Fréttablaðið - 02.08.2014, Page 22

Fréttablaðið - 02.08.2014, Page 22
2. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 22 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Embla Dís Ómarsdóttir sex áraLestrarhestur vikunnar Krakkaleikur Hvað er skemmtilegast við bækur? „Mér finnst skemmti- legast að skoða þær.“ Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? „Bækurnar um Einar Áskel eru í uppáhaldi hjá mér.“ Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? „Mér finnst skemmtilegast að lesa prinsessu bækur.“ Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? „Ég man það bara ekki, ég les svo margar.“ Í hvaða skóla gengur þú? „Í barnaskólann Öskju í Öskjuhlíð.“ Ferðu oft á bókasafnið? „Já, mjög oft.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Mér finnst gaman að fara í sund og í bíó og svo auðvitað að lesa og skoða bækur.“ Ertu búin að lesa Bétveir - Bétveir eftir Sigrúnu Eldjárn? „Já, ég hef skoðað hana í skól- anum mínum.“ Elva María, geturðu lýst aðeins hlutverkinu þínu í Grafir og bein? „Ég leik stelpu sem heitir Perla en svo má ég ekki segja meira.“ Hvar fóru tökurnar fram? „Mest í Hvalfirði, kvikmynda- liðið leigði gamlan bóndabæ sem er í dag notaður sem gisti- heimili.“ Voru tökurnar tímafrekar? „Já, mjög, ég þurfti að sleppa skóla mjög oft auk þess sem það voru einu sinni næturtökur frá átta um kvöldið til átta um morg- uninn.“ Nú er titill myndarinnar frekar óhugnanlegur. Hvernig leið þér þegar þú varst beðin að leika í henni? „Ég var mjög spennt af því að þetta er fyrsta myndin sem ég hef leikið í sem er í fullri lengd, svo fannst mér hlutverkið mitt hljóma mjög spennandi.“ Hlakkar þú til frumsýning- arinnar? „Já, ég er verulega spennt að sjá útkomuna, ég veit samt ekki hvort ég treysti mér á myndina sjálfa, hún virkar mjög óhugnanleg ef marka má stikluna.“ Hefurðu leikið áður og ef svo er, hver eru stærstu hlutverk- in? „Ég hef leikið í þremur stutt- myndum, þremur leikritum og er að æfa fyrir það fjórða sem er Lína Langsokkur. Það verður sýnt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. Svo auðvitað Grafir og bein og þar er ég í stærsta hlut- verkinu mínu hingað til.“ Hvort finnst þér áhugaverðara að leika í myndum eða á sviði og af hverju? „Ég get ómögu- lega valið á milli, mér finnst hvort tveggja svo gaman.“ Ertu í fleiri listgreinum og þá hvaða? „Já, ég er að æfa á fiðlu.“ Var gaman að taka þátt í Ísland got talent? „Það var rosalegt ævintýri sem ég var ekkert smá heppin að hafa fengið að upplifa.“ „Hvað finnst þér skemmtileg- ast í heiminum að gera? „Að leika, syngja, vera úti og hoppa á trampólíninu mínu.“ Veit ekki hvort ég treysti mér á myndina Elva María Birgisdóttir leikur í kvikmynd sem heitir því drungalega nafni Grafi r og bein og verður frumsýnd í október. Þótt hún sé bara ellefu ára hefur hún talsverða reynslu af leiklistinni en þetta er stærsta hlutverk hennar til þessa. ELVA MARÍA Var einu sinni í næturtökum frá átta um kvöldið til átta um morguninn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikur: Mjálmaðu nú kisa mín Börnin setjast hvert á sinn stól og raða sér í hring og einn er fenginn til að „ver‘ann“. Trefill er bundinn fyrir augu hans og honum snúið í hring. „Blindinginn“ á að þreifa sig áfram þangað til hann finnur einhvern og setjast ofan á fórnarlambið. Þegar hann er sestur segir hann: „Mjálmaðu nú kisa mín“ og á þá fórnarlambið að mjálma og er það gjarnan gert ámátlega. Þá má sá sem „er‘ann“ giska á hver mjálmar. Giski hann rétt eru höfð hlutverkaskipti. Hægt er að setja reglur um að sá sem „er‘ann“ megi giska þrisvar sinnum, eða jafnvel eins oft og menn vilja. Bragi Halldórsson 107 „Þetta er nú meira veggskriflið,“ sagði Kata, þar sem þau komu að hlaðinni steingirðingu. „Hér vantar nánast annan hvern stein,“ bætti hún við með fyrirlitningu. „En hann er nú bara að verða gamall,“ sagði Konráð. „Það gerir hann ekki endilega að vondum vegg, bara laslegum,“ bætti hann við. „Það vantar til dæmis ansi marga steina í þetta gat hérna fyrir framan okkur,“ sagði Kata og hélt áfram að úthúða veggnum. Konráð varð að viðurkenna að það vantaði jú ansi marga steina í þetta gat. “En við verðum að troða okkur í gegnum það ef við ætlum að komast eitthvað áfram,“ sagði Kata. “Spurning hvort það vanti það marga steina að við komumst í gegnum gatið,“ bætti hún við. Hversu marga steina skyldi vanta? Getur þú talið þá? A 20 B 25 D 30 Svar: B

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.