Fréttablaðið - 02.08.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 02.08.2014, Síða 2
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FIMM Í FRÉTTUM FÁTÆKT, FAÐMARI OG FACEBOOK-ÁSKORUN Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, mun leiða vinnuhóp nýrrar vel- ferðarvaktar sem fj alla á um sára fátækt á Íslandi. Hún segir að samkvæmt tölum Hagstofunnar búi um sex til sjö þúsund manns við sára fátækt. Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra komst enn og aft ur í fj öl- miðla í vikunni vegna lekamálsins. Nú er hún borin sökum um að hafa þrýst á Stefán Eiríksson lögreglustjóra við rann- sókn málsins og hefur verið hvött til þess að svara spurningum fj ölmiðla hreint út. Stefán Magnússon, skipuleggj- andi Eistnafl ugs, vakti athygli í vikunni þegar áskorun um að hætta að halda hátíðir komi upp kynferðisafb rot fór á fl ug á sam- félagsmiðlum. Hann hefur lýst því yfi r að slíkt verði ekki liðið á Eistnafl ugi og hefur aldrei verið kærð nauðgun eft ir hátíðina. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfj astofnunar, var ósátt við það í vikunni að stofnunin fær ekki að nýta sértekjur sínar. Nikulás Ari Hannig- an hleypur til styrktar Parkinsonsamtök- unum í Reykjavíkur- maraþoninu í ágúst. Hann safnar áheitum með því að kasta kveðju á fólk, knúsa eða gera dyraat. FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN VIKAN 27.06.➜02.08.2014 VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 00 61 0 7/ 20 14 Örfá sæti lausKrít 14. ágúst Verð frá frá 79.900 kr.* *Flug fram og til baka með flugvallasköttum. Skoðið tilboðin á www.vita.is Íslendingur sem var farþegi í flugi Primera Air frá Spáni til Íslands síðastliðinn miðvikudag lagaði bilun í vélinni þannig að ekki þurfti að seinka ferðinni hingað til lands um sólarhring. Farþeginn, sem heitir Davíð Aron Guðnason, er flugvirki að mennt og bjargaði þarna hundrað og áttatíu farþegum frá því að verja nóttinni á hóteli. Davíð var ekki nema um hálf- tíma að gera við vélina og hlaut mikið lófatak frá öðrum farþegum vélarinnar þegar þeim var tilkynnt um afrekið. Íslenskur farþegi lagaði bilun í flugvél SUNNUDAGUR Mikill viðbúnaður Lögreglan í Noregi var með mikinn viðbúnað vegna gruns um hryðjuverk á mánudeginum. Kostnaður vegna þessa hljóp á milljónum. MÁNUDAGUR Ótækt húsnæði Tveir ungir vinir á Hellissandi tóku sig til og sendu Snæfellsbæ bréf þar sem þeir biðja um betra húsnæði undir félagsmið- stöðina sína. ÞRIÐJUDAGUR Gasaátök sem útrýmingarherferð Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Pal- estína, ritaði opið bréf til Baracks Obama Bandaríkjafor- seta þar sem hann skorar á hann að stöðva blóðbaðið. Í bréfinu líkti hann árásum Ísraela við útrýmingarbúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni. MIÐVIKUDAGUR Endurskoða þarf meiðyrðalög- gjöf Skýrsla Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar leiddi í ljós að meiðyrðalöggjöf á Íslandi er nokkuð ströng í samanburði við Evrópu. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, segir kominn tíma á endurskoðun. FIMMTUDAGUR Klórklúður í Vesturbænum Barnalaugin í Vesturbæjarlaug var lokuð vegna of mikils klórmagns sem stóðst ekki kröfur Heilbrigðiseftirlitsins. FÖSTUDAGUR Ný hola í Surtsey Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fer ásamt samstarfs- mönnum í Surtsey til þess að gera rannsóknir. Hann hefur ekki rannsakað eyna áður. LAUGARDAGUR Hallalausum fjárlögum stefnt í hættu „Það er ekki útséð með það að markmið ríkisstjórnar- innar gangi eftir. Margir liðir eru á leið fram úr áætlun. “ SÍÐA 6 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfi ngarinnar græns framboðs, um fj árlög ársins 2014. PERSÓNUVERND „Búð sem er með eftirlitsmyndavél má ekki setja þetta á netið, það er ekki hennar hlutverk. Hún má bara afhenda lögreglu upptökuna,“ segir Þórður Sveins son, forstöðu maður lögfræðisviðs Persónu verndar. Stofnunin gaf í gær út tilkynn- ingu á vef sínum til að árétta reglur um opinbera birtingu mynda úr eftirlitsmyndavélum. „Það er verið að gera athuga- semd við það að þeir sem vakta setji myndirnar sjálfir á netið,“ segir Þórður. Hann segist hafa orðið var við ítrekuð dæmi um þetta í fjölmiðlum. Í flestum tilfellum er tilgang- urinn með því að birta slíkt myndefni sá að hafa uppi á ein- hverjum sem grunaður er um refsivert athæfi. Samkvæmt persónuverndarlögum má hinn almenni borgari ekki afhenda neinum þetta efni öðrum en lög- reglu, og þá þarf að eyða öðrum eintökum af efninu. Þórður bendir á að lögreglu kunni þó að vera heimilt að birta myndirnar á netinu í leit að grun- uðum samkvæmt þeim lögum sem hún starfar eftir. Persónu- vernd hefur þó ekki tekið efnis- lega afstöðu til þessa. Að sögn Þórðar hefur Pers- ónuvernd í gegnum tíðina sent þeim bréf sem birt hafa mynd- efni sjálfir, minnt á reglurnar og í að minnsta kosti einu tilfelli úrskurðað að aðili hafi brotið gegn reglum um persónuvernd. Það var árið 2011 þegar öryggis- myndband sem virtist sýna þjófnað var sett á Youtube en ekki afhent lögreglu. - bá Verslunareigendur mega ekki birta efni úr öryggismyndavélum verslananna: Lög um birtingu brotin ítrekað ÖRYGGISMYNDAVÉL Dæmi eru um að almenningur reyni sjálfur að hafa uppi á aðilum með dreifingu efnis úr öryggis- myndavélum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STJÓRNSÝSLA Stefán Eiríksson, frá- farandi lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, gerir engar athugasemdir við frásögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja á meðan lekamálið svo- kallaða var til rannsóknar hjá embætti Stefáns. Hanna Birna segist í bréfi til umboðsmanns Alþingis hafa átt fjóra fundi með Stefáni frá því að rann sóknin hófst en að enginn þeirra hafi verið boðaður til að ræða lekamálið sérstak- lega. „Ég geri engar athugasemdir við það sem kemur fram í þessu bréfi,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt hafa komið þeirri gagnrýni, sem Hanna Birna kom á framfæri við hann í þess- um samtölum, áleiðis til ríkissaksókn- ara en í bréfi Hönnu Birnu segir að hún hafi spurt lögreglustjórann um hvenær rannsókn málsins lyki og um öryggi gagna sem lögreglan fékk aðgang að vegna rannsóknarinnar. Bréf Hönnu Birnu var svar við fyrir- spurn umboðsmanns Alþingis sem ósk- aði fyrr í vikunni eftir upplýsingum um samskipti þeirra Stefáns eftir að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna „undirliggjandi hótana“ og „ítrekaðra afskipta“ Hönnu Birnu meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Hanna Birna svarar því í bréfinu að hún hafi „á engum tímapunkti reynt að hafa áhrif á rannsóknina“ og að hún hafi spurt Stefán sérstaklega hvort honum þætti á einhvern hátt „óviðeig- andi eða óþægilegt“ að hún ræddi við hann um málið. Stefán hafi svarað því að svo væri ekki og þetta undirstrikar hann í samtali við Fréttablaðið. „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra,“ segir Stefán. Í fyrirspurn umboðsmanns Alþingis er einnig óskað eftir tiltækum gögn- um um símtöl Hönnu Birnu og Stefáns á þessu tímabili. Hanna Birna segir í svari sínu að hún eigi eðli málsins sam- kvæmt oft í samskiptum við forstöðu- menn undirstofnana ráðuneytis hennar án þess að haldin sé skrá um þau sam- skipti. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að afstaða verði tekin til þess á næstu dögum hver næstu skref í málinu verða. bjarkia@frettabladid.is Stefán Eiríksson tekur undir með ráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir segist aldrei hafa boðað Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra, sérstaklega á fund til að ræða lekamálið. Stefán gerir engar athugasemdir við frásögn hennar. Umboðsmaður Alþingis tekur afstöðu til þess á næstu dögum hver næstu skref í málinu verða. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Ráðherrann segist á engum tímapunkti hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráð- herra.“ Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.