Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 2
1. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI Höskuldur Ólafsson, for- stjóri Arion banka, vill hagræða frekar í rekstri útibúa með fleiri sjálfvirkum bankaútibúum. Hann bendir á að 40% þeirra sem komi í útibú komi þangað til þess að taka út peninga. Slíkt sé hægt að gera sjálfvirkt. Hjá Landsbankanum eru hlutföllin þannig að af þeim sem heimsækja gjaldkerana eru 47% að taka út/fá skiptimynt eða leggja inn. Einnig sé möguleiki að taka hærra gjald af þeim sem nýti sér þjónustu starfsmanna útibúa. Arion banki rekur nú þegar tvö útibú þar sem afgreiðsla er sjálf- virk og Landsbankinn eitt. Íslands- banki er með eitt slíkt útibú. „Það er einfaldlega þannig að sumt af þeirri hefðbundnu þjón- ustu sem við erum að bjóða hjá gjaldkerum er þjónusta sem hægt er að framkvæma með einfald- ari og ódýrari hætti,“ segir Hösk- uldur. Hann segir að það sé því eðlilegt að fólk fái að velja um gjaldkeraþjónustu eða sjálfvirka þjónustu. Í sama streng tekur Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, í svari sínu til Fréttablaðsins. „Stefnan er sú að þeir sem nýta þjónustu borgi fyrir hana. Það á einnig við um gjaldkeraþjónustu. Samhliða þessu er leitast við að bjóða allt- af aðra möguleika,“ segir í svari Kristjáns. Höskuldur segir að þjónusta gjaldkera verði veitt á meðan eft- irspurn sé eftir henni, en eðlilegt sé að kostnaður af rekstri bankans falli þar sem stofnað sé til hans. „Það er dýrara að fá þjónustu í gegnum til dæmis gjaldkera held- ur en í gegnum vélbúnaðinn sem er mjög aðgengi- legur þannig að þetta mun þróast í það að fólk fær að velja um það að greiða held- ur meira fyrir að fá afgreiðslu hjá gjaldkera og minna eða ekkert fyrir að afgreiða sig sjálft. Aðalatriðið er að þetta sé sanngjarnt og valkvætt og við munum alltaf hafa það að leiðar- ljósi að kúnninn fái að velja,“ segir Höskuldur. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármála- fyrirtækja, segir að á um það bil tíu árum hafi bankaútibúum fækkað úr 170 um allt land niður fyrir 90. Það verði áfram þörf fyrir gjaldkera og því sé útilokað að hefðbundin bankaútibú muni heyra sögunni til. „Niður fyrir visst mark fara þau nú ekki,“ segir hann. Hann bendir á að Nordea- bankinn hafi fækkað útibúum, en fyrir tveimur árum hafi hann fjölgað útibúum aftur vegna kröfu frá viðskiptavinum. jonhakon@frettabladid.is Vill hærri gjöld á þá sem hitta gjaldkera Stóru bankarnir hafa allir opnað sjálfvirk útibú. Forstjóri Arion banka segir að stóran hluta þeirrar þjónustu sem bankinn veiti sé hægt að veita á einfaldari hátt en nú er gert. Eðlilegt sé að þeir sem nýti þjónustu starfsmanna greiði hærri gjöld. KRINGLAN Íslandsbanki opnaði sjálfvirkt útibú í Kringlunni. Þar eru engir gjaldkerar. FRIÐBERT TRAUSTASON FJÖLMIÐLAR „Ég lánaði Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, 15 milljónir króna í fyrra. Er það ekki dropi í hafið í þessum fjöl- miðlarekstri,“ segir Guðmund- ur Kristjánsson útgerðarmaður kenndur við Brim. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur velt upp þeirri spurningu á samfélagsmiðl- um hvort Guðmundur hafi afhent Reyni peningana í þeim tilgangi að kaupa sér óvægna og skaðlega umfjöllun um meðeigendur sína í Vinnslustöð Vestmannaeyja. Í yfirlýsingu sem barst frá Guð- mundi segist hann ætla að stefna Elliða fyrir meiðyrði. Fullyrðing- ar hans eigi ekki við nein rök að styðjast. Reynir Traustason, aftekur með öllu að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Hann segir óhróður bæjarstjórans í Vestmannaeyjum um Guðmund í Brimi með eindæmum. Atli Fanndal, fyrrverandi blaðamaður á DV, segir á fésbók að hann ætli að ræða við fjöl- miðlanefnd í dag og skýra frá því sem hann viti. Á meðan Atli var blaðamaður á DV skrifaði hann mikið um sjávarútvegsmál. Atli vildi ekki tjá sig frekar um málið við Fréttablaðið. Þorsteinn Guðnason, fyrrver- andi stjórnarformaður, hefur ákveðið að fara fram á óháða úttekt á fjárreiðum og rekstri DV ehf. í ljósi tíðinda af persónuleg- um lánum til ritstjóra blaðsins. - jme Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir útgerðarmann hafa keypt umfjöllun í DV með því að lána fé: Lánaði ritstjóra DV 15 milljónir króna í fyrra ÁSAKANIR Reynir Traustason hafnar ásökunum um að útvegsmaður hafi keypt sér fréttaumfjöllun í DV. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN PAKISTAN Þrír féllu og meira en 400 særðust í átökum í Islamabad, höfuðborg Pakistans, á laugardaginn í mótmælum stjórnarandstöðu. Meðal þeirra föllnu voru 37 lögreglumenn. Mótmælendur brutu sér leið inn á lóð þinghússins þar í borg og 30.000 lögreglumenn svöruðu með því að beita táragasi og skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum. Stjórnarandstæðingarnir eru úr röðum Imran Khan og klerksins Tahrul Qadri, sem ásaka ríkisstjórnina um spillingu og krefjast þess að hún segi af sér. Mótmælendur söfnuðust aftur saman eldsnemma á sunnudagsmorg- un, og gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að brjótast í gegnum múr lög- reglumanna og víggirðingar til þess að komast að lóð þinghússins að nýju. Lögreglan beitti þá táragasi í miklum mæli. - ósk Átökin harðna í mótmælunum í Islamabad: Þrír látnir og hundruð særðir VERJAST TÁRAGASI Mótmælendur í Islamabad hylja andlit sín með gasgrímum og klútum til að verjast táragasárásum. AFP/NORDICPHOTOS SAMFÉLAG Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins höfðu borist 37 hjálparbeiðnir um miðjan dag í gær vegna vatnsleka í íbúðarhúsum. Flestar bárust þær frá íbúum í Hátúni og þar í kring. „Það er búinn að vera mjög mikill erill,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, aðspurður. „Þetta er með því mesta sem hefur gerst en það hafa komið svona kippir þegar svona óveð- urslægðir ganga yfir.“ Hann bætir við að margir hafi þurft að bíða lengi eftir aðstoð enda hafi flestar beiðnirnar komið á sama tíma fyrir hádegi. Um tuttugu slökkviliðs- menn sinntu vatnslekanum, auk þess sem Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg og tryggingafélögin voru með mannskap að störfum. Vatn flæddi inn í kjallara í Bergstaðastræti hjá körfuknattleiksmanninum Pavel Ermolinskij þar sem hann opnar kjöt- og fiskbúð á næstu vikum. Vatn hafði lekið um allan ganginn, sjö til átta fer- metra, en það náði ekki inn í aðalrýmið vegna halla upp í móti. „Þeir komu fljótlega með þvílíkar græj- ur og redduðu þessu á litlum tíma,“ segir Pavel um slökkviliðið og kann því bestu þakkir fyrir. - fb Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast vegna vatnsleka: Um 40 hjálparbeiðnir bárust RÆÐIR VIÐ SLÖKKVILIÐSMENN Vatn flæddi inn í kjallarahúsnæði þar sem Pavel Ermolinskij opnar búð á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þannig að þetta mun þróast í það að fólk fær að velja um það að greiða heldur meira fyrir að fá afgreiðslu hjá gjaldkera. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka „Jakob, þarf nokkuð að gefa ykkur stuð fyrir eftirpartíið?“ „Við reiðum okkur alfarið á súrefnis- tjaldið sem við keyptum úr dánarbúi Michaels Jackson og höfum ekki séð enn þá. Við treystum á að það sé á leiðinni með haustskipunum.“ Jakob Frímann Magnússon og félagar í Stuð- mönnum halda tvenna tónleika í Hörpu 6. september. Að þeim loknum verður eftirpartí í Hörpu þar sem Stuðmenn leika fyrir dansi. ÍRAK Raghad Hussein, elsta dóttir Saddams Hussein, fyrrverandi ein- ræðisherra Íraks, er ein af þeim sem fjármagnar hryðjuverkasam- tökin Islamska ríkið, eða IS. Þetta hefur þýska blaðið Spiegel eftir heimildarmönnum sínum í Mið- austurlöndum. Hussein er í útlegð og býr í Jórd- aníu, gegn loforði um að skipta sér ekki af stjórnmálum. Spiegel hefur eftir heimildarmönnum sínum að Hussein vilji nú hefna sín á þeim sem komu föður hennar frá völd- um og tóku hann af lífi. - aí Dóttir Saddams í hefndarhug: Sögð veita IS fúlgur fjár DANMÖRK Stór hluti Kaup- mannahafnar minnti helst á Feneyjar í fyrrinótt eftir eitt- hvert mesta rigningaveður sem menn þar í borg muna eftir. Mikil rigning varð í kjölfar þrumuveðurs bæði í höfuðborg- inni og Nordsjælland. Í norðurhluta Kaupmanna- hafnar mældist úrkoma 119 mm en stærstur hluti hennar féll á innan við hálftíma. Vatn flæddi inn í fjölmarga kjallara og öku- menn áttu erfitt með að komast leiðar sinnar. - ktd Rigning eftir þrumuveður: Allt á floti í Danmörku SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.