Fréttablaðið - 28.10.2014, Qupperneq 16
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
INGVELDUR JÓNASDÓTTIR
Seljahlíð, heimili aldraðra,
lést fimmtudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
María Jónsdóttir Axel Stefán Axelsson
Leifur Jónsson Bryndís Petersen
barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR JÓN HJARTARSON
vörubifreiðastjóri,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi
föstudaginn 17. október síðastliðinn.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Herborg S. Ólafsdóttir
Kristjana Ólafsdóttir Sigurður G. Steinþórsson
Arnar E. Ólafsson Birna Óladóttir
Kristín Ó. Ólafsdóttir
Málfríður Ó. Valentine
Ólafur Ólafsson Anna Margrét Thoroddsen
afabörn og langafabörn.
Davíð
Ósvaldsson
útfararstjóri
Óli Pétur
Friðþjófsson
útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is
Þökkum auðsýnda samúð og stuðning við
fráfall elsku móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUNNHILDAR GUNNARSDÓTTUR
Boðaþingi 12, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E og
Karitas fyrir yndislega umhyggju og
umönnun um elsku mömmu okkar.
Soffía Guðrún Jónasdóttir Ágúst Sverrir Egilsson
Gunnar Sigurðsson Þórunn Halldóra Ólafsdóttir
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir Eiríkur Ásmundsson
Jón Sigurðsson Guðbjörg Helga Hjartardóttir
Andri Björn Sigurðsson Gabriela Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES SIGURÐSSON
forstöðumaður,
sem lést föstudaginn 24. október, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
31. október kl. 13.00. Blóm og kransar
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Jóhannesar er bent á að
styrkja afabarn hans, Sunnu Valdísi, og AHC samtökin,
kt. 5905091590, reikn. 0322-22-1549.
Vilborg Fríður Björgvinsdóttir
Björgvin Hólm Jóhannesson
Bjarni Sigurður Jóhannesson Björg Dagmar Jóhannesson
Bjarki Þór Jóhannesson Steingerður Kristjánsdóttir
Sigurður Hólmar Jóhannesson Ragnheiður Erla Hjaltadóttir
Jóhannes Birgir Jóhannesson Glicia Gomes
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
OLGA STEINUNN BJARNADÓTTIR
Iðufelli 8, Reykjavík,
sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi þann
16. október síðastliðinn verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju þann 30. október kl. 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
líknardeild LSH í Kópavogi.
Gunnhildur Stefánsdóttir Björgvin Guðmundsson
Stefán Pétur Viðarsson Ólína Adda Sigurðardóttir
Viktor Böðvarsson Díana Lind Sigurðardóttir
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
LÓRELEI HARALDSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að
morgni fimmtudagsins 23. október. Útförin
fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
31. október kl. 13.
Haraldur Sigþórsson, Esther Hlíðar Jensen, Inga María
Árnadóttir og Sigþór Haraldsson
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, afi, sonur og tengdafaðir,
INGÓLFUR SVEINSSON
Ásbúð 64, Garðabæ,
lést fimmtudaginn 23. október síðastliðinn
í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustu.
Anna Björg Pálsdóttir
Gyða Ingólfsdóttir Benedikt Stefánsson
Agnar Páll Ingólfsson Hildur Baldvinsdóttir
Sigurbjörn Ingi Ingólfsson
Gyða Ingólfsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA INGIBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
laugardaginn 25. október, verður jarðsungin
frá Þorlákskirkju föstudaginn 31. október
kl. 13.30.
Sigurður Ólafsson
Guðrún Sigríks Sigurðardóttir Karl Sigmar Karlsson
Margrét Sigurðardóttir Gunnar Daníel Magnússon
Rut Sigurðardóttir Jón Davíð Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGA JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR
lést á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi
laugardaginn 20. september. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gunnhildur Ragnarsdóttir
Eygló Ragnarsdóttir Eiður Skarphéðinsson
Guðrún Sigursteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐLAUG ÞÓRARINSDÓTTIR
framkvæmdastjóri,
sem lést sunnudaginn 19. október verður
jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
31. október klukkan 13.00.
Sigríður Ingvarsdóttir Stefán Ingi Þórhallsson
Þór Ingvarsson Ólafía Jóna Ólafsdóttir
Elín Ingvarsdóttir Karl Reykdal Sverrisson
Sigurður Ingvarsson Þórunn Marsilía Lárusdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Móðir okkar og fóstra,
ANNA BJÖRNSDÓTTIR
Ásabyggð 12, Akureyri,
lést aðfaranótt 26. október
að Dvalar heimilinu Hlíð, Akureyri.
Halldóra Ólafsdóttir Sigurður Ólafsson
Anna Ingeborg Pétursdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GERÐUR KOLBEINSDÓTTIR
kennari,
Dverghólum 15, Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 30. október, kl. 11.00.
Jarðsett verður að Lágafelli.
Málfríður Kolbrún Guðnadóttir
Einar Geir Guðnason Sigríður J. W. Hansdóttir
Kolbeinn Guðnason
Guðni Björn Guðnason
Hrafn Guðnason Helena Rut Gestsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
MERKISATBURÐIR
1780 Reynistaðarbræður Einar og Bjarni lögðu af stað við
fimmta mann með fjárrekstur norður yfir Kjöl. Þeir fórust allir á
leiðinni.
1848 Dómkirkjan í Reykjavík
var vígð eftir gagngera endur-
byggingu.
1981 Hrauneyjafossvirkjun í
Tungnaá var tekin í notkun.
Virkjunin er 210 megawött.
1987 Þáttur Hermanns Gunn-
arssonar, Á tali hjá Hemma
Gunn, hóf göngu sína í Sjón-
varpinu.
1998 Flugmaður Air China,
Yuan Bin, rændi farþegaþotu
og flaug henni til Taívan.
„Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæð-
um augum, enda ekki mikið sem ég get
gert í því,“ segir Steinn Ármann Magn-
ússon, leikari og leiðsögumaður, sem
ætlar að fagna áfanganum með kaffi-
boði á sunnudaginn. Hann er giftur og
á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands
og hinn í Vélskólanum og hefur átt lög-
heimili í Hafnarfirði frá þriggja ára
aldri. „En foreldrar mínir komu frá
Borgarfirði eystra og ég var sendur
þangað til skyldfólksins þegar ég var
strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán
ára reri ég þar á trillu með pabba en
nú er langt síðan ég hef komið austur,
verð að fara að bæta úr því.“
Steinn Ármann er menntaður leikari
og varð landsþekktur skemmtikraftur
á 10. áratugnum með Davíð Þór Jóns-
syni en kveðst ekki hafa fundið sína
fjöl í þeim bransa síðan. „Við vorum
dálítið dónalegir. Það er eitt að vera
á þrítugsaldri að segja klúra brand-
ara en um fimmtugt er það ógeðs-
legt.“ Nú talar hann inn á teiknimynd-
ir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk.
„Ég fæ voða oft vondu karlana!“
segir hann. Kveðst líka „gutla við“ að
fylgja ferðamönnum, einkum í hjóla-
túrum eða gönguferðum um miðborg
Reykjavíkur, enda með skírteini frá
Leiðsöguskólanum. „Tek líka einn og
einn gullinn hring og sæki ferðamenn
í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég
man ekki eitthvað á norskunni segi ég
það á íslensku. Eins og þegar ég var að
útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði
meðal annars að hún væri eins einhver
hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir
föttuðu það og hlógu.“
Steinn Ármann var nýlega með í
að endurvekja hljómsveit sem hann
spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram
á hátíð í Hafnarfirði í sumar og held-
ur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt
að eiga áhugamál og hafa gaman af
lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til
sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur
maður allt.“ gun@frettabladid.is
Reri á trillu með pabba
Steinn Ármann Magnússon leikari er fi mmtugur í dag. Hann ætlar að halda upp á það á
sunnudaginn með fj ölskyldu sinni og vinum– og að sjálfsögðu Elton John!
FIMMTUG-
UR „Það er
nauðsynlegt að
eiga áhugamál
og hafa gaman
af lífinu,“ segir
Steinn Ármann.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR