Fréttablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 4
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 10% fj ölgun hafði um miðja vikuna orðið á fj ölda félaga í Íslandi- Palestínu. 350% aukning hefur orðið á komum skemmtiferða - skipa til Ísafjarðar á síðustu fimm árum. mínútur liðu áður en tókst að koma símkerfi Landspítal- ans aftur í gang á miðvikudagsmorgun- inn var. Neyðarsímar og innanhússlínur biluðu þó ekki. Ekki var hægt að hringja í spítalann frá 10.01 til 11.33. 298.700 króna verðmunur er á dýrari og ódýrari pakka sem karlkyns hjólreiðamanni býðst til að græja sig upp að fullu hjá hjólreiðaversluninni Erninum. 92706selir sáust í sela- talningunni miklu sem haldin var á vegum Selaseturs Íslands 27. júlí. 6 ára hámarks-refsing liggur við því hér á landi að smána erlent ríki. Hér er refsirammi við slíkum brotum mun þyngri en í öðrum ríkjum Evrópu. íslenskir skákstjórar héldu í vikulokin til Tromsö í Noregi til að vera á Ólympíuskák- mótinu sem þar fer fram.5 VIÐSKIPTI Virði skráðra félaga á Aðalmarkaði og First North- markaði Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland) var í nýliðnum mánuði tæpum fjórð- ungi, 24,6 prósentum, meira en í júlí í fyrra. Samanlagt mark- aðsvirði félaganna 17 nam í lok mánaðarins 608 milljörðum króna, samanborið við 488 millj- arða í júlí 2013. Fram kemur í tilkynningu Kauphallarinnar að viðskipti með hlutabréf hafi numið 13.897 milljónum í júlí eða 604 milljón- um á dag. „Þetta er 15 prósenta hækkun á milli ára,“ segir þar, en viðskipti í júlí 2013 námu 527 milljónum króna á dag. - óká Velta eykst um 15 prósent: Virði félaga í Kauphöll eykst Félag Velta Icelandair Group 2.935 Hagar 1.822 Sjóvá 1.450 HB Grandi 1.337 Eimskipafélagið 1.198 Heimild: Nasdaq OMX Iceland VELTUMESTU Í JÚLÍ Milljónir króna EFNAHAGSMÁL Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands er nánast orðinn óskuldsettur. Í júní námu skuldir umfram eignir í erlendri mynt á efnahagsreikningum bankans um tuttugu milljörðum króna en þegar mest var í árs- lok 2009 námu þær yfir 190 milljörðum. Bankanum hefur tekist að kaupa yfir 800 milljónir evra á millibankamarkaði frá haustinu 2010. Þetta kemur fram í útreikn- ingum greiningardeildar Arion banka, sem segir það jákvætt að Seðlabankanum sé að takast að safna óskuldsettum forða. - bá Erlendar skuldir minnka: Góð staða á gjaldeyrisforða BANDARÍKIN, AP Banda rískur maður að nafni Christopher Renzi hefur höfðað mál á hendur portúgölsku fótboltastjörnunni Christiano Ronaldo og fatafram- leiðandanum JBS Textile. Málið höfðaði hann eftir að JBS hótaði lögsókn fyrir notkun á vörumerkinu CR7 á fatnað og íþrótta vörur sem Renzi framleiðir. JBS fram leiðir nærbuxur og sokka með sama merki þar sem vísað er til númers Ronaldo á leik- vellinum. Renzi fékk einkaleyfi á merkinu 2008, en það vísar til nafns hans og afmælisdags. Ronaldo, sem er 29 ára gamall, er einn vinsælasti knattspyrnu maður í heimi. Hann leikur með spænska úrvalsdeildaliðinu Real Madrid og landsliði Portú- gal. - óká Bitist um vörumerkið CR7: Ronaldo fer fyrir dómstóla CRISTIANO RONALDO FRAKKLAND Airbus fer í hunangið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur hafið framleiðslu á hunangi. Fyrirtækið hefur komið upp býflugnabúum nálægt flugvöllum í Þýskalandi og greinir hunangið sem verður til í búunum til að athuga áhrif flugumferðarinnar á umhverfið. Forsvarsmenn Airbus taka umhverfisvernd mjög alvarlega og segja þeir að það sé ein ástæða þess að farið var út í hunangsframleiðsluna. - fb UTANRÍKISMÁL Ísland var á meðal fyrstu 13 aðildarríkja Evrópu- ráðsins til að undirrita samning um að koma í veg fyrir og berj- ast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Skrifað var undir samninginn í Istanbúl í Tyrklandi 11. maí 2011. Samning- urinn tók í gær gildi í 11 löndum. Ísland er þó ekki í þeim hópi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er fullgild- ing alþjóðasamninga tímafrek og kallar á skoðun á íslenskri löggjöf af hálfu viðkomandi fag ráðuneytis og í mörgum tilvikum á lagabreyt- ingar. Í tilviki Istanbúl-alþjóða- samningsins er það fagráðuneyti innanríkisráðuneytið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru kvaðirnar sem samningurinn leggur á ríki svo viðamiklar að kallar á breytingar á lögum hér. Unnið hefur verið að frumvarpi um breytingar í innanríkisráðu- neytinu, án þess þó að það hafi enn litið dagsins ljós. Ríki sem fullgilda samninginn skuldbinda sig meðal annars til að þjálfa sérfræðinga í nánum samskiptum við fórnarlömb; standa reglulega að kynningar- herferðum til vitundarvakn- ingar um ofbeldið og skaðsemi þess; taka markviss skref til aukins kynjajafnréttis og fram- leiða kennsluefni um ofbeldis- lausa úrlausn vandamála í nánum samböndum; koma á fót með- ferðarúrræðum fyrir gerendur í heimilisofbeldi og fyrir kyn- ferðisofbeldismenn; starfa náið með sjálfstæðum félagasamtök- um; og vinna með fjölmiðlum og einkageiranum í að útrýma Fullgilding bíður breytinga á lögum Istanbúl-samningurinn um að berjast gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum tók gildi í gær. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur á málinu. Ísland var með fyrstu ríkjum til að skrifa undir, en hefur ekki fullgilt samninginn. KRÖFUGANGA Í LÍBANON Kona heldur á lofti kröfuspjaldi í göngu í Beirút í apríl- byrjun þar sem líbönsk stjórnvöld voru hvött til að skrifa undir lög sem tækju á heimilisofbeldi. NORDICPHOTOS/AFP Auk Íslands undirrituðu Istanbúl-samninginn í maí 2011 löndin Austurríki, Finnland, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakía, Spánn, Svart- fjallaland, Svíþjóð, Tyrkland og Þýskaland. Síðan þá hafa 23 lönd til viðbótar skrifað undir og eru þau því 36 í allt. Fjórtán lönd hafa svo staðfest samninginn og fékk hann lagagildi í ellefu þeirra í gær, en það eru Albanía, Andorra, Austurríki, Bosnía og Hersegóvína, Danmörk, Ítalía, Portúgal, Serbía, Spánn, Svartfjallaland og Tyrkland. Fyrsta nóvember næstkomandi tekur samningurinn svo einnig gildi í Frakklandi, Svíþjóð og á Möltu. Ísland á meðal 13 fyrstu landa staðal ímyndum og ýta undir gagnkvæma virðingu fólks í sam- skiptum. Þegar samningurinn var undir- ritaður hjá Evrópuráðinu kom fram að hann væri fyrsti bind- andi alþjóðasamningurinn sem tæki heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum. olikr@frettabladid.is 26.07.2014 ➜ 01.08.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VERSLUNARMANNAHELGIN Útlit er fyrir bjartviðri N og A-lands og um tíma á Vestfjörðum. Heldur svalt í veðri þó, hiti þetta 8–15 stig yfir daginn. Víða líkur á síðdegisskúrum og rigning á köflum S- og V-lands í dag en úrkomulítið á morgun. 10° 5 m/s 11° 7 m/s 12° 6 m/s 11° 8 m/s Austlæg 3-10m/s en 7-13m/s með S-strönd- inni. 8-15m/s hvassast með S-strönd- inni. Gildistími korta er um hádegi 23° 32° 25° 24° 23° 25° 28° 24° 24° 26° 22° 34° 32° 32° 26° 29° 26° 29° 9° 3 m/s 11° 3 m/s 10° 2 m/s 10° 2 m/s 11° 2 m/s 12° 3 m/s 6° 2 m/s 13° 14° 11° 10° 11° 10° 12° 9° 12° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.