Fréttablaðið - 28.10.2014, Side 6

Fréttablaðið - 28.10.2014, Side 6
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu margir vilja frjálsan inn- fl utning landbúnaðarvara samkvæmt könnun Fréttablaðsins? 2. Fyrir hvað fengu Frank Hall og Sverr- ir Kristjánsson verðlaun á hryllings- myndahátíð í LA? 3. Í hvaða íþrótt varð Lilja Lind Helga- dóttir Norðurlandameistari um helgina? SVÖR: 1. 53 prósent. 2. Tónlist og klippingu í myndinni Juliu. 3. Í ólympískum lyftingum. FÉLAGSMÁL Reykjavíkurborg mun vinna náið með lögregluyfirvöld- um við að taka betur á heimilis- ofbeldismálum. Leitað er í smiðju Suðurnesjamanna þar sem slíkt samstarf hefur gefið góða raun. Samstarfsverkefni gegn heim- ilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar í fyrra, þar sem lögregl- an á Suðurnesjum, fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar og félagsþjónustan í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum tóku höndum saman. Reynslan af Suð- urnesjum er af aukningu á nálg- unarbanni og brottvísun af heim- ili, ásamt því að fleiri mál fara til ákæruvaldsins. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri og Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins, hafa sammælst um að vinna í þeim anda sem gert er á Suðurnesjum. Um stórt sam- vinnuverkefni er að ræða en ein- stök smáatriði liggja ekki ljós fyrir. Dagur segir að síðastliðið vor hafi verið samþykkt tillaga frá Sóleyju Tómasdóttur borgar- fulltrúa um átak gegn heimilis- ofbeldi, og Mannréttindaskrif- stofa Reykjavíkurborgar hafi haft verkefnið til skoðunar. Fyrir liggja hugmyndir um aðgerðar- áætlun og unnið er að kostnaðar- mati. „Það hittist svo vel á að fyrr- verandi lögreglustjórinn á Suður- nesjum er núna orðinn lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins og því ljóst að það verður styrkur að samstarfi við hana í þessum efnum. Mér finnst augljóst að þarna þarf að gera betur, og það á að gera betur. Ekki síst til að auka traust þolenda til bæði lög- reglunnar og sveitarfélagsins og til að lyfta þessum málum fram í dagsljósið og koma þeim skýru skilaboðum á framfæri að við umberum ekki heimilisofbeldi,“ segir Dagur sem viðurkennir þó að verkefnið sé sjálfsagt aðeins flóknara en það er á Suðurnesj- um. Verið sé að greina hvað verk- efnið útheimti og hvernig skipta eigi verkum. „Það er að ýmsu að hyggja í framkvæmdinni en það mun ekki draga úr okkur kjark- inn við að leggja áherslu á þenn- an málaflokk í sameiningu.“ svavar@frettabladid.is Borg og lögregla skera upp herör gegn heimilisofbeldi Borgaryfirvöld og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ganga í smiðju Suðurnesjamanna í víðtæku samstarfi við úrvinnslu heimilisofbeldismála. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar vinnur að aðgerðaáætlun. OFBELDI Tilraunaverkefni á Suður- nesjum hefur gefið góða raun og er fyrirmynd breyttra áherslna í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Á Suðurnesjum leggur lögregla sérstaka áherslu á rannsókn heimilisofbeldismála og félagsþjónustur sveitarfélaganna setja það í forgrunn að bæta þjónustu við þolendur og gerendur; þolandanum er veitt fyrsta aðstoð t.d. með því að fara með viðkomandi til læknis ásamt því að hlúa að börnum ef þau eru til staðar. Eftirfylgni er í öllum málum, þar sem samband er haft við þolandann innan þriggja daga og gerandanum er einnig boðin aðstoð við að vinna úr sínum málum. Lögreglan og starfsmaður félagsþjónustu fara svo á heimili þolanda innan viku frá því að tilkynnt var um heimilisofbeldið. ➜ Sérstök áhersla á heimilisofbeldismál Mér finnst aug- ljóst að þarna þarf að gera betur og það á að gera betur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri HEILBRIGÐISMÁL „Öldr- uðum kemur til með að fjölga um þrjú til fjögur prósent á hverju einasta ári næstu áratugina. Öldr- unarþjónusta er fjársvelt í dag og það þyrfti að bæta verulega í. Ef sú ákvörðun verð- ur tekin að setja aukið fjármagn í málaflokk- inn sem mér finnst raunar frek- ar ótrúlegt að verði gert þá þarf að svara spurningunni: Hver á að hugsa um gamla fólkið?“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheim- ilanna. Hann verður einn frummælenda á málþingi sem haldið verður í dag um hverjir muni vinna á heilbrigðisstofnunum framtíðarinnar. Pétur segir að eins og staðan sé í dag vanti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Til að mæta því hafi ófaglært starfsfólk verið ráðið til starfa í auknum mæli. „Við erum ekki að mennta nógu marga heilbrigðisstarfsmenn í dag,“ segir hann og telur að nei- kvæð umræða um heilbrigðismál undanfarin ár hafi skaðað ímynd heilbrigðisstétta. Pétur telur að núverandi kerfi í öldrunarþjónustu verði ekki við lýði eftir 30 til 40 ár. „Við verðum að aðlaga okkur breyttum aðstæðum og ríki og sveitarfélög verða að taka af skarið um hvaða þjónustu þau ætla að veita öldruðum. Ég spái því að hið opinbera muni draga úr fjárframlögum og aldraðir verði sjálfir að greiða í mun meiri mæli fyrir þjónustuna,“ segir Pétur. Hann segir að það verði að fjölga búsetuúrræðum fyrir aldr- aða. Bjóða upp á mismunandi stór- ar íbúðir og mismikla þjónustu. „Það þarf að finna úrræði sem eru ekki eins dýr og þau sem við höfum í dag,“ segir hann. - jme Öldruðu fólki fjölgar um þrjú til fjögur prósent á ári næstu áratugina samkvæmt mannfjöldaspám: Borga meira fyrir þjónustu í framtíðinni PÉTUR GUÐMUNDSSON FERÐAÞJÓNUSTA Áætlað er að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið í Fjallabyggð árið 2013. Það þýðir 50 prósenta aukningu frá árinu 2010. Þetta kemur fram í samantekt sem unnin var fyrir sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar segir samantektina varpa góðu ljósi á gífurlega fjölgun ferðamanna í Fjallabyggð og á mikla þýðingu Héðinsfjarðarganga fyrir ferðamannastraum til Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Mikilvægt sé að bæjarfélagið komi enn betur til móts við ferðaþjónustuna með bættri aðstöðu, upplýsingum og merkingum. - gar Áhrif Héðinsfjarðarganga: Sífellt fleiri til Fjallabyggðar SIGLUFJÖRÐUR Fimmtíu prósent fjölgun ferðamanna á þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Þing Norðurlanda- ráðs hefst í Stokkhólmi á morgun. Helstu mál til umræðu á Norður- landaráðsþinginu eru leiðtoga- fundur norrænna forsætisráð- herra, nýting sameiginlegra fiskstofna, viðurkenning Palest- ínu sem sjálfstæðs ríkis, norrænt sambandsríki og framkvæmd tilskipana Evrópusambandsins. Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í ráðhúsinu í Stokkhólmi í tengslum við þingið. Hlé er gert á fundum Alþingis í þessari viku vegna Norðurlandaráðsþingsins. Alþingi kemur næst saman til fundar 3. nóvember. - jme Þing Norðurlandaráðs sett: Viku fundarhlé á Alþingi VEISTU SVARIÐ? NÝ UPPLÝSINGASÍÐA UM FJÁRMÁL Á LÍFEYRISALDRI Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is HOLLRÁÐ VIÐ STARFSLOK Fjármál flækjast til muna þegar taka lífeyris hefst. Starfsfólk VÍB hefur sérhæft sig í fjármálum í aðdraganda og kjölfar starfsloka. Við höfum sett upp einfalda vefsíðu þar sem leitast er við að svara áleitnum spurningum er kunna að brenna á fólki á þessum tímamótum. » Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar? » Hvernig og hvenær ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn? » Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið? » Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár? Kynntu þér málið á vib.is/60 eða bókaðu fund þér að kostnaðarlausu í síma 440 4900.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.