Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 5
- Við litum við á æfingu hjá LV á mánudagskvöldið, til að forvitnast um framgang mál, enda farnir að verða spenntir. Þegar líða tekur að frumsýn- ingardegi á verki sem þessu, er ekki óeðlilegt að spenna myndist. Hér er á ferðinni nýlegt verk, sem aðeins hefur verið sett á svið einu sinni áður og hlaut þá góða dóma og mikið umtal. Hvernig tekst til hér, hjá aukavinnufólki, sem þjónar Thalíu að loknum vinnudegi og leggur á sig ómælt erfiði og fyrirhöfn til þess eins, að mega tjá sig á ýmsan hátt í margbreytilegum hlutverkum? Spjallað við Geira Scheving Litið inn á æfingu hjá LV Það reyndist auðsótt mál, þegar hringt var í leikstjórann og beðið um áhorfsleyfí. „Blessaður líttu inn, við höfum gaman af því ef einhver sýnir þessu starfi okkar áhuga. Já, já, auðvitað tekurðu ljósmyndara með. Bless- aður.“ Það er mikið að snúast hjá leikstjóranum, honum Sigurgeiri Scheving, enda í mörg horn að líta. Verkið er mjög krefjandi, bæði fyrir leikstjóra og leikara. Það er bæði viðkvæmt og uppstökkt og á sífelldum sveiflum þar á milli. Leikstjórinn sagði okkur, að það væri fyrst og fremst þeim samstillta HÚSTEIKNING TIL SÖLU: Til sölu er teikning af einnar hæðar timburhúsi, á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma 2206, eftir kl. 19.00. Hangi- rúUur Kjúklingar Kjúklinga- læri Hamborg- ^arhryggir Ávaxtalæri Hólagötu 28 hópi, sem hér legði fram krafta sína, að þakka að svo mikið væri fært í fang, sem það er að setja upp sýningu sem þessa. Hér væri verið að æfa fram yfir miðnætti frá því kl. 4 á daginn. Það væri stórkostlegt fyrir sig, sem verkstjóra á vinnustað sem þessum að frnna, hversu jákvætt allt starfíð væri, allir samtaka sem einn maður og vandamál þau, sem skytu upp kollinum, eins og gengur, væru hreinlega leyst áður en þau næðu að gera vart við sig. Oft yrði sér hugsað til Radars liðþjálfa í MARSH í Spítalalífi, þegar allt í einu birtist brosandi andlit einhvers tækni- manns, sviðsmanns, leikmynda- smiðs, eða leikara og segði:,, Heyrðu Geiri, ég er búinn að redda þessu með....“ Eins og kunnugt er er þetta leikrit eftir Orn Bjarnason og er það byggt á sannsögulegum atburði, þó að sjálfsögðu stílfærðum og greinir frál því, á hvern hátt áfengi og eiturlyf brjóta niður unglinginn, sem í upphafi ætlar sér neyslu þessara deyfilyfja til- skemmtunar og gleði- auka. Sú gleði er flestum skammvinn og blandin súru óbragði eilífra ósigra og vonsvika á glæsibrautum mann- lífsins. VEIST ÞÚ: Að á hverjum degi fæðast 11 böm á íslandi og með núverandi ástandi eru tvö þeirra dæmd til að lenda í alvarlegu áfengis- vandamáli seinna á ævinni? VEIST ÞÚ: Aðáhverjumdegieru250Islendingarámeðferðarstofnunum vegna ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa? VEIST ÞÚ: Að samtals fara 2500 íslendingar í meðferð á ári hverju vegna ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa? Skart- gripa skrín Verð kr. 90 til 289 STEINGRIMUR BENEDIKTSSON GULLSMIÐUR Vestmannabraut 22 - Sími 1922 Það er sláandi tákn, að á milli ærslanna og kátínunnar á diskóinu er aðeins hálfgagnsætt teppi yfir í ömurleika öngstrætisins, en einmitt þangað slagsar svo hluti þeirra, sem úr ljósa„sjói“ nútímans tapast inn í vonleysið. Ég ætla ekki að rekja hér þráð verksins, en af því sem fyrir augu bar, er augljóst að hér er mikið átakaverk í uppfærslu og ég veit að þótt víða í verkinu sé höfðað til hláturtauganna, þá á eftir að fara fyrir mörgum eins og mér: Leik- ritið hélt áfram að gerjast í huga mínum og vakti mig til umhugs- unar um nýjar og nýjar spurningar. En það mun vera haft eftir höfundinum, Erni Bjarnasyni, að leikritið eigi fyrst og fremst að skoðast sem þakklæti frá sér til þeirra, sem gerðu honum á sínum tíma kleift að flytja lifandi úr öngstrætum samfélagsins, en um leið vekjandi til áhorfandans um þau mörgu óyfirstíganlegu vandamál, sem íbúar öngstrætanna eiga við að búa. Og ef leiksýningin skilar því, að vekja umtal og skilning á kjörum samborgarans, ekki bara í öngstræt- unum, heldur líka hérna allt umhverfis okkur, þá er verkið hvorki skrifað né leikið til einskis. Berum við ekki flest öngstræti í hjartanu? N Kynntu þér nýjan heim gölidúka frá GAFSTAR Fjölbreytt munstur. Fleiri litir. Aukin þægindi. Breidd: 1,80 og 2 m. V______________/

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.