Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 54
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Ég blanda mér sjálf drykk úr einu grænu epli, 1-2 sellerístöngum, sker niður engifer og set í blandara. Svo kreisti ég örlítið lime og set nýpressaðan ávaxtasafa og vatn út í. Þessi kemur mér alveg í gang á daginn.“ Maria del Carmen Jimenez Pacifico fyrirsæta. UPPÁHALDSDRYKKURINN „Ég sé mjög eftir því núna að hafa gefið öll spjöldin mín á sínum tíma,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson, en Aron leitar nú dauðaleit að gömlu góðu Pokémon- spilunum. Hann segir að hægt sé að fá háar upphæðir fyrir réttu spilin, þá sér- staklega ef viðkomandi á réttu útgáfuna af Charizard í glansi. „Ég var að passa strák á dögun- um og hann átti fullt af Pokémon. Ég fór að skoða möppuna hans og sá að hann átti fyrstu útgáfuna af Char izard. Ég fór svo að skoða hvað væri hægt að fá fyrir spilið og sá bæði á eBay og Amazon að það væri hægt að fá 2.000-2.500 dollara fyrir spilið, sem er gjör- samlega fáránlegt.“ Pokémon- æðið gekk yfir heimsbyggðina fyrir tæpum tveimur áratugum og eflaust fá mannsbörn á Íslandi sem ekki muna eftir spilunum. „Ég átti alveg 4-5 troðfullar möppur af spilum. Nú langar mig mjög mikið að smala saman öllum Chariz- ördum landsins og athuga hvort það fást einhverjar upphæðir fyrir þetta. Annars er bara hægt að nota þá sem flott veggfóður,“ segir Aron eldhress. - ka Leitar að Charizard í glansi Aron Már Ólafsson leitar nú að ákveðinni glansútgáfu af Pokémon-spilinu Char- izard. Hægt er að fá háar upphæðir fyrir spilið, sé það í góðu ásigkomulagi. SAKNAR SPILANNA Aron átti sjálfur 4-5 möppur troðfullar af Pokémon- spilum á sínum tíma en gaf svo möppurnar. VERÐMÆTUR DREKI Eigir þú fyrstu útgáfuna af Char- izard í glansi ertu í góðum málum. „Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettíma- riti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistar- fólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir rit- stjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna rokmusic. com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaða- menn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwa- ves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjam- in. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“ baldvin@365.is Fanga hvirfi lvind íslenskrar tónlistar Benjamin Mark Stacey og Chris Sea opnuðu á dögunum nettímaritið ROK Music sem sérhæfi r sig í að kynna íslensku tónlistarsenuna fyrir heiminum. GÓMSÆTUR TÓNMATUR Félagarnir vilja koma íslenskum tónlistarmönnum saman að spjalla um senuna. „Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um sam- félagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á ein- hvern jákvæðan hátt af frum- kvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildar- myndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarf- semi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndina tók Anna Gyða upp frá júlí til október í fyrra en hún ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtak- inu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Dray- ton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á sam- félagslegri frumkvöðlastarf- semi.“ kristjana@frettabladid.is Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Anna Gyða Sigurgísladóttir kynntist hugtakinu samfélagsleg frumkvöðlastarf- semi fyrir tveimur árum. Áhugi hennar á hugtakinu varð að heimildarmynd. FYRSTA HEIMILDARMYNDIN Anna Gyða segist ekki hafa lært neina kvikmyndagerð en að sig hafi lengi langað til þess að gera heimildarmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.