Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 4
1. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Lyfjaval.is • sími 577 1160 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í september. VELFERÐARMÁL Um sex hundr- uð fleiri fengu húsaleigubætur í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og hefur kostnaður vegna bótanna hækkað um tæp fimm- tán prósent. Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur, segir fjölgunina fyrst og fremst vera á almenn- um markaði og námsmanna- íbúðum. Aðspurð segist hún ekki vita með fullri v i s s u h v e r ástæða fjölgun- arinnar er, en þar sem fram- boð leiguhúsnæðis hefur ekki aukist sé fjölgunin líklega tengd efnahagsástandinu. „En með hlið- sjón af þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin hefur gengið í gegnum er ekki órökrétt að áætla að fleiri eigi rétt á bótum en áður vegna lægri tekna,“ segir Ellý Alda. Hólmsteinn Brekkan, fram- kvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir líklega ástæðu fjölgunar vera að fleiri séu upplýstir um réttindi sín. „Við höfum hamrað á þessu við leigj- endur því það eru svo margir sem hafa ekki hugmynd um bótaréttinn. Mikið af eldra fólki í þjónustuíbúðum sem við höfum talað við hefur til dæmis ekki haft hugmynd um hvað húsa- leigubætur eru.“ Hólmsteinn segir fólk stóla meira á bæturnar með hækkandi leiguverði og þrýsta því meira nú en áður á leigusala að gefa leiguna upp. Svanur Guðmundsson, formaður Félags leigumiðlara, tekur undir það og bætir við að leigjendur séu orðnir mun meðvitaðri um rétt sinn. „Ég veit af fjölmörgum dæmum þar sem leigjendur fara með samning í þinglýsingu og sækja svo um bætur, þrátt fyrir munnlegt samkomulag við leigu- sala um að gefa ekki upp leiguna,“ segir Svanur. „Enda á ekkert að þurfa að spyrja eigandann hvort það megi þinglýsa samningnum. Það munar svo miklu fyrir fjöl- skyldur að fá bæturnar og leigu- salar geta lítið gert við þessu, annað en að segja leigusamningn- um upp, sem gerist stundum.“ Svanur segir þó einnig mörg dæmi þess að leigusalar vilji ekki leigja út íbúðir sínar til þeirra sem ætla að sækja um bætur, sem þýðir að erfiðara getur verið fyrir þá verst stöddu að fá íbúðir til leigu. „Og vegna svo mikillar eftirspurn- ar eftir leiguíbúðum hafa leigusal- ar mikil völd.“ Margt eldra fólk í þjónustuíbúð- um sem við höfum talað við hefur til dæmis ekki haft hugmynd um hvað húsaleigubætur eru. Hólm- steinn Brekkan, framkvæmda- stjóri Samtaka leigjenda. erlabjorg@frettabladid.is Fleiri sækja réttinn til húsaleigubóta Á einu ári hefur þeim sem fá húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg fjölgað um sex hundruð eða tæp níu prósent. Talið er að efnahagsþrengingar og hátt leiguverð fái fólk frekar til að sækja rétt sinn og þrýsta á leigusala að gefa upp leiguna. REYKJAVÍK Formaður Félags leigumiðlara segir litla hreyfingu hjá leigumiðlurum enda fari margar íbúðir í leigu til ferðamanna og enn séu margir sem gefi ekki upp leiguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEL ELLÝ ALDA ÞOR- STEINSDÓTTIR HÓLMSTEINN BREKKAN SVANUR GUÐ- MUNDSSON SVÍÞJÓÐ Eftir að margir grunn- skólanemenda í Hanaskog og Knislinge í Svíþjóð höfðu beðið skólastjórana um að fá að vera með í móðurmálskennslu fyrir arabískumælandi skólafélaga sína var ákveðið að bjóða upp á arabísku sem valfag fyrir nem- endur í þriðja bekk. Í kjölfar þess að foreldrar fréttu af frjálsu arabískutím- unum fóru skólastjórnendum að berast hótunarbréf, að því er segir í frétt á vef sænska ríkis- útvarpsins. - ibs Hótanir frá foreldrum: Reiði vegna ar- abískukennslu ARABÍSKA Foreldrar voru ósáttir við frjálsa tíma í arabísku. NORDICPHOTOS/AFP SENEGAL, AP Maður smitaður af ebólu ferðaðist til Senegal og varð því fyrsta skráða tilfellið af ebólusmiti í landinu. Ebólufaraldurinn hefur geisað í Gíneu, sem á landamæri að Senegal og þremur öðrum Vest- ur-Afríkuríkjum. Faraldurinn hefur þegar banað 1.500 manns á svæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins til Afríku gefur til kynna að heil- brigðisyfirvöld hafi ekki náð stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins. - ih Lítil stjórn á faraldrinum: Ebólan komin til Senegal VINNUMARKAÐUR „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessari atvinnugrein. Ef Ísland ætlar byggja upp þessa ferðaþjónustu þá þarf að taka mjög hressilega til,“ segir Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins. Hún segir að stéttar- félög hringinn í kringum landið hafi ekki haft undan í sumar við að greiða úr málum þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og telja að þeir hafi verið hlunn- farnir í launum. „Það eru tveir hópar innan ferðaþjónustunnar, þeir sem greiða ekki rétt laun af kunnáttu- leysi og þeir sem borga ekki rétt laun af ásetningi,“ segir hún og bætir við að það séu þeir sem séu tregir að borga rétt laun. Algeng mistök eru að greitt sé vaktaálag í stað yfirvinnu, þó að ekki sé um eiginlegar vaktir að ræða. Jafnaðarkaup er algengt þar sem ekki er gerður greinar- munur á dagvinnu og yfirvinnu og jafnvel eru þess dæmi að starfsfólk sé á dagvinnukaupi á kvöldin og um helgar. Þá er svört vinna alltof tíð og sömuleiðis að ekki sé skilað af fólki gjöldum í stéttarfélög, lífeyrissjóði, starfs- menntasjóði, sjúkrasjóði og svo framvegis. Slíkt rýrir réttindi starfsfólks verulega og dæmi eru um að fólk sé jafnvel ekki tryggt í vinnunni. Atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir því að þá eru þeir skaðabótaskyldir ef eitthvað kemur fyrir. - jme Starfsgreinasambandið segir að kvörtunum vegna vangoldinna launa í ferðaþjónustu hafi fjölgað í sumar: Verður að taka hressilega til í greininni ÁSETNINGUR Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri SGS, segir að margir innan ferðaþjónustunnar vangreiði laun af kunnáttuleysi en aðrir af ásetningi. BRETLAND Hryðjuverkamenn sem hafa fæðst í Bretlandi og barist í Írak og Sýrlandi fá ekki að snúa aftur til föðurlands síns, ef áætlan- ir ríkisstjórnarinnar ganga eftir. Samkvæmt þeim fá þeir sem eru grunaðir um að taka þátt í hryðju- verkastarfssemi að halda bresk- um ríkisborgararétti sínum. Aftur á móti fá þeir ekki að snúa aftur til Bretlands í ákveðinn tíma, að því er kom fram á vef BBC. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, er sagður ætla að leggja þessa tillögu fram á þinginu í dag. Talið er að að minnsta kosti 500 manns frá Bretlandi hafi farið til Sýrlands og tekið þátt í bardögum þar í landi. - fb Tillaga Davids Cameron: Snúi ekki aftur til Bretlands DAVID CAMERON Forsætisráðherra Bretlands er sagður ætla að leggja fram tillögu um hryðjuverkamenn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 5.826 manns störfuðu í leikskólum á Íslandi í desember 2013, fleiri en nokkru sinni fyrr. Alls störfuðu 5.826 manns í 5.099 stöðugildum í 256 leikskólum, eða 2,8 prósentum fleiri en árið áður. Heimild: Hagstofa.is MENNTUN Hægt verður að sækja námskeið við Háskóla Íslands um málefni flóttafólks og hælisleit- enda í haust. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum sveitarfélaga, ríkis- stofnana, félagasamtaka og nem- endum í meistaranámi við HÍ. Um er að ræða samstarfsverk- efni milli Háskóla Íslands, Endur- menntunar HÍ og Mannréttinda- skrifstofu Reykjavíkur. Kennt verður í þremur lotum, tvo daga í senn í október. - ih Kenna málefni flóttafólks: Námskeið um hælisleitendur Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÆTUSAMT EINKUM VESTAN TIL næstu daga en bjart austanlands á morgun og miðvikudag. Strekkingur með SA- og A-stöndinni á morgun en dregur svo úr. Milt í veðri hiti 8-17 stig, hlýjast norðaustan til. 9° 4 m/s 11° 9 m/s 12° 8 m/s 12° 12 m/s 5-13 m/s Víða 5-10 m/s Gildistími korta er um hádegi 28° 33° 19° 22° 25° 17° 18° 17° 17° 26° 20° 34° 30° 31° 26° 19° 19° 18° 11° 11 m/s 12° 13 m/s 15° 9 m/s 13° 8 m/s 13° 8 m/s 12° 8 m/s 8° 9 m/s 11° 11° 8° 11° 12° 10° 14° 14° 13° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.