Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.08.2014, Qupperneq 4
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 10% fj ölgun hafði um miðja vikuna orðið á fj ölda félaga í Íslandi- Palestínu. 350% aukning hefur orðið á komum skemmtiferða - skipa til Ísafjarðar á síðustu fimm árum. mínútur liðu áður en tókst að koma símkerfi Landspítal- ans aftur í gang á miðvikudagsmorgun- inn var. Neyðarsímar og innanhússlínur biluðu þó ekki. Ekki var hægt að hringja í spítalann frá 10.01 til 11.33. 298.700 króna verðmunur er á dýrari og ódýrari pakka sem karlkyns hjólreiðamanni býðst til að græja sig upp að fullu hjá hjólreiðaversluninni Erninum. 92706selir sáust í sela- talningunni miklu sem haldin var á vegum Selaseturs Íslands 27. júlí. 6 ára hámarks-refsing liggur við því hér á landi að smána erlent ríki. Hér er refsirammi við slíkum brotum mun þyngri en í öðrum ríkjum Evrópu. íslenskir skákstjórar héldu í vikulokin til Tromsö í Noregi til að vera á Ólympíuskák- mótinu sem þar fer fram.5 VIÐSKIPTI Virði skráðra félaga á Aðalmarkaði og First North- markaði Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland) var í nýliðnum mánuði tæpum fjórð- ungi, 24,6 prósentum, meira en í júlí í fyrra. Samanlagt mark- aðsvirði félaganna 17 nam í lok mánaðarins 608 milljörðum króna, samanborið við 488 millj- arða í júlí 2013. Fram kemur í tilkynningu Kauphallarinnar að viðskipti með hlutabréf hafi numið 13.897 milljónum í júlí eða 604 milljón- um á dag. „Þetta er 15 prósenta hækkun á milli ára,“ segir þar, en viðskipti í júlí 2013 námu 527 milljónum króna á dag. - óká Velta eykst um 15 prósent: Virði félaga í Kauphöll eykst Félag Velta Icelandair Group 2.935 Hagar 1.822 Sjóvá 1.450 HB Grandi 1.337 Eimskipafélagið 1.198 Heimild: Nasdaq OMX Iceland VELTUMESTU Í JÚLÍ Milljónir króna EFNAHAGSMÁL Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands er nánast orðinn óskuldsettur. Í júní námu skuldir umfram eignir í erlendri mynt á efnahagsreikningum bankans um tuttugu milljörðum króna en þegar mest var í árs- lok 2009 námu þær yfir 190 milljörðum. Bankanum hefur tekist að kaupa yfir 800 milljónir evra á millibankamarkaði frá haustinu 2010. Þetta kemur fram í útreikn- ingum greiningardeildar Arion banka, sem segir það jákvætt að Seðlabankanum sé að takast að safna óskuldsettum forða. - bá Erlendar skuldir minnka: Góð staða á gjaldeyrisforða BANDARÍKIN, AP Banda rískur maður að nafni Christopher Renzi hefur höfðað mál á hendur portúgölsku fótboltastjörnunni Christiano Ronaldo og fatafram- leiðandanum JBS Textile. Málið höfðaði hann eftir að JBS hótaði lögsókn fyrir notkun á vörumerkinu CR7 á fatnað og íþrótta vörur sem Renzi framleiðir. JBS fram leiðir nærbuxur og sokka með sama merki þar sem vísað er til númers Ronaldo á leik- vellinum. Renzi fékk einkaleyfi á merkinu 2008, en það vísar til nafns hans og afmælisdags. Ronaldo, sem er 29 ára gamall, er einn vinsælasti knattspyrnu maður í heimi. Hann leikur með spænska úrvalsdeildaliðinu Real Madrid og landsliði Portú- gal. - óká Bitist um vörumerkið CR7: Ronaldo fer fyrir dómstóla CRISTIANO RONALDO FRAKKLAND Airbus fer í hunangið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur hafið framleiðslu á hunangi. Fyrirtækið hefur komið upp býflugnabúum nálægt flugvöllum í Þýskalandi og greinir hunangið sem verður til í búunum til að athuga áhrif flugumferðarinnar á umhverfið. Forsvarsmenn Airbus taka umhverfisvernd mjög alvarlega og segja þeir að það sé ein ástæða þess að farið var út í hunangsframleiðsluna. - fb UTANRÍKISMÁL Ísland var á meðal fyrstu 13 aðildarríkja Evrópu- ráðsins til að undirrita samning um að koma í veg fyrir og berj- ast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Skrifað var undir samninginn í Istanbúl í Tyrklandi 11. maí 2011. Samning- urinn tók í gær gildi í 11 löndum. Ísland er þó ekki í þeim hópi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er fullgild- ing alþjóðasamninga tímafrek og kallar á skoðun á íslenskri löggjöf af hálfu viðkomandi fag ráðuneytis og í mörgum tilvikum á lagabreyt- ingar. Í tilviki Istanbúl-alþjóða- samningsins er það fagráðuneyti innanríkisráðuneytið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru kvaðirnar sem samningurinn leggur á ríki svo viðamiklar að kallar á breytingar á lögum hér. Unnið hefur verið að frumvarpi um breytingar í innanríkisráðu- neytinu, án þess þó að það hafi enn litið dagsins ljós. Ríki sem fullgilda samninginn skuldbinda sig meðal annars til að þjálfa sérfræðinga í nánum samskiptum við fórnarlömb; standa reglulega að kynningar- herferðum til vitundarvakn- ingar um ofbeldið og skaðsemi þess; taka markviss skref til aukins kynjajafnréttis og fram- leiða kennsluefni um ofbeldis- lausa úrlausn vandamála í nánum samböndum; koma á fót með- ferðarúrræðum fyrir gerendur í heimilisofbeldi og fyrir kyn- ferðisofbeldismenn; starfa náið með sjálfstæðum félagasamtök- um; og vinna með fjölmiðlum og einkageiranum í að útrýma Fullgilding bíður breytinga á lögum Istanbúl-samningurinn um að berjast gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum tók gildi í gær. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur á málinu. Ísland var með fyrstu ríkjum til að skrifa undir, en hefur ekki fullgilt samninginn. KRÖFUGANGA Í LÍBANON Kona heldur á lofti kröfuspjaldi í göngu í Beirút í apríl- byrjun þar sem líbönsk stjórnvöld voru hvött til að skrifa undir lög sem tækju á heimilisofbeldi. NORDICPHOTOS/AFP Auk Íslands undirrituðu Istanbúl-samninginn í maí 2011 löndin Austurríki, Finnland, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakía, Spánn, Svart- fjallaland, Svíþjóð, Tyrkland og Þýskaland. Síðan þá hafa 23 lönd til viðbótar skrifað undir og eru þau því 36 í allt. Fjórtán lönd hafa svo staðfest samninginn og fékk hann lagagildi í ellefu þeirra í gær, en það eru Albanía, Andorra, Austurríki, Bosnía og Hersegóvína, Danmörk, Ítalía, Portúgal, Serbía, Spánn, Svartfjallaland og Tyrkland. Fyrsta nóvember næstkomandi tekur samningurinn svo einnig gildi í Frakklandi, Svíþjóð og á Möltu. Ísland á meðal 13 fyrstu landa staðal ímyndum og ýta undir gagnkvæma virðingu fólks í sam- skiptum. Þegar samningurinn var undir- ritaður hjá Evrópuráðinu kom fram að hann væri fyrsti bind- andi alþjóðasamningurinn sem tæki heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum. olikr@frettabladid.is 26.07.2014 ➜ 01.08.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VERSLUNARMANNAHELGIN Útlit er fyrir bjartviðri N og A-lands og um tíma á Vestfjörðum. Heldur svalt í veðri þó, hiti þetta 8–15 stig yfir daginn. Víða líkur á síðdegisskúrum og rigning á köflum S- og V-lands í dag en úrkomulítið á morgun. 10° 5 m/s 11° 7 m/s 12° 6 m/s 11° 8 m/s Austlæg 3-10m/s en 7-13m/s með S-strönd- inni. 8-15m/s hvassast með S-strönd- inni. Gildistími korta er um hádegi 23° 32° 25° 24° 23° 25° 28° 24° 24° 26° 22° 34° 32° 32° 26° 29° 26° 29° 9° 3 m/s 11° 3 m/s 10° 2 m/s 10° 2 m/s 11° 2 m/s 12° 3 m/s 6° 2 m/s 13° 14° 11° 10° 11° 10° 12° 9° 12° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.