Fréttablaðið - 03.10.2014, Side 4
3. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
2,2 tonn af úrgangi komu frá hverjum Íslendingi
að meðaltali árið 2008.
Árið 2011 voru tonnin 1,6.
LEIÐRÉTT
Í frétt blaðsins fyrr í vikunni kom fram
að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði lagt
dagsektir á Lýsingu. Það er ekki rétt.
Hið rétta er að FME hótaði Lýsingu
dagsektum ef ekki yrði brugðist
við kröfum eftirlitsins. Lýsing brást
við kröfunum og því kom aldrei til
dagsekta.
LEIÐRÉTTING
Ranglega var greint frá því í Frétta-
blaðinu í gær að mælst hefði mikið
magn þalata í loom-teygju. Of mikið
magn mældist í aukahlutum sem
hengdir eru á teygjurnar.
HEILBRIGÐISMÁL Á síðustu árum
hafa 300 einstaklingar að meðal-
tali óskað eftir því að komast í
endurhæfingu vegna offituvanda
á Reykjalundi. Í fulla meðferð eru
innritaðir um 100 manns árlega,
en miklum mun fleiri fá aðstoð með
göngudeildarstarfsemi sjúkrahúss-
ins.
Magnús Ólason, framkvæmda-
stjóri lækninga á Reykjalundi,
útskýrir að lengi
vel hafi fjölmarg-
ir verið á biðlista
eftir meðferð á
hverjum tíma,
enda vitað mál
að offituvandinn
í íslensku sam-
félagi sé orð-
inn gríðarleg-
ur. Þeirri þróun
hefur nú verið snúið við, en í dag
hafa þeir forgang sem glíma við
mesta vandann.
„Við erum búin að vinna biðlist-
ana talsvert vel niður, og biðtíminn
er ekki eins langur og hann var. Við
verðum því miður að vísa mörg-
um annað, því við hreinlega getum
ekki annað allri þessari eftirspurn,“
segir Magnús en bætir við að eftir
sem áður sé biðin sex mánuðir til ár.
Þjónustusamningur endurhæfing-
arstofnunarinnar við ríkið gerir ráð
fyrir að 100 manns fái inni árlega.
Innlagnarbeiðnirnar hafa hins
vegar orðið allt að 350 á ári. Svo
rammt kvað að þessu að forsvars-
menn Reykjalundar þurftu að loka
fyrir allar innlagnarbeiðnir tíma-
bundið í fyrra, meðan vinna teymis-
ins var endurskoðuð. Hluti vandans
er fimmtungs niðurskurður fjár-
heimilda frá hruni.
Reykjalundur er í samstarfi við
Landspítalann við að undirbúa
sjúklinga undir frekari meðferð,
en á milli 60 og 80 einstaklingar
gangast þar undir magahjáveitu-
aðgerð árlega; meirihlutinn eftir
endurhæfingu á Reykjalundi.
„En hér á Reykjalundi eru marg-
ir í öðrum teymum stofnunarinnar
sem eru of þungir; með gigtar- eða
hjartasjúkdóma, enda eru ýmsir
afleiddir sjúkdómar þar sem offita
getur verið grunnvandinn,“ segir
Magnús.
Athygli vekur að mun fleiri
konur leita sér aðstoðar en karl-
ar. Magnús segir að þetta eigi
við um fleiri endurhæfingarsvið.
Skýringin virðist, gróflega ein-
földuð, vera að konur séu almennt
tilbúnari til að leita sér aðstoðar,
segir Magnús. Eins sýnir tölfræði
spítalans að mjög ungt fólk sæk-
ist eftir endurhæfingu á Reykja-
lundi og meðalaldur sjúklinga
hefur farið lækkandi; var 42 ár
hjá þeim sem fengu aðstoð vegna
offitu í fyrra en var 45 ár árið 2011
til samanburðar.
svavar@frettabladid.is
300 óska eftir offitu-
meðferð á hverju ári
Mun færri en vilja komast í endurhæfingu vegna offitu á Reykjalundi. Aðeins
þeir sem glíma við mesta vandann komast að. Konur eru mun fjölmennari í hópi
sjúklinga og meðalaldurinn lækkar ár frá ári. Innlagnarbeiðnir allt að 350 á ári.
UMHVERFISMÁL Eyðingu lúpínu
á kostnað Borgarbyggðar verð-
ur hætt ef farið verður að áliti
umhverfis-, skipulags- og landbún-
aðarnefndar sveitarfélagsins.
Umhverfisnefndin hvetur þó jafn-
framt íbúa Borgarbyggðar til að
halda sjálfir lúpínu í skefjum í
næsta nágrenni sínu. Einnig legg-
ur nefndin til að sveitarfélagið
haldi uppteknum hætti varðandi
eyðingu skógarkerfils. Eins og
kunnugt er getur hinn ágengi skóg-
arkerfill orðið illviðráðanlegur þar
sem hann nær útbreiðslu. - gar
Illgresi í Borgarbyggð:
Íbúar sjái sjálfir
um lúpínuna
REYKJAVÍKURBORG Fulltrúi Fram-
sóknarflokks í borgarráði segir
verulega skorta á fagleg og
gagnsæ vinnubrögð við sölu borg-
arinnar á Laugavegi 4 og 6.
„Sömu fasteignasalar gera verð-
möt á eignunum og fá þær í sölu-
meðferð, ásamt því sem að þeim er
í sjálfsvald sett hvernig þeir haga
kynningu á eignunum við sölu,“
segir í bókun Sveinbjargar Birnu
Sveinbjörnsdóttur sem leggur til
að við sölu fasteigna í eigu borgar-
innar verði það verklag að sá eða
þeir sem verðmeta fasteignir ann-
ist ekki líka sölu þeirra. - gar
Fasteignasala borgarinnar:
Einn meti verð
og annar selji
TÆKNI Nú má nálgast nýtt Iceland
Airwaves-app sem gerir notendum
kleift að skoða dagskrá hátíðar-
innar, setja saman eigin dagskrá,
hlusta á tónlist og skipuleggja sig
vel fyrir einn stærsta tónlistarvið-
burð ársins á Íslandi. Appið, sem
unnið er í samstarfi við Icelandair
og fyrirtækið Green Copper sem
sérhæfir sig í snjallsímalausnum
fyrir tónlistarhátíðir, er fáanlegt
fyrir stýrikerfi Apple og Android.
Undirbúningur Iceland Airwaves
er í fullum gangi en von er á um
fimm þúsund erlendum gestum til
landsins yfir hátíðina, sem fram
fer 5.-9. nóvember.
Meðal þeirra sem koma fram á
hátíðinni eru Flaming Lips, The
Knife, The War on Drugs, Caribou,
Ásgeir og fjöldi annarra lista-
manna.
- glp
Hjálpar gestum hátíðarinnar:
Nýja Airwaves-
appið tilbúið
STEMMING Fólk kemur víða að úr
heiminum til að vera viðstatt Airwaves-
hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
■ Á offitu- og endurhæfingarsviði Reykjalundar, sem hefur verið starfrækt frá
árinu 2001, er veitt þverfagleg meðferð vegna alvarlegrar offitu– eða í tilfelli
þeirra sem eiga við mestan vanda að stríða.
■ Margir sem leita sér aðstoðar á Reykjalundi hafa glímt við ofþyngd alla ævi.
■ Margir eru í tvöfaldri– jafnvel þrefaldri kjörþyngd sinni.
■ Helstu fylgikvillar offitu sem eru þekktir:
■ Kransæðasjúkdómar, sykursýki, háþrýstingur, röskun á blóðfitu, mæði,
heilablóðfall, gallsteinar/gallblöðrusjúkdómar, svefntruflanir, kæfisvefn,
krabbamein í ristli, brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf, slitgigt í hnjám.
Geta aðeins hjálpað þeim veikustu
LÚPÍNA Umdeild jurt hér á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANGUR
LISTI Meðal-
aldur þeirra
sem vilja í
offitumeðferð
hækkar frá ári
til árs.
NORDICPHOTOS/
GETTY
MAGNÚS
ÓLASON
VARNARMÁL Loftrýmisgæsla Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) við
Ísland hefst fimmtudaginn næst-
komandi með komu flugsveitar
tékkneska flughersins.
Flugsveitin kemur hingað til
lands með fimm JAS-39C Gripen-
orrustuþotur og 60 liðsmenn henn-
ar taka þátt í verkefninu. Gera má
ráð fyrir aðflugsæfingum að vara-
flugvöllum á Akureyri og Egils-
stöðum á tímabilinu 10.-17. októ-
ber. Ráðgert er að verkefninu ljúki
í desember. - hg
Kemur með fimm þotur:
Tékknesk flug-
sveit til landsins
SAMGÖNGUR Vegamálastjóri segir
að fjármagn, sem ætlað sé til rekst-
urs Herjólfs og Landeyjahafnar,
eigi að duga til að veita þá þjónustu
sem verið hafi við Vestmannaeyj-
ar seinustu ár. Þetta kemur fram í
minnisblaði bæjarstjóra til bæjar-
ráðs.
„Áhyggjur vekur hins vegar
að ekki virðast vera uppi neinar
markvissar áætlanir um að nýta
Víking til siglinga í Landeyjahöfn,
eins og gert var í fyrra, þegar til
þess kemur að Herjólfur kemst
ekki í Landeyjahöfn vegna djúp-
ristu,“ segir bæjarráðið. Vitnað er
til vegamálastjóra um að erfitt sé
eða útilokað að halda dýpi nægu
fyrir Herjólf yfir háveturinn auk
þess sem skipið eigi erfitt með að
sigla þá vegna ölduhæðar.
Bæjarráð ítrekar því áskorun
um að allra leiða verði leitað til að
halda uppi samgöngum um Land-
eyjahöfn í vetur. Minnt er á að
ferjurnar Víkingur og Baldur séu
heppilegri til vetrarsiglinga þang-
að en Herjólfur. - gar
Eyjamenn segja vanta markvissar áætlanir vegna siglinga í vetur:
Vilja fá Víking í Landeyjahöfn
HERJÓLFUR Vestmannaeyjaferja Vega-
gerðarinnar er ekki heppileg til vetrar-
siglinga í Landeyjahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
SMÁ PÁSA UM HELGINA hvað hvassviðrið varðar en það er væntanlegt aftur á
mánudag. Kólnandi veður með slyddu og éljum einkum á landinu norðanverðu en
sunnan til á morgun. Hiti 1-7 stig.
2°
18
m/s
5°
13
m/s
4°
11
m/s
4°
15
m/s
3-13 m/s
Víða 5-10
m/s
Gildistími korta er um hádegi
21°
31°
15°
24°
27°
15°
19°
17°
17°
27°
20°
31°
26°
22°
22°
19°
17°
20°
4°
9
m/s
7°
6
m/s
5°
7
m/s
5°
10
m/s
4°
8
m/s
4°
18
m/s
-3°
9
m/s
4°
6°
3°
5°
3°
6°
3°
5°
0°
0°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
SUNNUDAGUR
Á MORGUN
VERIÐ VELKOMIN Á 6 ÁRA
AFMÆLISHÁTÍÐ
2.–5. OKTÓBER
AFMÆLISBOÐ
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A