Fréttablaðið - 09.07.2014, Qupperneq 38
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30
„Þetta var eitthvað sem ég vissi
ekki að ég byggi yfir,“ segir
Filippus Gunnar Árnason, sem
ákvað að láta gamlan draum
rætast og gefa út barnabækur.
Þær fjalla um hinn fimm ára
Kalla kalda sem býr í stóru húsi í
Reykjavík og lendir þar í ýmsum
ævintýrum. Sögurnar um Kalla
kalda hafa fylgt Filippusi frá því
í barnæsku.
„Pabbi sagði okkur systur
minni sögur af Kalla þegar við
vorum lítil. Ég mundi sögurnar
ekki vel en karakterinn var alveg
fastur í höfðinu á mér. Ég sett-
ist niður og skrifaði fyrstu sög-
una og svo komu bækur númer
tvö og þrjú,“ segir Filippus, sem
skráði sig á námskeið í endur-
menntunardeild Háskóla Íslands
og þá varð ekki aftur snúið.
Filippus hefur unnið í bygginga-
geiranum í áratugi, allt annað en
börnin hans sem öll lögðu fyrir sig
listina; Nína Dögg fór í leiklist og
Árni í kvikmyndagerð en tónlistar-
maðurinn Sigurjón Brink heitinn
var einnig stjúpsonur Filippus-
ar og ólst hann upp á heimilinu.
„Ég var aðeins 18 ára þegar
Nína fæddist svo það æxlað-
ist bara þannig að maður fór út
á vinnumarkaðinn. Þar hefur
maður verið síðan. Það væri auð-
vitað draumur að skipta úr bygg-
ingabransanum og yfir í bækurnar
en ég held að maður verði að vera
raunsær í þessu. En ég er, líkt og
nánast allir sem eru eitthvað að
pára, með hálfa glæpasögu ofan í
skúffu. Hvort hún verður einhvern
tíma að veruleika veit ég ekki.“ - ka
BÍÓMYNDIN
Þetta var eitthvað
sem ég vissi ekki að ég
byggi yfir.
The English Patient. Þetta er
tímalaus snilld sem snertir
sammannlegan streng okkar allra.
Ef þú fílar ekki þessa mynd þá átt
þú við vandamál að stríða.
Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari.
„Við Eyþór elduðum fyrir hann allan daginn –
sáum alveg um hann frá morgni til kvölds,“ segir
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló,
en hún sá um að elda ofan í Neil Young ásamt
Eyþóri Rúnarssyni, yfirkokki á Gló, á meðan á dvöl
hans stóð á Íslandi. Neil Young er grænmetisæta.
„Hann byrjaði daginn á grænum djús og hollum
morgunmat, við gáfum honum meðal annars chia-
graut og hörfræolíu sem hann var að fíla,“ segir
Solla og bætir við að hann hafi verið í mat hjá
þeim frá föstudegi til þriðjudags. „Við gáfum
honum mismunandi grænmetis- og raw-rétti –
bara það sem við erum með á matseðlinum hérna
á Gló. Hann elskaði þetta allt!“ segir Solla, létt í
bragði.
„Í morgun kom hann og kvaddi okkur og þakk-
aði fyrir sig. Aðstoðarmaðurinn hans sagði að það
eina sem þeir gætu fundið að væri að nú hefði
standardinn farið svo langt upp úr öllu valdi hvað
bragð og gæði varðaði að erfitt væri að fylgja
þessu eftir,“ segir hún og hlær. Eyþór sá einnig
um að elda kjöt og fisk ofan í hljómsveitina Crazy
Horse sem fylgdi söngvaranum og vakti gríðar-
lega lukku.
„Þeir höfðu ekki búist við þessu á Íslandi af
öllum stöðum!“ - ósk
Neil Young yfi r sig hrifi nn af Sollu
Neil Young sem hélt tónleika hér á landi á mánudagskvöld er grænmetisæta.
Söngvarinn heimsfrægi var mjög hrifi nn af eldamennsku Sollu á Gló.
SOLLA, EYÞÓR OG NEIL YOUNG Neil Young er
grænmetisæta og umhverfissinni.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Úr byggingageiranum í bókaskrif
Filippus Gunnar Árnason ákvað að gefa út bækur byggðar á sögum sem faðir
hans sagði honum í æsku. Bókarskrifi n eru töluvert frábrugðin lífsstarfi nu.
MEÐ GLÆPASÖGU Í SKÚFFUNNI Filippus hefur starfað í byggingageiranum í
marga áratugi. Hann segir að hálf glæpasaga hvíli í skrifborðskúffunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri
lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver
gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera
það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður
Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frum-
sýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október.
„Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og
var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en
hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og fram-
leiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem
er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa
þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir
leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár
áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sig-
urður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér
mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara
óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að
finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“
segir leikstjórinn.
„Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að
henda henni í venjulega dreifingu og svo er salur-
inn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“
segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri
sýningar og hafa þær sérstakar.
Með aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Krist-
bergsdóttir en allir sem koma að kvik-
myndinni vinna kauplaust og eru
langflestir á aldur við leikstjórann.
Sigurður hefur unnið sleitulaust
að myndinni en hann segir hana
aldrei geta orðið fullkomna. „Nú
hef ég séð hana alltof oft en mér
finnst hún enn þá geðveik,“ segir
ungi leikstjórinn. „En maður er
einhvern veginn aldrei fullkom-
lega ánægður með listina, maður
þarf bara að sleppa henni frá sér
þótt maður gæti gert svona þúsund
hluti betur.“ baldvin@frettabladid.is
STELPA HÝSIR ÞRJÁ
RÆNINGJA Á FLÓTTA
Sigurður Anton Friðþjófsson frumsýnir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd,
Ísabellu, í október en ásamt því að skrifa handritið leikstýrir hann myndinni.
FER ÓHEFÐBUNDNAR LEIÐIR Sigurður Anton er
ungur og upprennandi leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nú
hef ég séð
hana alltof
oft en mér
finnst hún
enn þá
geðveik.
SANNFÆRANDI
Bergþóra
Kristbergsdóttir
fer með aðal-
hlutverkið.