Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 58
1. september 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Hvar eru sigurvegararnir í dag? Raunveruleikaþátturinn America’s Next Top Model er einn sá farsælasti í heiminum en fyrir stuttu hófust sýningar á 21. seríu undir harðri stjórn Tyru Banks. Í lok hverrar seríu er upprennandi fyrirsæta krýnd sigurvegari en hvað tekur svo við hjá módelunum? Frétta- blaðið fór á stúfana og hafði upp á níu af þeim tuttugu fyrirsætum sem hafa borið sigur úr býtum í ANTM, eins og þátturinn er kallaður. ➜ Elskar raunveru- leikasjónvarp Adrianne Curry 1. sería Adrianne hefur haft í nægu að snúast síðan hún vann fyrstu seríu ANTM, 2003. Tveimur árum síðar tók hún þátt í raunveruleikaþættinum The Surreal Life. Þar hitti hún eiginmann sinn, Christopher Knight, sem er þekktastur fyrir að leika í The Brady Bunch á áttunda áratugnum. Þau gerðu heimildarþætti um líf sitt, My Fair Brady árið 2005. Adrianne og Cristopher skildu árið 2012. Þá hefur Adrianne einnig setið fyrir í Playboy tvisvar. ➜ Á leiklistarbraut Eva Marcille Pigford 3. sería Eva var iðin við kolann í fyrirsætubransanum eft ir sigurinn og vann meðal annars fyrir DKNY, Samsung, og CoverGirl. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að leiklist, en er enn á skrá hjá L.A. Models. Hún hefur leikið hlutverk í Smallville, The Young and the Restless og í I Think I Love My Wife. Þá var hún í tónlistarmynd- böndunum Live It Up með Jennifer Lopez og Best of Me með Tyrese. ➜ Dómari í fegurðarsamkeppni Naima Mora 4. sería Naima var dómari í Miss Teen USA árið 2005 og gaf út bókina Naima Mora‘s Model Behavior árið 2012. Hún hefur setið fyrir í blöðum á borð við Elle, Fuego, usWeekly, Radar, In Touch og Star. Þá hefur hún gengið tískupalla fyrir merki á borð við Christopher Deane, Gharani Strok og Walmart. Hún fór með hlutverk í óháðu myndinni Sarbanes-Oxley 2006 og er söngkona í Galaxy of Tar. ➜ Vekur athygli á sóríasis CariDee English 7. sería CariDee var næstum því rekin úr þáttunum en stóð að lokum uppi sem sigur- vegari. Hún hefur blómstrað sem fyrirsæta og prýtt forsíður blaða á borð við Seventeen, Inked og In Touch. Þá hefur hún setið fyrir fyrir merki á borð við L‘Oreal, JCPenney og Carlos Campo. CariDee er auk þess talskona bandarísku sóríasis- stofnunarinnar og vill vekja athygli á sjúkdómnum. ➜ Gafst ekki upp Jaslene Gonzalez 8. sería Jaslene var rekin heim í sjöundu seríu en lét ekki deigan síga, reyndi aft ur og sigraði í þeirri áttundu. Jaslene hefur haldið sig við fyrirsætubransann og hefur sést í tímaritum eins og usWeekly, In Touch, Vibe Vixen, Seventeen og Latina. Hún hefur einnig verið í aðalhlutverki á fj órum risaskiltum á Times-torgi í New York síðustu ár. ➜ Eigin lína Whitney Thompson 10. sería Whitney er fyrsta og eina fyrirsætan í yfi rstærð til að fara með sigur af hólmi í þáttunum. Eft ir að hún vann varð hún talsmaður banda- ríska átröskunarsambands- ins. Hún hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir CoverGirl með söngkonunni Rihönnu og unnið fyrirsætustörf fyrir Target, Saks Fift h Avenue og Forever 21. Árið 2009 setti hún síðan á markað skart- gripa- og kertalínu sem heitir Supermodel. ➜ Glæstar vonir Nicole Fox 13. sería Nicole varð hlutskörpust í ANTM-seríunni þar sem aðeins lágvaxnar fyrirsætur máttu taka þátt. Síðan hún sigraði hefur hún unnið fyrirsætustörf fyrir merki á borð við Forever 21 og House of Harlow, sem er í eigu Nicole Richie. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa efl aust einnig tekið eft ir því að henni hefur brugðið fyrir í sápuóperunni Bold and the Beautiful. ➜ Ofurmjótt mitti Ann Ward 15. sería Ann vakti verðskuldaða athygli í ANTM þar sem hún var með svo agnarmjótt mitti. Hátískuheimurinn tók Ann fagnandi eft ir sigurinn og hefur hún til að mynda setið fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue. Þá hefur hún einnig prýtt forsíðu tímarits- ins Valet og gengið tískupall- ana fyrir tískudrottninguna Vivienne Westwood. Sigraði eftir meðferð Lisa D‘Amato 17. sería Lisa var þátttakandi í seríu 5 en náði ekki að hampa hnossinu. Eft ir það fór hún í gegnum öldudal og endaði í þættinum Celebrity Rehab til að vinna bug á kókaín- og áfengisfíkn. Hún tók aft ur þátt í stjörnuseríu ANTM og hrósaði sigri. Hún hefur verið í herferðum fyrir Old Navy, Gap og Target. Þá á hún feril í tónlist og hefur til að mynda unnið með LMFAO. Lisa gift ist athafnamanninum Adam Friedman árið 2012 og þau áttu sitt fyrsta barn í fyrra. Þátturinn var frumsýndur vestan hafs þann 20. maí árið 2003. Fyrst um sinn voru áhorfstölur góðar og horfðu að meðaltali rúmlega sex milljón manns á fyrstu seríu. Síðan þá hafa vinsældir þáttanna dvínað jafnt og þétt og meðaláhorf á tuttugustu seríu aðeins tæplega tvær milljónir manna. Format þáttanna var búið til af ofurfyrirsætunni Tyru Banks og hafa yfir 120 lönd framleitt sína eigin útgáfu af þáttunum, þar á meðal Ástralía, Kanada, Danmörk, Kína, Finnland, Þýska- land, Frakkland, Ítalía, Holland, Noregur, Spánn og Svíþjóð. VINSÆLDIR DVÍNA TYRA BANKS LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.