Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 12
1. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 VELFERÐARMÁL Kostnaður Reykja- víkurborgar vegna stuðnings við fatlað fólk í formi liðveislu eða stuðningsfjölskyldna hefur minnk- að um 10-12 prósent á milli ára. Eftirspurnin eftir þjónustunni hefur þó alls ekki minnkað enda eru á fimmta hundrað manns á biðlista, þar á meðal fjöldi barna sem bíða eftir liðveislu eða stuðn- ingsfjölskyldum. Berglind Magnúsdóttir, skrif- stofustjóri þjónustu heim á vel- ferðarsviði Reykjavíkur- borgar, segir biðlistann hafa lengst lítillega frá því í fyrra og vandann felast í of fáum starfs- umsóknum. „Við höfum ekki feng- ið nógu mikið af umsóknum um að gerast stuðn- ingsforeldrar til að mæta eftir- spurn.“ Berglind segir töluverðar kröfur gerðar til þeirra sem sinna starf- inu; viðkomandi þurfi að vera heil- steyptur og með hreint sakavott- orð og velja þurfi hvern og einn af kostgæfni enda sé um náið sam- starf tveggja aðila að ræða. „Því væri æskilegra að við hefðum fleiri umsóknir til að velja úr. Störf með fötluðu fólki og börnum eru gríðarlega gefandi og skemmtileg og henta vel með námi, ég vona að fólk sjái tækifærið í því.“ „Það getur verið grundvallar- atriði fyrir foreldra að fá stuðn- ingsfjölskyldu,“ segir María Hildi- þórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarf- ir. „Sérstaklega þegar umönnun barnsins er mikil. Sum börn með fatlanir sofa til dæmis lítið og for- eldrarnir þá líka.“ María segir oft erfiðara að fá stuðningsfjölskyldur og liðveislu fyrir börn eftir því sem þau verða eldri, einnig börn sem eru með hegðunar- og samskiptavanda eða á einhverfurófi. „Einmitt fyrir þessar fjölskyldur getur stuðning- ur skipt sköpum til að fá nauðsyn- lega hvíld.“ María bætir við að mikill vilji sé fyrir hendi hjá félagsþjónustunni að útvega stuðning en erfitt virð- ist vera að finna fólk í störfin og gæti það mögulega tengst launa- kjörum. Það breyti þó ekki því að mikil þörf sé fyrir þjónustuna og hún sé lagalegur réttur fatlaðra barna. erlabjorg@frettabladid.is Það getur verið grund- vallaratriði fyrir foreldra að fá stuðn- ingsfjölskyldu María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ÚTSÖLUSTAÐIR: HAGKAUP, SAMKAUP, BYGGT OG BÚIÐ, NETTÓ, HEIMILISTÆKI OG APÓTEK UM LAND ALLT. LÚSAKAMBUR Vandaður og góður rafmagns lúsakambur sem fjarlægir höfuðlús og egg einfaldlega með því að greiða í gegnum hárið. Innbyggður hreinsibursti. ÍSLENSKUR LEIÐARVÍSIR 3ja ára ábyrgð! Medisana 4 1015 Mikill fjöldi barna með fötlun bíður eftir stuðningi Tæplega fimm hundruð eru á biðlista í Reykjavík eftir stuðningsþjónustu. Aðallega fötluð börn sem þurfa stuðn- ingsfjölskyldu og fatlað fólk sem þarf félagslegan stuðning. Of fáir sækjast eftir störfunum til að mæta þörfinni. BÖRN Flestir á biðlistunum eru fötluð börn og fjölskyldur þeirra sem óska eftir stuðningsfjölskyldum. BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR SÓMALÍA Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að bílasprengja sprakk við höfuðstöðvar leyniþjónustunn- ar í Mógadisjú, höfuðborg Sómal- íu í gær. Mikil skothríð upphófst í kjölfar sprengingarinnar. Talið er að herskáir íslamistar úr hryðju- verkahópnum Al-Shabab séu ábyrgir fyrir árásinni, en þeir eru jafnframt taldir hafa tengsl við Al- Qaeda samtökin. Al-Shabab hafa þegar lýst árás- inni á hendur sér, en í höfuðstöðv- unum var einnig fangelsi sem með- limir Al-Shabab sögðu hafa verið notað til þess að „pynda og niður- lægja saklausa múslima“. Árásin er gerð einum degi eftir að herinn í Sómalíu og friðarsveit- ir Afríkusambandsins gáfu yfirlýs- ingu þess efnis að þeir hefðu fellt eitt höfuðvígi Al-Shabab og þar með klippt á mikilvæga tekjulind fyrir hryðjuverkasamtökin. - ósk Al-Shabab hefur lýst árásinni á hendur sér: Tólf felldir í Sómalíu FRIÐARSVEITIR AFRÍKUSAMBANDSINS Undirbúa árás á eitt höfuðvígi al-Shabab í Shabelle-héraði í Sómalíu. AFP/NORDICPHOTOS ALÞINGI Frumvarpi til fjárlaga 2015 verður dreift á Alþingi sama dag og þing verður sett þann níunda september. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður fyrsta umræða um frumvarpið 11. og 12. september. Stefnt er að því að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið verði 20. nóvember og atkvæða- greiðsla að lokinni annarri umræðu 24. nóvember. Þriðja umræða verður 3. desember og atkvæðagreiðsla að henni lokinni að morgni 4. desember. - jme Starfsáætlun þingsins kynnt: Fjárlög í byrjun desember BAGDAD,AP Íraskar öryggis- sveitir og sjíta-vígamenn réðust inn í bæinn Amirli og bundu enda á sex vikna umsátur íslömsku öfgahreyfingarinn- ar Íslamska ríkið um bæinn. Skömmu áður höfðu Bandaríkja- menn gert loftárásir á svæðið. Um fimmtán þúsund sjíta- Túrkmenistar urðu innlyksa í bænum, sem er um 170 kíló- metrum norður af höfuðborg- inni Bagdad, um miðjan júlí eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins umkringdu hann. - fb Bundu enda á umsátur: Réðust inn í bæinn Amirli DÓMSMÁL Dómur í máli suður- afríska hlauparans Oscars Pistor- ius er væntanlegur þann 11. sept- ember. Barry Roux, lögmaður Pistorius, sakaði lögregluna um spillingu í fyrirlestri sem hann hélt fyrir lögfræðinema í Wits- háskóla í Jóhannesarborg. „Þeir eru seinir og mæta ekki með rétt gögn í réttarsalinn. Stundum vegna þess að þeir hafa selt gögnin. Stundum vegna þess að þeir hafa týnt þeim.“ Roux hefur ítrekað sakað lög- reglu um að fara illa með sönn- unargögn í málinu, en Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði í febrúar, 2013. - ósk Lögmaður Oscar Pistorius: Segir lögreglu selja málsgögn DÓMUR FELLUR Í NÆSTU VIKU Rétt- arhöld yfir Pistorius eru senn á enda. AFP/NORDICPHOTOS minni kostnaður Reykjavíkurborgar vegna liðveislu fyrir fatlað fólk á milli ára. Liðveisla er hugsuð sem stuðningur til að rjúfa félagslega einangrun. 12% er á biðlista eft ir stuðnings- þjónustu í Reykjavík. Flestir á listanum bíða eft ir liðveislu og stuðningsfj ölskyldum. 461 minni kostnaður borgarinnar vegna stuðn- ingsfj ölskyldna fyrir fötluð börn á milli ára. 10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.