Fréttablaðið - 03.10.2014, Page 34

Fréttablaðið - 03.10.2014, Page 34
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Samfélagsmiðlar og bloggið. BLOGGARINN TÍSKURITSTJÓRI MEÐ KLASSÍSKAN STÍL Caroline Sandström caroline.metromode.se Sænski tískuritstjórinn Caroline Sand- ström heldur úti skemmtilegu lífsstíls- og tískubloggi. Þar er hún dugleg að deila myndum af sér og úr sínu dag- lega lífi, en hún vinnur hjá sænska miðlinum MetroMode. Caroline hefur einfaldan en klassískan stíl. Bloggið hennar ætti að höfða til þeirra sem eru hrifnir af skandinavískum stíl og hafa áhuga á tísku, innanhússhönnun og ferðalögum. 80’s and 90’s models 80s-90s-supermodels. tumblr.com/ Einstaklega áhugaverð Tumblr- síða fyrir alla tískuunnendur og áhugafólk um ljósmyndir. Á henni má finna tískumyndir frá níunda og tíunda áratugnum sem birtust meðal annars í Vogue, Elle eða voru teknar fyrir auglýsingaher- ferðir. Þar má meðal annars sjá þessa mynd af íslensku fyrirsætunni Brynju Sverrisdóttur. Falleg síða sem veitir mikinn innblástur. Charlotte Tilbury instagram.com/ctilbu- rymakeup Breski förðunarmeistarinn Char- lotte Tilbury heldur úti skemmti- legri Insta gram-síðu. Þar birtir hún áhugaverðar myndir úr lífi sínu, en hún er starfar sem förðunarmeist- ari meðal annars á tískuvikunum og fyrir stórar myndatökur. Í fyrra stofnaði hún sitt eigið förðunar- merki, en hennar frægasta vara er The Magic Cream sem er ein vin- sælasta varan hjá stjörnunum. Muuto www.pinterest.com/muuto Finnska innanhússmerkið Muuto ætti að vera flestum Íslending- um kunnugt. Nafn fyrirtækisins er dregið af finnska orðinu muutos sem þýðir nýtt sjónarmið. Á Pinter- est-síðu fyrirtækisins má sjá fjölda mynda þar sem merkið fær að njóta sín. Sniðug síða fyrir þá sem leita að innblæstri fyrir heimilið. Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næring- arríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbuff og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næring- arefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.