Fréttablaðið - 22.09.2014, Blaðsíða 6
22. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Otrivin Comp - gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
HEILBRIGÐISMÁL Vinnueftirlitinu
berast mjög takmarkaðar upplýs-
ingar um atvinnusjúkdóma hér
á landi. Tilkynningar sem stofn-
uninni berast eru aðeins brot af
því sem gera mætti ráð fyrir ár
hvert og fyrir vikið tapast dýr-
mætt tækifæri til forvarna í sam-
félaginu.
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlitsins, gerir vanskrán-
ingu atvinnutengdra sjúkdóma að
umtalsefni í inngangi nýrrar árs-
skýrslu stofnunarinnar. Þar bend-
ir hann á að árið 2010 var tilkynnt
um átta tilfelli en 24 í fyrra, þar
af 15 vegna vandamála sem tengj-
ast myglusveppi en þau hafa verið
mikið í sviðsljósinu.
Eyjólfur segir ljóst að ný reglu-
gerð um tilkynningu og skrán-
ingu atvinnusjúkdóma, sem tók
gildi árið 2011, hafi litlum árangri
skilað.
Margt kemur til, segir Eyjólfur.
Orsakasamhengi getur verið flókið
þegar kemur að atvinnusjúkdóm-
um og tilkynningaskylda hvílir á
herðum læknis, ekki atvinnurek-
anda. „Læknar virðast almennt
tregir til að kveða upp úr um það
að mestar líkur séu á að sjúkdóm-
ur orsakist af vinnuumhverfinu.
Hér skiptir einnig máli að ekki eru
greiddar bætur úr almannatrygg-
ingum vegna atvinnusjúkdóma
með sama hætti og vinnuslysa og
hagsmunir sjúklings af greiningu
því ekki taldir miklir. Sá sem fyrir
heilsutjóni hefur orðið getur vissu-
lega leitað réttar síns í einkamáli
fyrir dómstólum en það er torfar-
in leið. Að þessu leyti stöndum við
langt að baki nágrannalöndunum
þar sem betur er séð fyrir þessum
hlutum og nefni ég Danmörku sem
dæmi,“ skrifar Eyjólfur og bætir
við að þetta leiði til þess að kostn-
aður einstaklinga og samfélagsins
komi ekki upp á yfirborðið og hvati
til forvarna verði minni en ella.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, segir að athugun
innan Vinnueftirlitsins hafi leitt í
ljós að búast mætti við allt að 200
tilkynningum á ári að lágmarki.
Hér þarf þó að slá varnagla, segir
Kristinn. Fjöldi tilfella tengdra
myglusveppi kom til vegna þess að
vandamálið kom upp á Landspítal-
anum. „Það leiddi til þess að fleiri
hundruð starfsmenn á spítalanum
voru skoðaðir. Einstaklingur til-
kynnir sig veikan sem leiðir í ljós
að hópur fólks er mögulega í hættu
og þá eru úrbætur gerðar sem koma
mörgum til góða,“ segir Kristinn og
hnykkir á forvarnagildi eins tilfell-
is en jafnframt að það skekki nokk-
uð myndina sem dregin er upp í töl-
fræði um atvinnusjúkdóma.
svavar@frettabladid.is
Ekki þess virði að tilkynna
um atvinnusjúkdóma
Tilkynningar um atvinnusjúkdóma til Vinnueftirlitsins eru mun færri en búast mætti við. Ástæðan virðist
sú að einstaklingar telja það ekki fyrirhafnarinnar virði. Með einni tilkynningu er hægt að uppræta vanda á
stórum vinnustöðum. Mun betur er séð fyrir þessum hlutum í nágrannalöndunum, þar á meðal í Danmörku.
1. Hversu margir dómarar starfa við
Hæstarétt í dag?
2. Hversu mörg prósent kjósenda í
Skotlandi kusu með aðskilnaði frá
Englandi?
3. Hversu margir minkar eru veiddir
árlega í Reykjavík?
SVÖR
Læknar
virðast
almennt
tregir til að
kveða upp úr
um það að
mestar líkur
séu á að sjúkdómur orsakist
af vinnuumhverfinu.
Eyjólfur Sæmundsson,
forstjóri Vinnueftirlitsins.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/AN
TO
N
1. Níu 2. 45 prósent 3. 30-40
ÖKULEIKNI Íslandsmeistarakeppni
í Ökuleikni á rútum og trukk-
um fór fram við Borgartún um
helgina en Brautin – bindindis-
félag ökumanna stóð fyrir keppn-
inni.
Til leiks voru skráðir 15 kepp-
endur. Eftir að hafa svarað um-
ferðar spurningum byrjuðu kepp-
endur á að aka rútum frá SBA
Norðurleið í gegnum tvö þrauta-
plön. Á einu planinu var ekið á
stórri rútu en á lítilli rútu á öðru
planinu. Eftir að hafa ekið í gegn
á rútum var skipt yfir á trukk frá
Líflandi og sendibíl frá Öskju.
Verðlaun voru veitt fyrir efstu
þrjú sætin í einstaklingskeppni og
efsta sæti í liðakeppni. Eimskip
gaf verðlaun fyrir trukkakeppn-
ina og Askja fyrir rútukeppnina.
Með besta rútutímann var
Kristján Jóhann Bjarnason á 491
sekúndu en Björgvin Gunnarsson
var með besta trukkatímann, 322
sekúndur. - þij
Bílahasar við Borgartún:
Fimmtán áttust
við í ökuleikni
SIGURSÆLIR Sigurvegararnir stilltu sér
að sjálfsögðu upp á mynd.
TYRKLAND, AP Rúmlega hundrað þús-
und sýrlenskir flóttamenn hafa leit-
að hælis í Tyrklandi frá því að átök
Íslamska ríkisins og Kúrda hófust í
grennd við landamærabæinn Kob-
ani á fimmtudag. Tyrknesk stjórn-
völd segjast reiðubúin til að taka á
móti þessum mikla mannfjölda en
alls er talið að ein og hálf milljón
manns hafi leitað hælis í Tyrklandi
á síðustu þremur og hálfa árinu.
Flestir flóttamannanna eru Kúrd-
ar sem reyna að flýja áframhald-
andi framsókn íslamista í Norður-
Sýrlandi. Nú er talið að samtökin
hafi lagt undir sig rúmlega sextíu
borgir á svæðinu frá því um miðja
síðustu viku.
Harðvítug átök standa yfir við
Kobani þar sem liðsmenn Íslamska
ríkisins ráðast gegn almenningi
með skriðdrekum og eldflauga-
vörpum, að sögn sýrlenskra varnar-
liða.
Þrátt fyrir að Tyrkir hafi verið
viljugir til að hleypa fólki inn fyrir
landamæri sín hafa þeir takmarkað
flæði fólks frá landinu. - bá
Flóttamenn streyma inn í Tyrkland vegna átaka Íslamska ríkisins og Kúrda:
Hundrað þúsund flýja Sýrland
LEITA HÆLIS Hópur sýrlenskra Kúrda
bíður við landamærabæinn Suruc í
Tyrklandi. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAGSMÁL Haldið var mót í
mennsku fótboltaspili við Hótel
Sögu á laugardag í tilefni af Skor-
um til góðs, árlegu átaki Radisson
BLU og Hótel Sögu. Samstarfsaðil-
ar hótelanna öttu kappi og greiddu
þátttökugjald fyrir hvert lið en
ágóðinn rann óskiptur til Ljóns-
hjarta, stuðningssamtaka fyrir
ungt fólk sem misst hefur maka og
börn sem hafa misst foreldri.
Þetta er 13. árið í röð sem Carl-
son Rezidor-hótelkeðjan efnir til
þessa samfélagsátaks. - þij
Hótel með góðgerðarsöfnun:
Skorað til góðs í
fótboltaspili
VIÐ STÖRF Heilsu-
tjón og samfélags-
kostnaður er marg-
falt meiri vegna
atvinnusjúkdóma
en vinnuslysa.
DANMÖRK
Sniðganga veitingahús
Rúmlega eitt hundrað þúsund Danir
hafa sett nafn sitt við Facebook-síðu
þar sem fólk er hvatt til að sniðganga
hina þekktu dönsku veitingahúsakeðju
Jensen’s Bøfhus. Fjölmiðillinn Berlingske
Tidende greindi frá þessu í gær. Málið
má rekja til dóms hæstaréttar þar í landi
sem kvað á um að veitingamaðurinn
Jacob Jensen frá Sæby mætti ekki nefna
stað sinn „Jensens Fiskerestaurant“ því
nafninu þótti svipa of mikið til nafns
veitingahúsakeðjunnar.
VEISTU SVARIÐ?