Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 4
Hvernig er að eiga vangefið bam? Bjarki er 6 ára gamall drengur, sem fæddur er með Dawn Syndorm, í almennu tali kallaður mongoliti. Hann er sonur hjónanna Ingu Drafnar Armannsdóttur og Ingvars Björgvinssonar. - Þetta viðtal var tekið af ritnefnd JC-Frétta, sem er fréttabréf JC-íslands og hafa Fréttir fengið leyfi ristjórnarinnar til birtingar á því. Rætt er við Ingu Dröfn um reynslu þeirra hjóna af uppcldi sonarins, Bjarka. Hver voru fyrstu viðbrögð þín, þegar þú vissir að barnið þitt var vangefið? Fyrstu viðbrögð voru vafa- laust sorg, því við syrgðum þann son, sem við höfðum vonast til að eignast. Sárasta stundin var, þegar ég gerði mér grein fyrir því, að hann væri eins og piltur einn, sem ég mundi eftir í æsku og alltaf var uppnefndur aum- ingi. Nú, undrun var líka fyrstu viðbrögðin. Ég skildi ekki að þetta skyldi henda okkur, og leitaði eftir skýringum, bæði líf- fræðilegum og hvað á ég að segja, andlegum. Ég vildi fá svar frá Guði, hvað hann meinti með þessu. Fékkstu nægjanlegar upplýs- ingar hjá hjúkrunarfólki, þegar vitaö var að barn þitt var van- gefið? - Verri en engar. Við vissurr strax að eitthvað væri að, er læknirinn, sem þá var hér og tók á móti barninu, fannst ekki á- stæða til að við foreldrarnir viss- um hvað væri að. Þær upplýs- ingarfékkégeftiröðrum leiðum. En það er læknirinn einn, sem segja má frá þessu, ekki Ijós- mæður og hjúkrunarfólk. Hver urðu viðbrögð aðstand- enda og vina? - Þau voru ekki ósvipuð við- brögðum okkar. Að auki bættist við umhyggja fyrir okkur og kvíði fyrir, hvernig við tækjum þessu. En fólks almennt? - Hjá fólki ber almennt mest á meðaumkun, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Maður finnur vel- vilja fólks og löngun þess til að gera eitthvað fyrir mann, en það er feimið og illa upplýst og það veit ekki hvernig það á að vera, eða bregðast við. Oft fundum við létti hjá fólki, þegar við tókum af skarið og töluðum eðlilega um að Bjarki væri vangefinn. En hvernig er að búa með vangefið barn i Vestmannaeyj- um. Er nægilega aðstoð að fá hér? - Það var fyrst s.l. sumar, að langþráður þroskaþjálfi kom til starfa hér á barnaheimilinu. Þá strax fundum við mikla framför hjá Bjarka, en okkur sárnar jafn- framt að þjálfun skuli ekki hafa hafist fyrr. Talkennsla er engin. Sjúkra- þjálfun hefur hann ekki fengið. Þannig, að því sem að þjálfun snýr, er ekki mikið að hrópa húrra fyrir. Hinsvegar er mann- lega hliðin miklu jákvæðari. Hér elst hann upp viðeðlilegtsamfé- lag barna og fullorðinna. Börnunum, sem eru með hon- um á barnaheimilinu, þykirsjálf- sagt að hafa hann með og ég held að þau séu jafnvel upp- lýstari um fötlun en ég var, þegar ég eignaðist Bjarka. Hefur aldrei hvarfiað að ykkur að senda Bjarka á hæli fyrir vangefin börn? - Aldrei! Hvers vegna ekki? Við sópum ekki óþægilegu barni burt, eins og rusli. Ef van- gefið barn þarf að vera á sólar- hringsstofnun á það að vera algjör neyð og er það ábyggi- lega. En mér sárnar þó alltaf þessi spurning, því hún eins og felur í sér, að það væri það eina rétta. Það hefur reyndar verið sagt við okkur og oftar en einu sinni. Það er eftirtektarvert, að gam- alt fólk er miklu eðlilegra í við- horfum til vangefinna en mið- aldra fólk. Það held ég sé vegna sveitarsamfélagsins sem var. Sjálfsagt þótti að allir hefðu eitthvert verk að vinna, fatlaðir ekki síður en aðrir, eftir því sem geta þeirra leyfði. Þegar farið er að flokka fólk sundur og loka inni á hælum, og jafnvel kornabörn, þar sem lífið leið í algjöru tilbreytinga- og tilgangsleysi, varstórtskref stig- ið aftur á bak, að mínu mati. Skammtímastofnunum er ég hrifnari af, þar sem börn og unglingar geta farið um stund- arsakir, bæði til hvíldar heimil- inum og til þess að gefa þeim kost á að vaxa eðlilega frá for- eldrunum og systkinum, sem vangefin börn eru háðari en þau sem eðlileg eru. Nú þurfa vangefin börn á mun meiri umönnun og hjálp að halda en eðlileg börn. - Hvað gerir þjóðféiagið til hjálpar? Gerir það eitthvað? Nú er ég kannski ósanngjörn, en mest og best hafa unnið að þessum mál- um styrktar- og foreldrafélög. Án þeirra hefði löggjafinn lítið gert ennþá, enda munur áhátt- virtum kjósanda og aumingja upp á annan kominn. Það gagn- ar lika lítið að setja falleg lög, eins og nú er búið að gera, ef þeim er ekki framfylgt vegna peningaskorts. Ég get ekki séð að þjóðfélagið hafi efni á að halda listahátíðir með stórhalla, greiða listamannalaun og greiða t.d. 2% af byggingakostnaði op- inberra bygginga til skreytinga, á meðan þaö hefur ekki efni á að greiða þroskaþjálfum og tal- kennurum til þess að vangefnir fái lágmarksþjálfun. Það verður að setja fé til þessara mála allra, því það er þjóðfélaginu margfalt dýrara að halda fólkinu iðjulausu á hælum en að veita þeim nauðsynlega starfsþjálfun. Sú þjálfun gerði mörgum kleift að sjá fyrir sér án mikillar hjálpar. Á Spáni tóku þeir 60% af öllum skatti af spilum og happ- drætti til nota í málefni van- gefinna, og gerðu stórátak í þeim málum. Svipað ætti að gera hér. Taka til dæmis skemmtana- skattinn allan í nokkur ár. Þjóðfélagið greiðir okkur harla lítið fyrir að hafa Bjarka heima. Það er rétt fyrir barnaheimilis- gjaldi. Ef hann væri til dæmis á Kópavogshæli, greiddi ríkið með honum talsverða upphæð á mánuði. Það segir kannski meira en mörg orð. Nú eigið þið fleiri börn. Hverj- ir eru helstu erfiðleikar? - Helstu erfiðleikarnir eru fólgnir í því að láta heilbrigðu systkinin ekki gjalda fyrir það, hversu tímafrek umönnun Bjarka er. Þau eru líka börn, sem þurfa sinn tíma og athygli frá pabba og mömmu. Okkur hættir alltof oft til að gleyma því, m.a. vegna þess að systkinin þroskast eins og aðrir í samveru við fatlaða og þau taka það sem sjálfsagðan hlut að taka tillit til bróður síns. Hvað tekur við þegar Bjarki er orðinn of gamall til að vera á dagheimili? - Þá erum við svo heppin að hafa vel menntaðan sérkennara hér í Barnaskólanum, sem mun kenna honum eftir hans getu. Það mun verða eftir svona 2 ár. Ég vona bara að það muni ganga vel. Veitir skólinn nægilega fræðsiu um málefni þroskaheftra? - Það er ekki hægt að segja annað en já um skólana í Vest- mannaeyjum í dag. JCV er nú með samkeppni í gangi í Barna- skólanum um málefni fatlaðra og hafa verið flutt þar 11 erindi um þau mál. Eitthvert námsefni er nú komið frá fræðsluráði úm þessi mál, en líklega fer þetta mest eftir viðhorfum skólastjóra og kennara. Hér í Eyjum eru þessir aðilar mjög jákvæðir. . Annarsstaðar þekki ég ekki til, en það veit ég, að skólinn bjó mig undir að geta reiknað út vexti af víxlum og verðbréfum. Skólinn upplýsti mig um sögu og menningu þjóð- ar okkar og hverjar væru helstu útflutningsvörur Ástralíu, en ekkert undir það, sem átti eftir að skipta mestu máli í lífi mínu, þ.e. að eiga fatlað barn. Er eitfhvert samstarf á milli foreldra vangefinna barna? - Já, mikið, sem betur fer. Og ekki bara vangefinna, heldur fatlaðra almennt. Hvort sem barn er vangefið, blint eða hreyfihamlað.eigum við foreldr- arnir mjög svipaða reynslu og höfum við lík vandamál að glíma. Hefur það verið rannsakað, hvað mongólitar geti náð mikl- um þroska? - Allir sérfræðingar, sem við höfum talað við, hafa forðast að gefa nokkrar yfirlýsingar um það. Kannske eru þeir hræddir við að gefa of miklar vonir, en ég held að hér á íslandi sé enginn uppkominn mongóliti, sem hef- ur fengið markvissa kennslu og þjálfun, frá fæðingu. Hverjar eru framtiðarhorfur fyrir Bjarka, eins og málum er háttað í dag? Þvíererfitt um aðspá. Ég vona þó, að sú vakning sem er að verða á þörf um skilning á þess- um málum, leiði til þess að hann fái svipaða möguleika og hin börnin mín. Ég vona að Bjarki geti stundaö skóla heiman frá sér, þar sem lögð verði áhersla á að veita honum þá menntun og starfs- þjálfun, sem hann þarf á að halda til að undirbúa hann undir lífsbaráttuna. Ég vona að í fyll- ingu tímans geti hann flutt að heiman til að búa út af fyrir sig, eða í sambýli svokölluðu, þaðan sem hann getur stundað vinnu. Ég vona að Bjarki eigi eftir að verða hamingjusamur maður i samfélagi, sem virðir hann fyrir það sem hann getur og gerir, en láti hann ekki gjalda þess að hafa fengið minna í vöggugjöf en aðrir. Að lokum. Áttu heilræði að gefa þeim, sem eru í svipaðri að- stöðu og þú, og þeim sem hugs- anlega geta lent i sömu sporum? - Besta heilræði, sem ég get gefið er að ráðleggja fólki að láta ekki sjálfsvorkunn eða vonleysi ná tökum á sér. Leita til annarra foreldra eftir uppörvun og hjálp. Þetta er erfitt, en ekki óyíir- stíganlegt, og . þessi sólskins- börn gefa okkur meira en þau taka.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.