Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 48
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 24 Ofurfyrirsætan Kate Moss þén- aði 5 milljónir punda, eða tæpan milljarð, á síðasta ári en hin fertuga Moss gerði góða samn- inga við fatakeðjurnar Topshop og Matchless, ásamt snyrtivöru- framleiðandanum Rimmel. Heimildarmaður sagði við breska dagblaðið The Sun að að tekjur hinnar fertugu ofurfyrirsætu aukist bara með árunum og að fyrirtæki vilji borga háar fjár- hæðir fyrir að fá hana í auglýs- ingaherferðir sínar. Kate Moss er tekjuhæsta ofurmódel Bretlands en hún hefur starfað í fyrirsætu- bransanum frá árinu 1988. Tekjuhæsta ofurmódelið VELLAUÐUG Það væsir ekki um tekjuhæstu ofurfyrirsætu Bretlands. Spunahópurinn Haraldurinn frumsýnir sína fyrstu íslensku spunasýningu á Menningar- nótt þann 23. ágúst næstkomandi. Stöllurnar og leiklistarnemarnir Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Vala Kristín Eiríks- dóttir taka þátt í uppfærslunni. „Dóra Jóhannsdóttir leikkona býr í New York þar sem hún rambaði inn á námskeið hjá leikhúsi sem heitir Upright Citizens Brigade (UCB) og kennir svokallaðan langspuna eða „long-form improv“. Henni fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt og var viss um að það væri pláss fyrir þessa týpu af leikhúsi hérna heima, þannig að hún byrjaði að halda nám- skeið á Íslandi þegar hún gat og nú hafa um það bil 150 manns farið á námskeiðin hjá henni,“ segir Vala. Spunaaðferðin sem um ræðir hefur verið grundvöllur fyrir fjölmargt hæfileikafólk úti í heimi sem allir þekkja líkt og Tinu Fey, Steve Carrell og Amy Poehler. „Svona leikhús hefur aldrei verið gert áður á Íslandi og það er sjúklega spennandi að sjá hvernig Íslend- ingar taka í þetta,“ segir Blær. Frumsýningin á Menningarnótt verður í Kassanum við Þjóðleikhúsið á milli 18.00 og 22.00 og aðgangur verður ókeypis. „Þetta verður eitthvað rosalegt,“ segir Blær. Engin ákveðin hlutverk eru í spunahópnum fyrir utan að Dóra er kennarinn og leiðbeinir nemendunum. „Svo hjálpumst við líka öll að við að gera þetta að möguleika með því að redda húsnæði, skipuleggja æfingar og þess háttar. Mjög flat- ur strúktúr og allir vinir,“ útskýrir Blær. „Enda ekki annað hægt í Haraldinum því að við vitum aldrei hvaða sögu við erum að fara að segja eða hvaða persónur verða til. Við þurfum á öllum hópnum að halda því að við byggjum söguna saman,“ bætir Vala við. „Og það er það sem er svo fallegt við spun- ann. Þetta snýst um að hlusta, taka áhættur, vera í núinu, styðja aðra og vera jákvæður. Það er mjög mannbætandi heimspeki á bak við þetta.“ nanna@frettabladid.is / olof@frettabladid.is Mannbætandi heim- speki í spunalistinni Fyrsta íslenska spunaleiksýningin verður fl utt í Kassanum á Menningarnótt. Hópurinn byggir söguna saman og því þarf hver að hlusta á annan og vera jákvæður. SKAPA PERSÓNUR Þátttakendur í Har- aldinum eru úr öllum áttum. Þeir skapa söguna og persón- urnar í sameiningu. Forvarnasplatter Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af ein- hverjum sem hefði lent undir valtara. GOOGLE var vinur minn og innan nokkurra mínútna var ég kominn inn á vafasama vefsíðu sem virtist geta svalað forvitni minni. Ég fann myndir af manni sem hafði að vísu bara lent með annan handlegginn undir valtara en myndirnar voru eins og við var að búast. Handleggurinn var flatur, eiginlega meira eins og væng- ur, og svo lak eitthvert sull meðfram hliðunum. Því- líkur hryllingur! Þetta var miklu fyndnara í teiknimyndunum. EN ég hætti ekki þarna. Næstu tvær klukku- stundirnar horfði ég á eina óhuggulegustu myndbandasyrpu sem nokkur hefur horft á. Ég ætla að hlífa ykkur við smáatriðunum svo þið missið nú ekki morgunmatarlystina en flest mynd- böndin enduðu á því að einhver varð að klessu. ÞAÐ má færa rök fyrir því að þessi áhugi minn á sundurtættum mannslíkömum sé ástæða til þess að leita sér hjálpar fagfólks. Ég lít þó eilítið öðrum augum á þetta. Þetta eru forvarnir. Á hverjum degi hugsa ég um eitthvað af myndböndunum. Ég keyri hægar og mér dettur ekki í hug að labba fram hjá still- önsum. Ég er dauðhræddur við skotvopn og ég lít að minnsta kosti þrisvar til beggja hliða þegar ég geng yfir götu. Ég er hættur að treysta umhverfinu því að það er hrein- lega stórhættulegt. Sá eini sem heldur mér á lífi er ég sjálfur. Daglegt líf mitt er orðið eins og síðasta borðið í erfiðum tölvuleik. Hlutir detta og þjóta, velta og springa. Og mannslíkaminn er svo viðkvæmur. Það má svo lítið út af bera og þá er maður orðinn að klessu. Dauðri klessu. Game over. EKKI ég. F AC EB O O K/ IM PR O V- H AR AL D U RI N N BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar LUCY 6, 8, 10:35(P) SNOWPIERCER 8 NIKULÁS LITLI 3:50 HERCULES 8, 10:10 AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 5 THE PURGE: ANARCHY 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar LUCY LÚXUS GUARDIAN. . . GALAXY 3D GUARDIAN. . . GALAXY 3DLÚXUS SEX TAPE DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D VONARSTRÆTI KL.. 3.10 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.40 KL. 3.10 - 5 - 8 - 10.40 KL. 5 - 8 KL. 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.20 LUCY NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.50 - 8 -10.10 KL. 5.45 - 8 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.15 KL. 10.40 KL. 5.20 KL. 8 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK SPARBÍÓ MOVIEPILOT.COM HITFIX WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 12 ÁGÚST: 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Þetta snýst um að hlusta, taka áhættur, vera í núinu, styðja aðra og vera jákvæður. Það er mjög mannbætandi heimspeki á bak við þetta. Vala Kristín Eiríksdóttir spunaleikkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.