Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 2
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
20%afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli
vandlega fyrir notkun.
FÓLK „Læknarnir sögðu við okkur
að þetta væri svo sjaldgæft að
þeir gætu eiginlega ekki sagt
neitt með vissu varðandi hætturn-
ar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal
en hann eignaðist eineggja þrí-
buradrengi ásamt danskri konu
sinni, Karin Kristensen, aðfara-
nótt sunnudags. „Það er erfitt að
átta sig á þessu, við erum enn að
melta þetta.“
Þríburarnir voru í sama æða-
belgnum en hver í sínum líknar-
belg og höfðu allir sömu fylgju.
Ekki var um tæknifrjóvgun að
ræða hjá parinu og því var þung-
unin náttúruleg. Líkurnar á því
að þríburar verði til með þessum
hætti eru um einn á móti hundrað
milljónum samkvæmt tölum frá
lækninum William Gilbert, for-
stjóra fæðingardeildar Sutter-
spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó
að ákvarða líkurnar nákvæmlega.
Meðgangan gekk vel en eftir
að í ljós kom að Karin gengi með
eineggja þríbura sem deildu sömu
fylgju fóru þau í vikulega skoðun.
„Þetta var svolítið sjokkerandi,“
viðurkennir hinn nýbakaði faðir
og hlær. „Ég var stressaður
þegar ég hélt að þetta væri eitt
barn og svo fórum við í sónar og
þá kemur bara í ljós að við eigum
von á þremur. Fram að 28. viku
vorum við mjög stressuð en eftir
það róuðumst við aðeins.“
Drengirnir þrír fæddust eftir
tæplega 31 viku meðgöngu.
„Þetta gerðist gríðarlega hratt.
Hún missir vatnið og hríðirnar
byrja mjög sterkt. En öllum heils-
ast mjög vel núna, bæði móður og
börnum.“
„Þetta er stórmerkilegt,“ segir
nýburalæknirinn Þórður Þórkels-
son. „Þetta er í fyrsta skipti sem
ég heyri um þetta þegar Íslend-
ingar eru annars vegar.“ Þórður
segir aukna hættu á vandamálum
á meðgöngunni þegar fóstur deila
sömu fylgju og sama æðabelg. Til
að mynda geta komið upp kvillar í
kjölfar þess að meira af næringu
og blóðflæði fari til eins fósturs-
ins en hinna.
Fjölskyldan dvelst enn á spít-
ala en fær að fara heim eftir
mánuð ef allt gengur vel.
Amma drengjanna þriggja,
Brynja Siguróladóttir, segist hafa
grátið af gleði í allan gærdag.
„Það var talið að þetta gæti ekki
gengið og þeim ráðlagt í upphafi
að láta eitt fara en þau gátu ekki
hugsað sér það. Þeir pluma sig
vel, þessir strákar, það er alveg
ljóst.“
nanna@frettabladid.is
Íslenskum eineggja
þríburum heilsast vel
Íslenskur maður eignaðist með danskri konu sinni þríburadrengi aðfaranótt
sunnudags eftir náttúrulega þungun. Líkurnar á því að slíkt gerist eru einn á móti
milljón. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn,“ segir faðirinn.
SMÁIR Þríburarnir eru smáir eins og sjá má. Sá stærsti fæddist sjö merkur, sá næst-
stærsti sex og sá minnsti fimm og hálf mörk. Þeim heilsast vel þrátt fyrir smæðina.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Þetta er
stórmerkilegt.
Þórður Þórkelsson nýburalæknir.
SJÁVARÚTVEGUR Viðskiptabann
Rússa á Norðmenn gæti haft mikil
áhrif á íslensk fyrirtæki í fisk-
framleiðslu og útflutningi á fiski.
Þetta segir Jón Steinn Elíasson,
formaður Samtaka fiskframleið-
enda og útflytjenda.
Ísland er sem kunnugt er ekki
á viðskiptabannlista Rússa sem
þeir gáfu út fyrir nokkrum dögum
gagnvart nokkrum þjóðum í refsi-
skyni vegna stuðnings við Úkraínustjórn.
Norðmenn munu vegna bannsins stefna að því að
verða mjög fyrirferðarmiklir á öðrum mörkuðum
í Evrópu sem íslenskir seljendur eru á, aðallega í
sölu eldislax og þorsks. Samtök fiskframleiðenda og
útflytjenda (SFU) eru þau stærstu hér á landi í fisk-
vinnslu og sölu án útgerðar. Að þeim eiga um fjöru-
tíu fyrirtæki aðild, mest millistór fyrirtæki. Staðan
er tvísýn fyrir þessi fyrirtæki, sagði Jón Steinn,
formaður SFU, í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi.
Búist er við að Norðmenn auki sölu sína um 5 til
10 prósent og geta það orðið allt að 80 þúsund tonn
af fiski sem fara á markað umfram það sem þeir
selja vanalega. Norðmenn selja mikið af laxi auk
þorsks en íslensku fyrirtækin selja bolfisk sem ódýr
lax frá Noregi keppir við. Með auknum umsvifum
Norðmanna á Evrópumarkaði getur ferskfiskmark-
aður Íslendinga orðið illa úti en Jón segir erfitt að
meta hvert tapið gæti orðið. - lb
Viðbrögð Norðmanna við viðskiptabanni Rússa gætu haft áhrif hér á landi:
Útflytjendur orðnir uggandi
ÁHRIFA GÆTIR VÍÐA Fiskútflytjendur í Noregi og á Bret-
landi eru þegar farnir að finna fyrir viðskiptabanni Rússa.
KABÚL, AP Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar fórust og rúm-
lega 35 særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í
gær. Talíbanar lýstu yfir ábyrgð á árásinni.
Árásarmaðurinn sprengdi sig í bíl sínum í grennd við brynvarða
bíla á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Talsmenn NATO segja
engan úr sínum röðum hafa særst í árásinni, sem er til rannsóknar hjá
þeim.
„Við hörmum innilega mannfall afgönsku borgaranna vegna þessa
sorglega atburðar,“ segir í yfirlýsingu NATO. - bá
Maður sprengdi sjálfan sig í höfuðborg Afganistans í gær:
Talíbanar gera á árás á NATO
EFTIR SPRENGINGUNA Talíbanar hafa sagst ætla að fjölga árásum sínum á öryggis-
sveitir Afgana. Hersveitir Bandaríkjamanna og NATO stefna á að yfirgefa landið um
næstu áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SUÐUR-KÓREA Suður-kóresk yfirvöld hafa
mikinn áhuga á að fjárfesta í ísraelska Iron
Dome-eldflaugavarnarkerfinu að sögn fram-
leiðanda þess, Rafael Advanced Defense Syst-
ems, í gær.
Iron Dome, sem mætti íslenska sem „Járn-
hvelfinguna“, notar fjarstýrðar eldflaugar
til að granda Katyusha-flugskeytum sem eru
mikið notuð af skæruleiðahreyfingum í Pal-
estínu og Líbanon.
Árangurshlutfall kerfisins hefur verið um
90 prósent í átökunum sem nú standa yfir
fyrir botni Miðjarðarhafs og hefur það aukið
áhuga erlendra fjárfesta á kerfinu.
Formaður Rafael, Yedidia Yari, segir að
áhuga suður-kóreskra yfirvalda megi rekja til
hræðslu þeirra við flugskeyta- og eldflauga-
árásir frá nágrönnum sínum í norðri.
Iron Dome hefur grandað á þriðja þús-
und flugskeyta síðan átökin milli Ísraels og
Palestínu hófust fyrir liðlega mánuði. Hver
og ein varnarflaug kostar á bilinu 30 til 50
þúsund bandaríkjadali, næstum 6 milljónir
króna.
Suður-Kóreumenn vilja fjárfesta í eldflaugavarnarkerfi Ísraelsmanna til að tryggja varnir gegn nágrönnum sínum í norðri:
Vilja fá Járnhvelfinguna til Suður-Kóreu
Gunnar, munu liðin vinna
leiksigur?
„Já, ef það er nógu mikið í þau
spunnið.“
Gunnar Smári Jóhannesson stendur fyrir
Íslandsmeistaramóti í spunaleik sem fer fram
á Rifi í lok mánaðar.
ÁRANGURSRÍK VÖRN Járnhvelfingin hefur grandað
næstum níu af hverjum tíu eldflaugum sem skotið
hefur verið á Ísrael undanfarnar vikur og mánuði.
BJÖRGUN Leki kom að lítilli trillu
sem stödd var utan við Hólahóla
á Snæfellsnesi um fimmleytið í
gær en einn maður var um borð
í bátnum. Björgunarskipið Björg
á Rifi var kallað út auk þess
sem nærstaddir bátar sigldu á
staðinn til aðstoðar. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var við æfing-
ar skammt frá og var því einnig
send til aðstoðar. Það liðu aðeins
örfáar mínútur þar til aðstoð
barst og því engin hætta lengur á
ferðum. Björgunarskipið freistaði
þess að bjarga bátnum en veður
var ágætt á svæðinu. - ka
Björgun gekk greiðlega:
Leki í fiskibát
SAMFÉLAGSMÁL Alls fengu 26
verkefni styrk úr Samfélagssjóði
Landsbankans í gær. Tvö verk-
efni hlutu hvort um sig eina millj-
ón króna, átta verkefni 500 þús-
und krónur hvert og loks fengu
sextán verkefni 250 þúsund króna
styrk. Í tilkynningu segir að um
400 umsóknir hafi borist sjóðnum
en honum er ætlað að styðja við
þá sem sinna mannúðar- og líkn-
armálum, menntamálum, rann-
sóknum og vísindum, verkefnum
á sviðum menningar og lista, for-
varnar- og æskulýðsstarfi og sér-
tækri útgáfustarfsemi. - jhh
Tveir fengu milljón í styrk:
26 fengu styrki
JÓN STEINN
ELÍASSON