er þekktur á Spáni
en við kynntumst á kvikmyndahá-
tíð í Los Angeles, þá vann hann til
verðlauna á hátíðinni fyrir stutt-
mynd sem hann var að gera,“
segir Berndsen. Honum var boðið
á áðurnefnda kvikmyndahátíð eftir
að tónlistarmyndbandið við lagið
Supertime kom út.
Nýja myndbandið er ádeilu-
myndband á tónlistarheiminn.
„Myndbandið fjallar um að það
verði hægt að halda marga tónleika
á sama tíma og því gott að hafa
okkur frekar líka,“ segir Bernd-
sen og hlær.
Þá kemur hann einnig fram
á tónleikum í Barcelona á sama
tíma. „Við erum að fara að spila á
rosalega flottum stað sem heitir
Razmatazz, það eru meira að segja
plötusnúðar inni á klósettunum,“
bætir Berndsen við.
Hann hefur búið í Berlín undan-
farna mánuði en er á leið heim í
nám. „Ég er að fara í leiðsögunám
í Háskóla Íslands eftir að hafa
verið í skóla lífsins síðastliðin níu
ár. Þjóðverjarnir vita svo mikið um
Ísland að ég var farinn að skamm-
ast mín og ákvað að kýla á leið-
sögunámið til að fræðast aðeins
um land og þjóð,“ segir Berndsen
léttur í lundu, og bætir við; „Maður
vill geta bent barninu sínu á ein-
hver kennimerki á Íslandi þegar
maður er á leið um landið.“ - glp
Myndbandið fjallar
um að það verði hægt að
halda marga tónleika á
sama tíma og því gott að
hafa okkur frekar líka.
Leitar að rauðhærðum, spænskum tvífara
Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen heldur tónleika í Barcelona og nýtir ferðina til að taka upp myndband.
TVÍFARAR Hér sést einn af þeim
Spánverjum sem hafa verið valdir til
þess að leika í myndbandinu með Davíð
Berndsen. MYND/ÚR EINKASAFNI
Leikkonan Melanie Griffith og
leikarinn Antonio Banderas
skildu fyrr á þessu ári. Nú er
Melanie komin vel á veg með að
fjarlægja húðflúr með nafni hans
sem prýddi upphandlegg hennar.
Á mánudag sást hún með
umbúðir um handlegginn þar sem
húðflúrið var en nokkur skipti
tekur að fjarlægja húðflúr.
Melanie og Antonio giftu sig í
maí árið 1996 og eiga saman
dótturina Stellu, sautján ára.
Parið sendi frá sér fréttatil-
kynningu í júní og staðfesti orð-
róm um að þau væru að skilja.
Viku eftir það sást Melanie á
viðburði með húðflúrið. - lkg
Burt með fl úrið
GLITTIR Í NAFNIÐ Hér sést Melanie
með flúrið. NORDICPHOTOS/GETTY
Stjörnubarnið Kelly Osbourne
deildi mynd af sér á Instagram
í gær þar sem hún sést í sleik
við nýja kærastann sinn, bresku
karlfyrirsætuna Ricki Hall.
Mikið hefur verið rætt um hjú-
skaparstöðu Kelly undan farið
og vildi tímaritið Us Weekly til
að mynda meina að hún væri
byrjuð með stjúpsyni tónlistar-
mannsins Puff Daddy, Quincy
Combs, fyrir stuttu. Þá benti
blaðið á að hún og fyrrnefndur
Ricki væru einnig mjög náin.
Sex mánuðir eru síðan Kelly
sleit trúlofun sinni við Matthew
Mosshart. - lkg
Komin með
nýjan kærasta
ÁSTFANGIN Kelly fann ástina í örmum
Rickis Hall. NORDICPHOTOS/GETTY
MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 2014 | LÍFIÐ | 25
fiykkvabæjar
forso›nar grillkartöflur
e›a kartöflusalat
me› hrásalati.
Einfalt og gott!
FUNHEITAR E‹A SVALAR
ar
gu
s
–
05
-0
30
2