Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 20
1. september 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa PÉTURS ANDRÉSAR BALDURSSONAR Strikinu 8, Garðabæ,áður til heimilis Skagabraut 4, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilanna Vífilsstaða og Ísafoldar ásamt heimahjúkrun Garðabæjar fyrir einstaka aðstoð og umönnun. Anna Helgadóttir Baldur Pétursson Linda Hrönn Sigvaldadóttir Helgi Pétursson Pétur Pétursson Inga Pétursdóttir Þorgeir Kristófersson Guðlaug Pétursdóttir Guðni Gunnarsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, og langafi, SIGURÐUR EMIL MARINÓSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sælgætisgerðarinnar Mónu, Boðaþingi 5, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi, Kópavogi, föstudaginn 15. ágúst. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. september kl. 13.00. Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir Jakobína Edda Sigurðardóttir Gunnar Eiríksson Gunnar Sigurðsson Hólmfríður Þorvaldsdóttir Emilía Sigurðardóttir Ágúst Sigurður Sigurðsson Aðalheiður Ólafsdóttir Hjalti Sigurðarson Hrönn Hrafnsdóttir Sigurjón Atli Sigurðsson Jóney Hrönn Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kvikmyndahús í Reykjavík hófu í fyrsta skipti almennar sýningar á talmyndum 1. september 1930. Sýndar voru bandarískar dans- og söngva- myndir með tali og tónum. Gamla bíó auglýsti sýningar á kvikmyndinni Hollywood revýan í dagblöðum en þar sagði: „Talmynd, söngur, dans og hljóðfærasláttur. Skraut- legasta „revýu“-kvikmynd, sem gerð hefir verið með þátt- töku 25 bestu leikara Metro Goldwyn-fjelagsins ásamt 200 dansmeyjum og 100 manna hljómsveit.“ Panta þurfti að- göngumiða. Reykvískir bíógestir fögnuðu þessari nýbreytni og fylltu kvikmyndahúsin dag eftir dag. Kvikmyndir, eða lifandi myndir, voru sýndar í fyrsta skipti á Ís- landi sumarið 1903 fyrir tilstilli tveggja útlendinga, D. Fernan- der og R. Hallseth. Bíósýningar voru næstu ár vinsæl afþreying víða um landið. Reykjavík Bio- graftheater var opnað 1906 en eftir að Nýja bíó var stofnað í Reykjavík 1912 var það iðulega kallað Gamla bíó. ÞETTA GERÐIST: 1. SEPTEMBER ÁRIÐ 1930 Þögnin rofi n í kvikmynda- húsum Reykjavíkur GAMLA BÍÓ Kvikmyndahúsið sýndi dans- og söngvamyndina Hollywood revýan 1. september 1930. MERKISATBURÐIR 1689 Pétur mikli Rússlandskeisari lagði skatt á skeggvöxt karl- manna. 1715 Lúðvík 14. konungur Frakklands dó eftir 72 ára valdatíð. 1923 Stór jarðskjálfti skók Japan og lagði borgirnar Yokohama og Tókýó í rúst. Skjálftinn var 7,2 á Richter-kvarða og fórust um 140 þúsund manns. 1939 Seinni heimsstyrjöldin hófst. Þjóðverjar gerðu loftárásir á Pólland. 1941 Gyðingar í Berlín voru skikk- aðir til að ganga með Davíðsstjörn- una. 1972 Einvígi ald- arinnar var haldið í Laugardalshöll. Robert Fischer varð heimsmeist- ari í skák. 1985 Skipsflak Titanic fannst á botni Norður-Atl- antshafsins, 500 kílómetra suðaust- ur af Nýfundna- landi. 1988 Flugvöll- urinn í Kabúl stórskemmist í eldflaugaárás afganskra skæru- liða. 1991 Úsbekistan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 1997 Forseti Íslands og forsætisráðherra sendu leiðtogum Bretlands samúðarskeyti vegna fráfalls Díönu prinsessu. 2004 Safnahús Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu var opnað að nýju eftir að hafa verið lokað í nokkur ár. Úthlutað var úr styrktarsjóði Halldórs Hansen við hátíðlega athöfn í Sölv- hóli, tónlistarsal Listaháskóla Íslands, fimmtudaginn 28. ágúst. Þetta er í tíunda skipti sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum en sjóðurinn var formlega stofnaður árið 2004 eftir að barnalækn- irinn, Halldór Hansen, ánafnaði Listahá- skóla Íslands veglegt tónlistarsafn sitt og arfleiddi skólann að öllum eigum sínum þegar hann lést árið 2003. Megin- markmið sjóðsins er að styrkja uppbygg- ingu og styðja við tónlistarsafn skólans. Auk þess veitir sjóðurinn árlega styrki til tónlistarnema sem hafa, að mati sjóð- stjórnar, náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Stjórn sjóðsins skipa Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listahá- skóla Íslands, Árni Tómas Ragnarsson, læknir, Mist Þorkelsdóttir, fyrrverandi deildarforseti tónlistardeildar Listahá- skólans og Árni Heimir Ingólfsson, tón- listarfræðingur. Í hátíðarávarpi Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur fjallaði hún um velgjörðarmann sjóðsins, Halldór, sem hún kallaði bæði mikinn mannvin og hugsjónamann sem vildi með sjóðnum „efla hag tónlistar á Íslandi og koma íslenskum tónlistarmönnum í tengsl við alþjóðlega strauma.“ Að þessu sinni fengu tveir ungir tón- listarmenn úthlutað 600 þúsund krón- um. Þau Baldvin Ingvar Tryggvason klarínettuleikari og Jónína Björt Gunn- arsdóttir söngkona en þau útskrifuðust bæði með B.Mus-gráðu frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Baldvin Ingvar hefur æft klarinettu- leik frá því að hann var sjö ára gam- all, fyrst við Tónlistarskóla Álftaness en síðar við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Baldvin hefur meðal annars leik- ið með Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en þar hefur hann gegnt stöðu leiðara þrisvar sinnum. Baldvin segir styrkinn koma sér mjög vel en hann er að hefja nám við Royal College of Music í Lond- on. „Þetta fer allt beint í skólagjöldin,“ sagði Baldvin þakklátur og spenntur en hann flytur til London um miðjan sept- ember. Þar mun hann njóta leiðsagnar klarínettuleikarans Barnaby Robson, sem heimsótti LHÍ á síðasta skólaári. Barnaby, sem er tónskáld og klarinettu- leikari, hefur komið að gerð tónverka við margar vinsælar sjónvarpsseríur og kvikmyndir. Jónína sem flytur til New York í sept- ember segir styrkinn koma sér vel því mikill kostnaður fylgi því að flytja á milli landa og hefja nám en hún hefur nám við söngleikja- og kvikmyndadeild New York Film Academy núna í haust. Jónína er fædd á Akureyri árið 1990 en hún hóf ung nám í fyrst píanó- og síðar fiðluleik. Sautján ára gömul færði hún sig yfir í söngnám en hún lauk fram- haldsprófi í klassískum söng árið 2011. Jónína hefur komið fram víða, bæði sem einsöngvari og með kórum. Hún söng meðal annars og dansaði í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Rocky Horror árið 2010. Fengu styrk úr sjóði Halldórs Hansen Baldvin Ingvar Tryggvason klarínettuleikari og Jónína Björt Gunnarsdóttir söngkona hefj a bæði nám erlendis um miðjan september og segja styrkina koma sér vel enda uppihald í London og New York dýrt svo ekki sé talað um skólagjöldin. STYRKHAFARNIR Baldvin Ingvar Tryggvason og Jónína Björt Gunnarsdóttir með Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.