Fréttablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 18
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 6. Húsdýr og hljóðfæri Í Hólmi á Mýrum í Hornafirði er dýragarður með hænsnfugla, endur og kanínur af ýmsum ættum, auk hreindýrs og algengra húsdýra. Á kvöldin gefst kostur á fjöruferð með leiðsögn og labbi um flæðarmálið. Svo er veitinga- stofa í Hólmi og í henni safn hljóð- færa sem vel spilandi gestir geta gripið í. 7. Kíkt heim til Kára Á Fjallsárlóni í Öræfum er siglt með ferðamenn á sumrin innan um ísjaka. Bakland lónsins er mikil náttúrusmíð, krosssprunginn Fjallsjökull með Ærfjall og Breiða- merkurfjall hvort á sína hönd en framan við það síðarnefnda bjó Kári Sölmundarson eftir að hafa hefnt brennumanna. www.fjallsarlon.is. 8. Á jökulsporði Frá Skaftafelli í Öræfum eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn með reglulegar ferðir að Svínafellsjökli í sömu sveit. Þeir gefa fólki kost á tveggja klukkustunda göngu um jökulsporðinn, vopnuðu ís öxum, hjálmum, broddum og öðrum öryggisbúnaði sem fyrirtækið leggur til. Lágmarksaldur í ferð- irnar er átta ár. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Útivist og afþreying Stutt er frá þjóðveginum á fjölmarga áhugaverða staði SUÐAUSTURLAND 9 11 1 5 2 3 4 6 78 10 6 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MYND/BJARNI SIGURÐUR GRÉTARSSON 10 1 10. Á danskan máta Kaffi Nýhöfn er nýr veitingastaður í elsta íbúðarhúsi Hafnar, kaupmanns- húsinu á Hafnarbraut 2. Það hefur danskt „smörrebröd“ í öndvegi enda smurbrauðsjómfrú þar að störfum sem smurði ofan í Dani í sautján ár. Auk þess eru þar fínar kökur, kaffi og öl. Opið er milli 10.30 og 18.30. www.nyhofn.is. 11. Hjá Sobeggi afa Í Þórbergssetri á Hala er alltaf kaffi á könnunni og heimabakað meðlæti, einnig kjötsúpa og smáréttir úr heima- ræktaðri bleikju. Á kvöldin er mat seðill í gildi með hefðbundnum íslenskum réttum. Hægt er að panta upplestur úr verkum Þórbergs undir borðum. Opið er frá 7.30 til 22 út ágúst en frá 8 til 21 í september og október. Á veturna er betra að hafa samband fyrir fram. www.thorbergur.is. Neytum og njótum Danskt og íslenskt í öndvegi 9. Fjölskyldan Sundlaugin á Höfn er fjölskylduvæn og vinsæl af heimamönnum og gestum. Auk aðallaugarinnar er barna- laug með kynjadýrum og kátum bunustrák, gufubað og tveir heitir pottar, annar þeirra með nuddi. Þrjár mislangar renni- brautir bjóða upp á salíbunur og sólbaðssvæði er á bakkanum. Aðgengi fyrir fatlaða er gott, meðal annars er lyftustóll á laugarbakkanum. Bunustrákur í barnalaug 2. Strandganga Á Streitishvarfi er góð gönguleið meðfram ströndinni út frá afleggj- aranum að gamla vitanum. Hár klettur er nærri þjóðveginum. Þar ku búa risi sem kemur aðeins út á nýársnótt og ræðir þá við bræður sína sem búa í Papey og Skrúði. 3. Graníteggin Listaverkið Eggin í Gleðivík á Djúpavogi er unnið í granít af Sig- urði Guðmundssyni myndlistar- manni. Um nákvæmar eftirlík- ingar eggja þrjátíu og fjögurra íslenskra varpfugla er að ræða, nema hvað þessi eru stærri. 4. Til heiðurs lögsögumanni Skammt vestan við Reyðará í Lóni, rétt við þjóðveg 1, er minnisvarði um Úlfljót sem tók saman fyrstu lög íslenska þjóðveldisins og bjó að Bæ í Lóni. Við minnisvarðann er líka hringsjá. 5. Ævintýradalur Í Hoffelli í Hornafirði er boðið upp á fjórhjólaferðir með leiðsögn um ósnortinn dal með lyngi, litríkum fjöllum og giljum og Hoffellsjökul í bakgarðinum. Hægt er að skella sér í heita potta á eftir. Skriðjöklarnir skreyta svæðið Suðausturlandið ber svipmikla náttúru sem einkennist af andstæðum. Þeir sem ferðast um strandlengju þess mæta til skiptis eyðisöndum og grösugum sveitum og hafa ískalda jökla og hlýlegar skógarbrekkur fyrir augum. Austan til eru vogar og firðir og svo tekur endalaus sandströnd við. Há og tindótt fjöllin hafa hinn volduga Vatnajökul sem bakhjarl. DJÚPIVOGUR Hjarta Djúpavogs slær við höfnina. Hótel Framtíðin, veitingastofan Við voginn og Langabúð með söfn sín og kaffihús eiga sinn þátt í því. Frá bryggjunni er siglt daglega á sumrin út í Papey. Þar er elsta og jafn- framt minnsta timburkirkja Íslands, byggð árið 1807. 3 7 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.