Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 64
1. september 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 32 FÓTBOLTI Allt fram til ársins 2011 hafði meistaraflokkum Stjörn- unnar í knattspyrnu hvorki tek- ist að vinna bikarinn á Íslandi né Íslandsmeistaratitilinn. Kvenna- lið Stjörnunnar braut blað í sögu félagsins þann 30. ágúst 2011 þegar stúlkurnar urðu Íslands- meistarar í fyrsta sinn en síðan þá hafa þær haft góð tök á íslenskri kvennaknattspyrnu. Fjórum árum síðar eru tveir bikarmeistara- titlar komnir í hús ásamt einum Íslandsmeistaratitli og stefnir allt í að annar Íslandsmeistaratitillinn í röð og sá þriðji á fjórum árum komi nú í haust. Öruggt á Laugardalsvelli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum um helgina og varð í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari. Þær eiga möguleika á því að vinna tvenn- una í fyrsta sinn í sögu félags- ins en þegar fjórir leikir eru eftir eru þær með sex stiga forskot á Breiðablik í öðru sæti. „Þessi tilfinning er alltaf jafn æðisleg, við vorum með klár markmið fyrir þetta tímabil og það var að vinna tvöfalt og að vinna bikarinn var stórt skref í átt að því. Við höfum oft átt erf- itt með þessa keppni og mættum erfiðum liðum á leiðinni sem gerir þetta enn betra. Þetta var æðisleg- ur dagur og gaman að taka þátt í þessu, stemmingin var frábær og það var sett nýtt áhorfendamet,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var hetja Stjörnunnar í leiknum en hún skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins. „Við vorum með ágætis stjórn á leiknum og gáfum fá færi á okkur og náðum sem betur fer marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins, það skipti gríðarlega miklu máli í lokin. Svo náum við að setja annað mark sem gerir eiginlega út um leikinn að mínu mati og við náðum að bæta við mörkum eftir það. Lokatölur leiksins segja ekki alveg til um hvernig hann spilaðist, það var meira jafnræði í þessu við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Þær vörðust virkilega vel þótt þeim hafi ekki gengið vel að að skapa sér færi.“ Gullkynslóð Stjörnunnar Allt frá árinu 2011 hefur verið sterkur kjarni í Stjörnuliðinu sem leiðir liðið. Ásgerður Stef- anía Baldursdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafa verið lykil- leikmenn liðsins öll árin fjögur en ásamt þeim eru leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Maríu Bald- ursdóttur og Kristrúnu Kristjáns- dóttur. „Við erum búnar að byggja gríð- arlega góðan grunn og við erum með gott lið núna sem hefur spilað lengi saman og við þekkjum hvor aðra mjög vel. Þetta er ekkert að hætta núna, ég ætla rétt að vona það. Það heldur áfram uppgangur- inn í Garðabænum,“ sagði Harpa létt að lokum og tók fyrirliði liðs- ins, Ásgerður Stefanía Baldurs- dóttir undir það. „Við stefnum að tvennunni í ár og við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna. Við þurfum að vera vel gíraðar í næstu leiki, mótið er ekki búið þótt staðan sé góð,“ sagði fyrirliðinn. Hugarfarsbreyting hjá félaginu „Þetta eru búin að vera frábær ár hjá Stjörnunni síðustu ár, strák- arnir eru búnir að standa sig frá- bærlega þótt það hafi ekki komið bikarar. Það varð hugarfars- breyting hjá félaginu sem er að skila þessum árangri í dag,“ sagði Ásgerður sem segir að framtíðin sé björt í Garðabænum. „Það kom frábær þjálfari á sínum tíma sem fékk okkur til þess að hugsa betur og hann á risastóran þátt í þessum árangri hjá okkur. Allt félagið virðist hafa tekið við sér því yngri flokka starfið blómstrar í félaginu og ég hef fulla trú á því að strákarnir vinni deildina í fyrsta sinn í ár,“ sagði fyrirliðinn sem hefur trú á því að liðið muni berjast áfram um titla á næstu árum. „Þessu er ekki lokið, við erum með gríðarlega sterkan og mjög ungan hóp sem á mörg ár eftir svo það er langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki eins og staðan er í dag,“ sagði fyr- irliðinn Ásgerður. kristinnpall@365.is FÓTBOLTI Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leik- maður Cardiff, segir að hann verði tilbúinn í leikinn gegn Tyrklandi á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn næstkomandi. Aron Einar meiddist í leik gegn Wolves í ensku 1. deildinni á dögunum og hefur ekki verið í leikmannahóp Cardiff í undan- förnum leikjum en hann staðfesti við Fréttablaðið að hann væri kominn af stað á ný. „Ég fór meiddur af velli í leiknum gegn Wolves og það tók rúmlega viku að komast af stað á ný. Ég byrjaði bara að æfa aftur á föstudaginn og það var tekin ákvörðun um að ég myndi æfa með varaliðinu í staðin fyrir að fara í þennan leik til þess að þetta myndi ekki endurtaka sig. Ég er því tilbúinn í þennan leik með íslenska landsliðinu,“ sagði Aron sem er spenntur fyrir leikjunum. „Ég verð tilbúinn í þessa leiki rétt eins og aðrir leikmenn. Þetta verður erfiður riðill en við erum tilbúnir í þessa baráttu. Það eru flestir leik- mennirnir að spila þessa dagana sem er bara jákvætt fyrir liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar en Ísland tekur á móti Tyrklandi á þriðjudaginn næstkomandi. - kpt Verð tilbúinn í leikinn gegn Tyrklandi SPENNTUR Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn gegn Tyrkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÖGNUÐUR Leikmenn Stjörnunnar fögnuðu með stuðningsmönnum sínum eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum. Stjar- nan stefnir að fyrstu tvennunni í sögu félagsins en þær eru með gott forskot á toppi Pepsi-deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Hörputónar í Laugardalnum Stjarnan vann fj órða titil sinn á síðustu fj órum árum með 4-0 sigri á Selfoss í bikarúrslitaleiknum um hel- gina. Eft ir mörg mögur ár þar á undan er markmið liðsins að vinna tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins. GOLF Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suður- nesja stóðu uppi sem stigameist- arar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins, Goðamótinu, lauk á Akureyri í gær. Kristján Þór sigraði síðasta mótið en hann hafði þegar tryggt titil sinn en það var meiri spenna í kvennaflokki. Kristján lék loka- hring mótaraðarinnar á fjórum höggum undir pari og skaust upp fyrir Gísla Sveinbergsson. Karen var með gott forskot á næsta keppenda, Signýju Arn- órsdóttir, og tryggði sér sigur- inn með því að lenda í öðru sæti sem nægði henni til þess að sigra stigakeppni kvenna örugglega. Karen vann mótaröðina í fyrsta sinn en hún hefur lent í vandræð- um með að sýna nægilegan stöð- ugleika á mótum í ár. Vildi sýna stöðugleika „Þetta var auðvitað bara frábært að geta sýnt hvað maður getur á þessu stigi og sýna stöðugleikann. Ég hef ekki unnið mót en stöðug- leikinn sýnir að maður er góður kylfingur í mörgum mótum. Ég tók þátt í öllum mótum með það að markmiði að enda ofarlega og það tókst nokkuð vel,“ sagði Karen en hún var ánægð með spilamennsku sína á mótinu um helgina. „Ég spilaði heilt yfir vel fyrir utan að ég púttaði mjög illa í dag. Ég var að spila vel alla helgina en púttin voru ekki að detta í dag,“ sagði Karen í gær. Kristján Þór var skiljanlega sáttur með sigur- inn sem kórónaði frábært tímabil hans. „Tilfinningin er bara mjög góð, þetta er góður endir á góðu tíma- bili að sigra lokamótið,“ sagði Kristján sem var ánægður með spilamennskuna á mótinu við erf- iðar aðstæður í gær. Gefur mér sjálfstraust „Spilamennskan í dag var virki- lega góð, það voru mjög erfið- ar aðstæður, mikill vindur og að koma inn á fjórum höggum undir pari og án skolla var frábært. Þetta gefur mér bara enn meira sjálfstraust fyrir það sem er næst á dagskránni hjá mér svo maður hlýtur að vera sáttur.“ - kpt Kristján og Karen stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni Kristján Þór lauk frábæru keppnisári á stigatitli Eimskipsmótaraðarinnar. Þá stóðst Karen pressuna á Goðamótinu á Akureyri um helgina. GOTT ÁR Kristján hefur átt frábært tímabil. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÖÐUGLEIKI Karen lék stöðugt golf á mótaröðinni í ár. MYND/GSIMYNDIR.NET FÓTBOLTI Harpa Þorsteinsdótittir varð um helgina fimmta konan til þess að skora þrennu í bikarúr- slitaleik kvenna í 4-0 sigri Stjörn- unnar á Selfoss. Harpa, sem hefur verið einfaldlega óstöðv- andi í sumar, hefur skorað 27 mörk í öllum keppnum í sumar, þar af sjö mörk í tveimur leikjum gegn Selfossi. Harpa kom Stjörnunni á bragð- ið með fyrsta marki leiksins með glæsilegum skalla í lok fyrri hálfleiks, gríðarlega mikilvægt mark sem róaði taugar Stjörnu- kvenna til muna. Harpa bætti svo við tveimur mörkum þegar tíu mínútur voru til leiksloka sem gerðu endanlega út um leikinn. Hið fyrra kom eftir vel útfærða aukaspyrnu og nýtti Harpa sér mistök í varnarleik Selfoss til að bæta við þriðja marki leiksins. „Ég veit það ekki, þetta hefur gengið vel í sumar,“ sagði Harpa létt þegar borið var undir hana hvort Selfoss væri uppáhaldsand- stæðingur eftir mörkin sjö. ÞRENNUR Í SÖGU BIKARÚRSLITA- LEIKS KVENNA Í FÓTBOLTA 1) JÓNÍNA VÍGLUNDSDÓTTIR 1991 fyrir ÍA á móti Keflavík í 6-0 sigri. 2) ERLA HENDRIKSDÓTTIR 1996 fyrir Breiðablik á móti Val í 3-0 sigri. 3) MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR 2006 fyrir Val á móti Breiðabliki í 3-3 jafntefli. 4) HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR 2008 fyrir KR á móti Val 2008 í 4-0 sigri. 5) HARPA ÞORSTEINSDÓTTIR 2014 fyrir Stjörnuna á móti Selfossi í 4-0 sigri. - kpt Fimmta konan með þrennu ÓTRÚLEG Harpa fagnar þriðja marki sínu í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ FÓTBOLTI Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, er líklegast á förum frá félaginu til B-deildar félagsins Horsens í Danmörku en þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við blaðamenn eftir leik en Kjartan gaf ekki kost á sér í við- tölum eftir 2-3 tap KR gegn Stjörnunni. Kjartan Henry hefur verið gríðarlega mikilvægur KR-liðinu undanfarin ár og skoraði hann meðal annar sigurmark leiksins í uppbótartíma í bikarúrslitaleiknum gegn Fram. „Það er mjög líklegt að það gerist á morgun að hann fari til Danmerkur. Það er ekki búið að ganga frá neinu og því ætla ég ekki að tjá mig meira um það að svo stöddu,“ segir Rúnar. Kjartan Henry snýr því aftur í atvinnumennsku en hann fór á sínum yngri árum til skoska stórveldisins Celtic. Kjartan sem er uppalinn í KR hefur einnig leikið í Noregi og Svíþjóð. - kpt Kjartan á leiðinni til Danmerkur SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.