Fréttablaðið - 22.09.2014, Blaðsíða 44
22. september 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 20
Sæviðarsund 11
104 Reykjavík
Glæsileg 6.herb hæð í tvíbýli
Stærð: 170,4 fm
Fjöldi herbergja: 6
Byggingarár: 1967
Fasteignamat: 36.500.000
Verð: 52.900.000
Mjög falleg og vel uppgerð sex herbergja hæð í tvíbýli með sérinngangi ásamt bílskúr. Skipti möguleg á
minni íbúð í póstnúmerum 101,104, 105, 107
Lind
Hannes
Lögg. fasteignasali
Gunnar Valsson
Sölufulltrúi
hannes@remax.is
gv@remax.is
Opið
Hús
MÁNUDAGINN 22.SEPT FRÁ 18:00 - 18:30
RE/MAX Lind - Hlíðasmára 6 - 201 Kópavogur - Sími: 5107900 - www.remax.is
699 5008
699-3702
BÆKUR ★★★ ★★
Freyja Dís sem vildi BARA
dansa og dansa
Birgitta Sif
MÁL OG MENNING
Sagan um Freyju Dís er önnur
bók Birgittu Sifjar sem kemur út
á íslensku, en hún er höfundur
bæði mynda og texta. Hún skaust
fram á sjónarsviðið á Íslandi
með látum með fyrstu bók sinni
Óliver fyrir
tveimur
árum. Sú
b ó k s l ó
rækilega
í g e g n
enda sér-
staklega
vönduð,
bæði hvað
út l it og
innihald
varðar.
Nú svar-
a r hú n
kalli
aðdá-
enda
sinna
með
bókinni
Freyja
Dís
sem
vildi
BARA
dansa og
dansa.
Sagan er hugljúf og segir frá
Freyju Dís, lítilli stelpu sem
hefur gaman af því að dansa.
En það er sá hængur á að Freyja
litla er afskaplega feimin og
getur ómögulega dansað fyrir
framan aðra. Söguþráðurinn
er nokkuð viðburðasnauður, en
myndirnar bæta það snarlega
upp því þar er nóg að gerast.
Bókin kom fyrst út á ensku hjá
Walker Books-forlaginu í London
og það verður að viðurkennast
að liggja hefði mátt lengur yfir
íslenska textanum. Jafnvel þótt
íslenska sé móðurmál höfund-
ar er málfæri víða óeðlilegt og
augljóst að textinn hefur verið
þýddur nokkurn veginn beint úr
ensku. Hugsanlega hefði verið
betra að láta einhvern annan sjá
um þýðinguna, einhvern utanað-
komandi sem kemur ferskur að
textanum.
Myndirnar eru hins vegar
stórglæsilegar, þar þarf ekkert
að spara stóru orðin. Þær
eru vand-
að a r og
stútfullar
af smáat-
riðum svo
bæði börn
o g f u l l -
orðnir geta
gleymt sér
á hverri ein-
ustu opnu.
Textinn er
knappur og
einfaldur svo
bókin virk-
ar bæði sem
lestrarbók
fyrir krakka
sem eru að
byrja að lesa,
sem og upp-
lestrarbók
fyrir svefninn.
Þar sem hver
opna er svo
ríkulega mynd-
skreytt miðað
við stuttan texta er líklegt að
bókin verði lesin aftur og aftur.
Þótt sagan sé ekki æsispennandi
er hún sannarlega hvetjandi fyrir
litla, feimna listamenn.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Í heildina séð er
bókin falleg, frábærar myndir og
hugljúfur boðskapur, þótt hugsan-
lega hefði mátt vanda betur þýð ingu
textans úr ensku yfir á íslensku.
Dansandi myndir
á hverri opnu
Okkur finnst það ákveðið vanda-
mál að leikrit og bíómyndir um
landsbyggðina skuli alltaf vera
eftir einhverja borgarbúa,“
segir Arnaldur Máni Finnsson,
umsjónarmaður verkefnisins.
„Svo eru leikfélögin á lands-
byggðinni alltaf að setja upp
einhverja farsa til þess að hafa
gaman af því að vera í leik-
félagi. Fæst áhugamannafélögin
ráðast í það að skrifa leikritin
sjálf, eða fá einhvern til þess.
Þannig að hugmyndin að baki
þessu námskeiði er að fólkið
sem hér býr fái hvatningu af því
að vinna með fagfólki og verði
opið fyrir því að vinna verkin
frá grunni sjálft.“ Námskeiðið
verður kynnt öllum áhugaleik-
félögum á Vestfjörðum en er
opið öllum og val stendur um að
sækja allar fjórar helgarnar eða
stakar helgar eftir atvikum.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
eru ekki af verri endanum, þau
Rúnar Guðbrandsson, Tyrfing-
ur Tyrfingsson, Hlín Agnars-
dóttir, Víkingur Kristjánsson,
Árni Kristjánsson og fleiri, auk
þess sem nokkur skáld og rit-
höfundar munu kíkja við og
halda tölur. Arnaldur segist þó
vona að væntanlegir þátttak-
endur líti ekki svo á að þeir eigi
ekki erindi vegna skorts á fag-
mennsku. „Það er mikilvægt
að fólk kíki við og kynni sér
um hvað málið snýst og hvaða
aðferðum er verið að beita til að
þróa hugmyndir og þroska sig
til að fá trú á eigin hugmyndum.
Aðalatriðið er að koma af stað
díalóg þar sem allir hafa eitt-
hvað fram að færa, jafnt fag-
menn sem áhugafólk.“
fridrikab@frettabladid.is
Höfundasmiðja í
kvikmyndabæ
Næstu fj órar helgar verður haldin fj ögurra helga höfundasmiðja í Samkomuhúsi
Flateyrar. Markmiðið er að efl a leikritun hjá áhugaleikfélögum og tengja við
sögur fólksins sjálfs úr samtímanum. Námskeiðin eru öllum opin.
FYRSTA HELGIN Að opna á sér hausinn: Tyrfingur Tyrfingsson og Rúnar
Guðbrandsson
ÖNNUR HELGIN Að opna í sér hjartað: Hlín Agnarsdóttir leiðir ásamt
þremur ungum og upprennandi kvenhöfundum. Nánar kynnt síðar.
ÞRIÐJA HELGIN Að opna á sér munninn: Víkingur Kristjánsson ásamt
Árna Kristjánssyni.
FJÓRÐA HELGIN Lokahelgi LABloka-helgi: Rúnar Guðbrandsson og Lilja
Sigurðardóttir.
Skipulag námskeiðsins á Flateyri
Daninn Mikkel Harder Munck-Hansen mun taka við
stöðu forstjóra Norræna hússins 1. janúar 2015. Það
var einróma álit stjórnar Norræna hússins og fram-
kvæmdastjórnar Norrænu ráðherranefndarinnar að
tilnefna hann til starfsins.
Mikkel Harder Munck-Hansen hefur síðast gegnt
stöðu forstjóra Miðstöðvar fyrir menningu og þróun,
en það er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir danska
utanríkisráðuneytið. Áður hefur hann verið stjórnandi
Kvikmyndahátíða Kaupmannahafnar 2008-2009, yfir-
maður leikaradeildar Hins konunglega leikhúss 2003-
2008, yfirmaður útvarpsleikhúss DR 2000-2003 og
leikhússtjóri Kaleidoskop 1994-2000. Síðan 2011 hefur
Mikkel Harder Munck-Hansen setið í stjórn Dansehall-
erne, útnefndur af menningarráðuneyti Danmerkur.
Staða forstjóra Norræna hússins var auglýst laus til
umsóknar nú í vor og sóttu 57 aðilar um starfið. Max
Dager, fráfarandi forstjóri Norræna hússins, hefur
gegnt starfinu síðan 1. janúar 2007.
Forstjóri Norræna hússins er ráðinn til fjögurra ára
í senn með möguleika á framlengingu samnings um
fjögur ár til viðbótar.
Nýr forstjóri Norræna hússins
Mikkel Harder Munck-Hansen hefur verið ráðinn forstjóri Norræna hússins.
NÝR FORSTJÓRI Daninn Mikkel Harder Munck-Hansen mun taka við stöðu for-
stjóra Norræna hússins 1. janúar 2015.
ARNALDUR MÁNI „Aðalatriðið er að koma af stað díalóg þar sem allir hafa eitt-
hvað fram að færa.“
Popup-leikhúsið Uppsprettan sýnir fjórum sinnum í Tjarnarbíói í
vetur og fyrsta sýningin verður í kvöld klukkan 21. Uppsprettan geng-
ur þannig fyrir sig að höfund-
ar senda inn stutt verk sem
aldrei hafa verið flutt áður.
Sex manna dómnefnd fer svo
yfir handritin og velur þrjú
bestu handritin. Sólarhring
fyrir frumflutning fá leik-
stjórar handritin í hendur.
Um leið fá þeir einnig að vita
hvaða rými þeir eru að vinna
með og hvaða leikhóp. Þeir
hafa svo daginn til að hanna
uppsetninguna. Leikararnir fá
handritin einnig í hendurnar
sólarhring fyrir sýningu, til að
kynna sér verkið og kynnast
textanum, en handrit eru leyfð
á sviði.
Þremur klukkutímum fyrir
frumflutning, klukkan 18,
byrja leikstjórarnir að vinna
með leikurunum í æfingarýmum og fá þá gestir og gangandi tækifæri
til að fylgjast með æfingunum.
Fyrsta Uppspretta vetrarins
FREYJA DÍS
MENNING