Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Mánudagur
12
SÁRSAUKAFULLAR OG ÞREYTANDI BLÖÐRURStöðugur þrýstingur eða álag á einn tiltekinn stað á fætinum getur fljótt myndað blöðrur sem valda óþægindum.
Plástrarnir styðja við aumar blöðrurnar
og hlífa þeim og þær gróa fyrr því að þær haldast rakar og mjúkar auk þess
sem komið er í veg fyrir nudd og núning.LAUSN Á ÓÞÆGINDUMSEM STAFA
stöðugt álag, svo sem nudd eða núning, sem húðin verður fyrir í langan tíma. Þetta getur orsakast af daglegum athöfnum, svo sem því að vera í skóm sem nuddast við húðina eða einfaldlega álaginu af líkamsþyngdinni á fæturna. Sigg getur orðið óþægilegt og jafnvel valdið sársauka með tímanum Sigggetur verið sá
GOTT FYRIR HLAUPARAHALLDÓR JÓNSSON KYNNIR Daglegt álag á fæturna, svo sem að hlaupa
og ganga mikið, getur haft í för með sér sprungur á hælum, harða húð og
sigg. Scholl býður heildarlínu sem er fyrir hæla, til að mýkja húð og fjarlægja
harða húð og er sérstaklega hönnuð til að draga úr sársauka og óþægindum
og gera fæturna slétta og mjúka.
GEITUNGANA BURTEru geitungar að trufla þig? Sagt er að þeir séu öfl-
ugastir í ágúst. Taktu tóma plastflösku undan gosi,
klipptu hana í sundur rétt fyrir ofan miðju. Stingdu
stútnum öfugt ofan í neðri helminginn og rúmlega botn-
fylltu með sætum drykk, til dæmis appelsíni. Geitunga-
gildran mun fyllast fljótt.
FASTEIGNIR.IS
11. ÁGÚST 2014
32. TBL.
RE/MAX ALPHA kynnir vel
skipulögð og haganlega
hönnuð parhús í Búðavaði,
Norðlingaholti.
Húsin eru um 250 fm á tveimur
hæðum. Gengið er inn í forstofu
á neðri hæð, þvottahús þar inn
af. Úr forstofu er einnig innan-
gengt í bílskúrinn, sem er rúm-
góður, og geymslu. Rúmgott opið
rými sem gæti hentað vel sem
Flott hönnun á frábær m stað
Heitt vatn H it
Hverjar eru þínar óskir?
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali
s. 695-5520 / 588-4477
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
100% þjónusta = árangur*
Landmark leiðir þig heim!
Sími 512 4900
landmark.is Benedikt
Ólafsson
sölufulltrúi
Sími 661 7788
Magnús
Einarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 896 2312
Sveinn
Eyland
Löggiltur
fasteignasali
Sími 690 0820
Íris Hall
Löggiltur
fasteignasali
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Guðrún Diljá
Lúðvíksdóttir
skjalagerð
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Sölufulltrúi
Sími 897 5930
2 SÉRBLÖÐ
Fasteignir | Fólk
Sími: 512 5000
11. ágúst 2014
186. tölublað 14. árgangur
LÍFIÐ Aron Már Ólafsson leitar að
verðmætum Pokémon-spilum. 30
SPORT Keilisfólk var ósigrandi á
sveitakeppni fyrstu deildar í golfi. 26
Opið allan
sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
THE MORE
YOU USE IT
THE BETTER
IT LOOKS
DÓMSMÁL Kaupsýslumaðurinn Vin-
cent Tchenguiz, sem breska efna-
hagsbrotadeildin, SFO, var með til
rannsóknar vegna viðskipta hans
við íslenska bankann Kaupþing,
hefur fengið leyfi dómara til að
láta óháð teymi lögfræðinga fara
yfir öll skjöl sem tengdust málinu
til að athuga hvort grundvöllur sé
fyrir því að hann fari í mál vegna
misbresta á rannsókninni.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur lögfræðingateymið
þegar hafið störf og skoðar nú hvort
grundvöllur sé fyrir málshöfðun og
þá gegn hverjum. Bæði mun teymið
hafa til skoðunar að höfða einkamál
sem og hvort krefjast skuli opin-
berrar rannsóknar.
Heimildarmenn tengdir Tchengu-
iz herma að sér í lagi sé athugað
hvort grundvöll-
ur sé fyrir máls-
höfðun á hendur
þrotabúi Kaup-
þings, sem og á
hendur endur-
skoðunarfyrir-
tækinu Grant
Thornton í Bret-
landi, sem ráðið
hafði verið sem
ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrota-
búið. Starfsmenn Grant Thornton
töldu að gögn sýndu að félög í eigu
Vincents hefðu lagt fram falsaða
pappíra þegar þau fengu lán frá
Kaupþingi. Meðal annars á grund-
velli þessara gagna var Tchenguiz
handtekinn í mars árið 2011 ásamt
því sem húsleit var gerð á heimili
hans og skrifstofum. Málið var fellt
niður vegna mistaka við rannsókn-
ina sem breskur dómari gagnrýndi
harðlega og sagðist aldrei hafa
„kynnst öðru eins“. SFO gerði sam-
komulag við Tchenguiz á dögun-
um og samþykkti að greiða honum
þrjár milljónir sterlingspunda á
dögunum vegna rannsóknarinnar.
Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz,
var einnig til rannsóknar og hefur
líka samið við SFO um bætur. - fbj
Tchenguiz íhugar
að stefna Kaupþingi
Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hefur fengið óháð teymi lögfræðinga til að
skoða hvort grundvöllur sé fyrir hann að höfða mál á hendur Kaupþingi. Ástæðan
er rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á viðskiptum hans við bankann.
Bolungarvík 10° NA 6
Akureyri 10° NA 5
Egilsstaðir 9° N 7
Kirkjubæjarkl. 18° NA 5
Reykjavík 16° NA 5
Bjartviðri víða S- og SV-lands þegar líður
á daginn og hiti 12-20 stig. Heldur svalara
á N-hluta landsins og lítilsháttar úrkoma
A-lands. 4
Fjöllin á kafi í snjó í sumar:
Skíðaði niður
Herðubreið
FÓLK „Það er mjög óvenju-
legt að geta skíðað niður þetta
fjall í júlí en það var algjör-
lega snilldin við þetta,“ segir
Tómas Guðbjartsson, hjarta-
og lungnaskurðlæknir, sem
renndi sér nýverið niður
Herðubreið á skíðum en óvenju
mikill snjór hefur verið í fjöll-
um á norðanverðu hálendinu í
sumar.
Tómas var um tvær og
hálfa klukkustund að kom-
ast á fjallstindinn en það tók
hann ekki nema stundarfjórð-
ung að skíða niður. „Það var
ekki alveg heiðskírt en það
var sól og frábært skyggni.
Hlýtt veður olli þó grjóthruni í
hamrabeltinu sem gerði göng-
una varasama en það er hætta
sem ég vissi af.“
- ka / sjá síðu 10
SKÍÐAR NIÐUR FJÖLL Í SUMARFRÍINU Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir er mikill fjallaáhugamaður en hann
hefur tekið upp á því að renna sér á skíðum niður hin ýmsu fjöll. Hér er hann á ferðinni niður Kverkfjöll. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON
➜ Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins hefur lögfræð-
ingateymið þegar hafið störf
og skoðar nú hvort grundvöll-
ur sé fyrir málshöfðun og þá
gegn hverjum.
TEHERAN, AP Írönsk farþegaflug-
vél brotlenti stuttu eftir flugtak í
gær með þeim afleiðingum að 39
manns fórust. Tíu farþegar lifðu
slysið af. Hassan Rúhaní, forseti
Írans, hefur vottað aðstandend-
um þeirra látnu virðingu sína og
fyrirskipað rannsókn á slysinu.
Vélin var smíðuð í Íran eftir til-
tölulega lítið notaðri úkraínskri
hönnun. Öryggi í íranska flugiðn-
aðinum hefur oft verið gagnrýnt,
sérstaklega í kjölfar alþjóðlegra
viðskiptaþvingana gegn landinu.
Ekki hefur enn verið upplýst hvað
olli slysinu. - bá
39 fórust í flugslysi í gær:
Farþegaflugvél
brotlenti í Íran
Á SLYSSTAÐ Íbúar í Teheran fylgjast
með þegar brak vélarinnar er fjarlægt.
NORDICPHOTOS/AFP
VINCENT
TCHENGUIZ.
Stórmerkileg fæðing
Íslendingur eignaðist eineggja
þríbura aðfaranótt sunnudags. 2
Erdogan verður forseti Úrslit
kosninganna í Tyrklandi formlega
kunngjörð í dag en Erdogan var með
flest atkvæðanna í gær. 4
Föst á Sinjar-fjalli Mörg þúsund
Jasídar sitja fastir matar- og vatns-
lausir á Sinjar-fjalli í herkví IS-liða. 6
Koma allir til greina Val í stöðu
seðlabankastjóra stendur á milli
þriggja manna. 8
SKOÐUN Sóley Tómasdóttir segir að
til þess að fagna fjölbreytileika þurfi
að þekkja hann og skilja. 12
STJÓRNSÝSLA „Kjarni málsins er
sá að stærsti hlutinn af þessari
umframkeyrslu var fyrirséður í
byrjun árs. Almennt séð er tvennt
til ráða. Það er að skerða réttinda-
greiðslurnar eða að hækka fjár-
veitinguna,“ segir Steingrímur Ari
Arason, forstjóri Sjúkratrygginga
Íslands.
Samkvæmt hálfsársuppgjöri
ríkissjóðs hefur stofnunin farið
fram úr gjaldaheimildum fjár-
laga sem nemur rúmlega einum
og hálfum milljarði króna.
„Hvort heldur þú horfir á rétt-
indin eða fjárveitinguna, þá er það
ríkisstjórnarinnar að taka af skar-
ið með það,“ segir Steingrímur.
Um tíu stofnanir fóru rúmlega
hundrað milljónir króna fram yfir
gjaldaheimild á fyrri hluta árs.
Í samantekt Fréttablaðsins um
stöðu einstakra ráðuneyta kemur
fram að útgjöld fimm ráðuneyta
voru undir heimild þeirra á tíma-
bilinu. Aftur á móti fóru útgjöld
fjármála-, velferðar- og innanrík-
isráðuneyta fram úr heimild.
Vigdís Hauksdóttir, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, segir
það vonbrigði hvað sumar stofn-
anir hafa farið fram úr og að fjár-
laganefnd hafi boðað þau ráðu-
neyti, þar sem áberandi mikillar
framúrkeyrslu gætir, til fundar í
næstu viku. - bá / sjá síðu 4
Skerða þarf réttindi eða hækka fjárveitingu, segir forstjóri Sjúkratrygginga:
Stjórnin þurfi að taka af skarið
Hvort
heldur þú
horfir á
réttindin
eða fjárveit-
inguna, þá
er það ríkis-
stjórnarinnar að taka af
skarið með það.
Steingrímur Ari Arason
forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.