Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 6
Minkahundurinn Boris er lamaöur að aftan. Hann fær nálastungumeðferð og getur gengið eftir að fimm nálar voru dregnar út. Þessi 5 þúsund ára kínverska lækningar- aðferð læknar bæði dýr og menn. Hér er um farartæki að ræða og ekki er svo gott að giska á hvað maðurinn er að aðhafast, þegar búið er að fjarlægja farartækið úr myndinni. Sjáið t.d. nr. 3. Já, hvað er hann að gera? njja>i!Hai ■*M<ÍS '61- 'IJQ Jn>(3 ‘6 'I9ÍM0!3J jn6.4S '8 '!I9!MI?a 9 jn>(3 L uinine>|s 9 Jaj '9 „9iaeJíS“ 1 jnpuais 'S '!IS3M jn9!tí V epaisqoq Jn>i3 e uine.nis 9 joj z 'iBuiu^jJiuia jæu ' I- „ eja6 ge uueq ja 9BAM“ ? “ að varð að bera Boris inn og lyfta honum upp á borð dýralæknisins. Aftur- hluti hundsins var lamaður — það er algeng sýki hjá minkahundum. Kannski hundurinn hafi sjálfur vonað, að hann yrði læknaður. Boris sýndi a. m. k. engin ummerki um óróleika. Hann reyndi hvorki að bíta né gelta þegar dýralæknirinn stakk fimm beittum nálum í hrygg og loppur og hreyfði nálarnar varlega í tíu mínútur. Boris stóð á öllum fótunum þegar nálarnar voru teknar úr loppunum. Hann tók fáein skref — og gat gengið. Boris er einn af þeim mörgu hundum í Kaliforniu, sem hafa verið læknaðir með hinni fornu kínversku nálastunguaðgerð — akapúnktur Þessi aðferð hefur breiðst út í vestrænum löndum og verið viðurkennd sem lækning á margvíslegum sjúkleikum, sem mannkynið hrjá En menn hafa ekki byrjað fyrr en nú að lækna dýr á slíkan hátt. þó aö Kínverjar hafi gert það í 5 þúsund ár. Kínverjar nota nálastungumeðferð við kýr, grísi, hunda, hesta og jafnvel hænspi. Dick Davis, fasteignasali, og kona hans óku 400 km leið til að Boris kæmist til nálastungulæknisins, dr. Richard Glassberg í San Fernando-dal. Þetta var í fimmta skiptið sem þau lögðu upp í svo langa ferð með hundinn. — Það borgaði sig, segir frú Davis. — Það er unaðslegt að horfa á Boris hlaupa um garðinn, þegar hann vældi aumkunarlega aður fyrr. Eftir fyrri meðferðir var hundurinn hress í um það bil mánuð, en lamaðist svo aftur. Hundurinn er því ekki heilbrigður með öllu, en hann getur lifað sínu hundalífi hress aö sjá. Þannig getur nálastunguaðferðin hjálpað morgum, án þess þó að sjúkdómurinn læknist að fullu. — Nálastunguaðferðin er ósköþ svipuð á dýrum og mönnum, segir dr. Glassberg. — En það er munur á mönnum og dýrum. Það er ekki unnt að segja dýrum hvað á að gera við þau Því halda sumir að um eins konar dáleiðslu sé að ræöa — sjúklingurinn trúi á lækninguna. — Það getur enginn haldið því fram, að hér sé aðeins um sálræna lækningu að ræða, þegar hún hrífur einnig á dýr. Nálastunguaðferðin er læknandi, þó að ekki se unnt að útskýra hana vísindalega. Hundurlæknaður með nálastungu- aðferðinni HVAÐ ER HANN AÐ GERA QNINGVU Minkahundar þurfa þó ekki alltaf að fá nál í hrygginn. Yfirleitt nægja loppurnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.