Fréttablaðið - 28.10.2014, Síða 12
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Hafa þrasað í átta ár
Háskólamennirnir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson og Stefán
Ólafsson hafa átt í langri ritdeilu og
trúlegast þekkja þeir einir deiluna og
fylgjast með henni. Dr. Hannes er svo
tillitssamur að í nýjasta innlegginu
skrifar hann meðal annars: „Hinn
gamli ágreiningur okkar Stefáns
var einfaldur. Hann skrifaði grein í
ágústlok 2006, þar sem hann sagði,
að tekjudreifingin á Íslandi hefði
orðið miklu ójafnari en annars staðar
á Norðurlöndum 1995–2004.
Þessa grein Stefáns má lesa
hér. Ég benti margsinnis
á, að Stefán notaði rangar
tölur. Hann reiknaði Gini-
stuðul fyrir Ísland út öðru
vísi en fyrir önnur
Norðurlönd.“
Áfram skal haldið
Hér til hliðar var fjallað um ritdeil-
una löngu milli Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar og Stefáns Ólafssonar. Í
nýju innleggi segir Hannes að Stefán
hafi farið villur vegar, en gefur sér
samt að ekki sé endilega við Stefán
að sakast: „Hann segist hafa tekið
tölur sínar um Gini-stuðla af vef
hagstofu Evrópusambandsins […] En
hvers vegna heldur hann endalaust
áfram að reyna að beita blekkingum?
Heldur hann, að menn séu ekki
læsir? Að þeir geti ekki gert
greinarmun á árunum 2004,
sem var viðmiðunarár mitt, og
2007, sem hann segir ranglega,
að hafi verið viðmiðun-
arár mitt?“ Nú bíður Hannes
eflaust svars.
Þetta svokallaða frelsi
Þetta svokallaða hrun, sagði Davíð
Oddsson og aðrir hafa tekið það upp
eftir honum. Það sér hver maður að
Davíð tók þannig til orða í viðleitni
til að draga úr áfallinu sem varð
vegna efnahagsstjórnunarinnar á
Íslandi. Það skilja hann flestir. Hitt
er erfiðara þegar einn af framtíðar-
þingmönnum flokksins, Haraldur
Benediktsson, tekur þannig til orða,
að tala um frelsi sem hið svokallaða
frelsi. Hann beinir þannig af afli kast-
ljósinu að flokknum og frelsinu,
sem á að vera eitt helsta markmið
flokksins. Sumum flokksmönnum
þykir ekki alltaf mikið fara
fyrir hinu svokallaða frelsi. Til að
mynda í sjávarútvegi.
sme@frettabladid.is
Nýbyggingar fyrir Landspítala þola ekki
bið. Tíminn er að renna út því frekari
dráttur á framkvæmdum grefur undan
heilbrigðiskerfinu.
Það er ekkert mál að fjármagna upp-
byggingu á húsakosti Landspítala. Þetta
kann að virðast djörf fullyrðing um fjár-
festingu sem er áætluð tæpir 68 millj-
arðar króna með nýbyggingum, lagfær-
ingum á eldra húsnæði, sölu eigna og
kaupum á tækjabúnaði. Þessi kostnaður
dreifist á ríkissjóð næstu 7 til 10 árin
og yrði því 7-9 milljarðar árlega næsta
áratuginn. Sjö milljarðar eru um 1% af
árlegum útgjöldum ríkissjóðs. Rekstrar-
hagræði af fjárfestingunni verður síðan
2,5 til 3 milljarðar á ári.
Og hvaða gagn höfum við af fjárfest-
ingunni? Við eflum heilbrigðiskerfið með
því að laða til okkar og halda í allt það
sérhæfða heilbrigðisstarfsfólk sem veigr-
ar sér við að vinna við núverandi aðstæð-
ur og við aukum öryggi og bætum líðan
sjúklinga með öflugri tækjum, miklu
betri aðbúnaði og minni sýkingarhættu.
Og í hverju felst rekstrarhagræðið? Í
dag er sjúkrahúsið rekið í yfir 100 bygg-
ingum á 17 stöðum. Bráðamóttökur eru
fimm talsins og mikið af starfseminni fer
fram á tveimur stöðum, í Fossvogi og við
Hringbraut. Fara þarf árlega 9.000 ferðir
með sjúklinga í sjúkrabíl á milli starfs-
stöðva, 25.000 ferðir með rannsóknar-
sýni og starfsfólk milli staða og 2.500
ferðir upp á Tunguháls þar sem þvotta-
húsið og dauðhreinsunardeildin eru.
Í hruninu 2008 lögðust þungar skuldir
á ríkissjóð. Stjórnvöld á hverjum tíma
hafa fengist við það erfiða verkefni að ná
niður hallarekstri til að ríkissjóður hætti
að safna skuldum. Vaxtagreiðslur af
skuldum ríkissjóðs nema tæpum 85 millj-
örðum árlega. Hallalaus rekstur ríkisins
er því augljóslega mikilvægur því annars
fara sífellt hærri fjárhæðir í vaxtahítina.
En við verðum að gera ráð fyrir útgjöld-
um til uppbyggingar húsakosts Land-
spítala og auðvelt er að finna tekjustofn-
ana, t.d. með auðlindagjöldum. Annars
verður hallalaus ríkisrekstur hjóm eitt.
Þá mætti segja: „Aðgerðin tókst vel en
sjúklingurinn dó.“
Hvernig tókst aðgerðin?
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
þingkona Samfylk-
ingarinnar
og formaður vel-
ferðarnefndar
➜ En við verðum að gera ráð
fyrir útgjöldum til uppbyggingar
húsakosts Landspítala og auðvelt
er að fi nna tekjustofnana, t.d. með
auðlindagjöldum. Annars verður
hallalaus ríkisrekstur hjóm eitt.
S
umt er fólki heilagra en annað. Til að mynda er almennur
vilji til að við sitjum öll við sama borð þegar kemur að
heilbrigðisþjónustu, menntun og öðrum grunnstoðum
samfélagsins. Þegar viðraðar eru hugmyndir um að
breyta þessu með einhverjum hætti verða mörg til að taka
til varna. Sumu er fólk einfaldlegra tregara til að breyta en öðru.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur opnað á að
ríkið feli einkaaðilum stærra hlutverk í heilbrigðisþjónustunni.
Hann hefur bent á dæmi, sem hann telur góð, þar sem einkaað-
ilar hafa annast hluta heilbrigðisþjónustunnar. Til dæmis rekstur
heilsugæslustöðva.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra, sem fer
meðal annars með samgöngumál,
sagði í útvarpsþættinum Sprengi-
sandi á Bylgjunni, fyrir rétt
rúmri viku, að hún sæi ekkert því
til fyrirstöðu að fyrirtæki eða
félög kæmu að uppbyggingu sam-
göngumannvirkja. Ekki síst nú á
tímum þar sem ríkissjóður er illa eða ekki aflögufær og því hætta
á að vandi vegna lélegra vega og nauðsynlegir nýir vegir sitji eftir.
Hanna Birna getur bent á velheppnaða einkaframkvæmd, sem eru
Hvalfjarðargöng.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði, í sama útvarps-
þætti nú á sunnudaginn, að þrenging á framhaldsskólamenntun
þeirra sem eru eldri en tuttugu og fimm ára opnaði á möguleika
þess að nýir einkareknir skólar yrðu til.
Hér hafa verið nefnd sjónarmið þriggja ráðherra sem hver um
sig fer með mikilsverðan málaflokk, eða málaflokka réttara sagt.
Fylgi ráðherrarnir, eða ríkisstjórnin, þessu eftir dylst engum að
átök eru framundan, átök um það sem almenn sátt hefur verið um,
allavega að mestu. Fátt er efnilegra til pólitískra átaka en einmitt
þessi atriði. Hvað sem hver segir er mismunun í heilbrigðiskerfinu
hafin. Þeir efnameiri geta til að mynda keypt sig út af biðlistum,
allavega hvað varðar ákveðnar augnaðgerðir. Um áramótin opnast
fyrir okkur að leita lækninga í öðrum Evrópulöndum, sé bið hér
löng. Slíkt verður væntanlega aðeins á færi þeirra efnameiri.
Umræða um þetta er nánast óhafin, en verður átakamikil.
Ekki er nokkur vafi á að þau, sem ekki komast í framhaldsskóla
sökum þess að viðkomandi hafa náð tuttugu og fimm ára aldri,
verða, vilji þau mennta sig, að kaupa sér menntun úti í bæ á allt
að sautjánföldu verði þess sem ríkismenntunin kostar. Það verður
ekki á færi allra að standa undir því. Þeir auraminni munu því
sitja eftir. Framundan er mikil breyting.
Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd. Ekkert er að því að fólk skiptist
í hópa eða flokka um hvernig þessum málum verður hagað. Ólík
pólitísk sjónarmið eru þannig og einmitt þess vegna. Reyndar er
ótrúlega lítil umræða hafin um þetta allt saman. Halda mætti að
byssumálið hafi skotið þessu á frest.
Stendur vilji fólks til að auka einkarekstur í almannaþjónust-
unni eða ekki? Á að auka hann í heilbrigðisþjónustunni, í menntun
og í samgöngum eða ekki? Þessi verða stóru átakamálin í innan-
landsmálunum á allra næstu tímum.
Pólitískar andstæður hafa opinberast í skattamálum og þær
aukast þegar deilt verður um meðferð opinbers fjár.
Straumhvörf verða í íslenskum stjórnmálum:
Grunnþjónustan
verður einkavædd
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is
Samtal um
makamissi
Hulda Guðmundsdóttir, Sigrún Lillie Magnúsdóttir og
Auður Inga Einarsdóttir fjalla um makamissi, ásamt kynningu
á hópastarfi í safnaðarheimili Háteigskirkju 30. okt. kl. 20:00.
Tekið verður við skráningu í stuðningshópa.
Kaffiveitingar í hléi, aðgangur ókeypis.
Allir hjartanlega velkomnir.