Fréttablaðið - 28.10.2014, Qupperneq 18
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
HVERNIG Á
AÐ BURSTA?
Myndbönd sem
sýna tannburst-
un barna má finna
á vefsíðu Embættis
landlæknis, www.
landlaeknir.is/
tannheilsa, og vef-
síðu Heilsugæslu
höfuðborgarsvæð-
is, www.heilsu-
gaeslan.is/fra-
edsla/tannvernd.
Einlægur áhugi leikskólastjórnenda í Breiðholti fyrir bættri tannheilsu barna var ein af meginástæðum þess
að farið var af stað með hið metnaðarfulla
verkefni „Tannburstun í leikskólanum“
sem er forvarnarverkefni á vegum Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðis og hefur það
að markmiði að bæta tannheilsu íslenskra
barna.
„Leikskólastjórarnir sáu ákveðin
vandamál og fannst að sinna þyrfti tann-
heilsu betur og kölluðu eftir ráðgjöf frá
okkur,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir,
tannlæknir hjá Þróunarsviði heilsugæslu
höfuðborgarsvæðis, sem hefur ásamt
Kristínu Sigurðardóttur tannlækni þróað
verkefnið undanfarin ár. „Í upphafi lögðum
við áherslu á almenna fræðslu, hittum for-
eldra og starfsmenn leikskólanna og leik-
skólabörnin fengu m.a. flúortöflu daglega.
Hins vegar vissum við að tannburstun
myndi skila meiri árangri,“ segir Hólm-
fríður. Haustið 2009 var ákveðið að hefja
daglega tannburstun í leikskólum Efra-
Breiðholts og gera tannhirðu að viður-
kenndum þætti í leikskólastarfi. „Byrjað
var á yngstu deildunum og frá árinu 2011
hafa öll leikskólabörn í Holtinu, Öspinni
og Vinaminni verið tannburstuð eftir há-
degismat og árið 2013 hófst dagleg tann-
burstun allra leikskólabarna í Suðurborg
og Hólaborg,“ segir Hólmfríður en dagleg
tannburstun leikskólabarna er einnig í
boði á Sunnuhvoli í Garðabæ og í leikskól-
unum Uglukletti og Klettaborg í Borgar-
nesi.
„Þetta gekk ótrúlega vel og það tók ekki
mikinn tíma að koma tannburstun inn sem
einum lið í dagskrá leikskólanna. Margir
höfðu áhyggjur af því að þetta myndi taka
langan tíma og yrði erfitt, en svo var ekki,“
upplýsir Hólmfríður.
ALMENN ÁNÆGJA FORELDRA
Einn þeirra leikskóla sem hafa tekið upp
tannburstun er Suðurborg í Efra-Breið-
holti. „Tannlæknar byrjuðu að skoða
börnin haustið 2011 og það var skoðað
fram yfir áramót. Síðan fórum við að viða
að okkur græjum, tannburstum og lokum
á þá enda þarf að fylgja sérstökum heil-
brigðisreglum. Til dæmis mega tann-
burstarnir ekki liggja saman. Það var svo
í janúar 2013 sem við byrjuðum að bursta
og höfum gert það í tæp tvö ár,“ lýsir Elín-
borg Þorláksdóttir leikskólastjóri Suður-
borgar og getur þess að Heilsugæslan
leggi til tannbursta og tannkrem. Hún seg-
ir mestan tíma í upphafi hafa farið í að fá
samþykki allra foreldra en nú sé það gert í
hvert sinn sem nýr nemandi kemur í leik-
skólann. Hún segir almenna ánægju ríkja
hjá foreldrum með framtakið. „Þetta hefur
gengið ótrúlega smurt síðan við byrjuðum
og tannburstunin er orðin hluti af rútínu
starfsmanna og barna,“ segir Elínborg en
öll börn leikskólans eru tannburstuð strax
eftir hádegismat.
Hún segir árangurinn góðan. „Starfsfólk
er meðvitað að skoða tennurnar meðan
það burstar. Ef grunur leikur á skemmd er
hægt að hringja í tannlækni sem kemur þá
til að skoða viðkomandi barn. Hann hefur
síðan samband við foreldrana ef þörf er
á og hvetur þá til að fara með barn sitt í
eftirlit,“ segir Elínborg og telur verkefnið
spara börnum mikla þjáningu enda gripið
inn í áður en hlutirnir verða alvarlegir.
TANNHIRÐAN MUN BETRI
Hólmfríður segir að tannheilsa og tann-
hirða íslenskra barna mætti vera mun
betri. Meira er um tannskemmdir meðal
íslenskra barna en sambærilegra hópa í
nágrannalöndunum. „Einungis um helm-
ingur sex ára íslenskra barna eru með
óskemmdar barna- og fullorðinstennur,“
segir hún og vísar í Munnís-rannsókn sem
framkvæmd var árið 2005. Hún bendir á
að þar sem börn verji stórum hluta dags-
ins í leikskólanum sé mælt er með því að
dagleg tannhirða sé hluti af persónulegu
hreinlæti á skólatíma. „Mikilvægt er að
börnin læri að þeim líður vel með hreinar
og heilbrigðar tennur og mælt er með því
að hreinsa tennurnar eftir mat og fyrir
svefn, að lágmarki tvisvar á dag,“ segir
hún.
Hólmfríður segir að aukatannburstun
eftir hádegismat í leikskólum hafi skilað
eftirtektarverðum árangi í Skotlandi þar
sem tannskemmdum hjá börnum á leik-
skólaaldri hefur fækkað og kostnaður við
tannviðgerðir minnkað. Sömu sögu sé að
segja á Íslandi í þeim leikskólum sem taka
þátt í verkefninu. „Við sjáum færri tann-
skemmdir og betur burstaðar tennur og
foreldrar eru meðvitaðri um tannumhirðu.
Við getum brugðist fyrr við, börnin fara
fyrr til tannlæknis þegar eitthvað bjátar á
og fyrsta heimsókn til tannlæknis verður
því ekki eins erfið upplifun,“ segir Hólm-
fríður sem dreymir um að tannburstun
verði í öllum leikskólum landsins í fram-
tíðinni. „Tannburstun á að vera hluti af
dagskipulagi allra leikskóla, enda jafn
sjálfsagður þáttur og hreyfing og næring
leikskólabarna.” ■ solveig@365.is
BURSTA TENNUR Í LEIKSKÓLUM
METNAÐARFULLT VERKEFNI Í átta leikskólum í Breiðholti, Garðabæ og Borgarnesi er hluti af daglegri rútínu að bursta tennur
leikskólabarnanna eftir hádegismatinn. Þá sjá tannlæknar um að skoða tennur barnanna.
TANNLÆKNIR
Hólmfríður Guðmunds-
dóttir hjá Miðstöð
heilsuverndar barna.
U
m
bo
ð:
w
w
w
.v
ite
x.
is
Fæst í 14 og 28 daga skömmtum. Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir.
Thylakoids: Dregur úr hungri - Eykur mettun
Minnkar sykurlöngun - Minnkar ummál - Fækk ar aukakílóum
Eykur orku - Bætir þarmaflóru.
Hungurtilfinning minnkar strax
vísindarannsóknir gerðar á mönnum af Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð
A U K A K Í L Ó I N B U R T
með thylakoids spínat extrakt
Aptiless spínat er stútfullt af hollustu
1 skammtur = 5 bollar af fersku spínati
Lína er búin
að missa
10 cm í mittismál
á 3 mánuðum
Hvers vegna Aptiless?
Aptiless er með fjölda
ítarlegar vísindalegra
rannsókna og sannana um virkni
googlaðu
thylakoids spinach
Mest selda
spínat
þyngdarstjórnunar -
efnið
í heiminum í dag.
Merkasta nýjungin í
heiminum í dag.
GAMAN AÐ BURSTA
„Í leikskólum má stuðla að betri tannheilsu og fækk-
un tannskemmda með góðum venjum, markvissri
fræðslu og daglegri aukatannburstun eftir hádegis-
mat. Samvinna heimila og leikskóla getur stuðlað að
enn betri tannheilsu barna og þar með að betri tann-
heilsu síðar á ævinni,” segir Hólmfríður Guðmunds-
dóttir tannlæknir.
NORDICPHOTOS/GETTY
Opið:
INNRÉTTINGAR
DANSKAR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM,
FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM,
GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á
AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.
STERKAR OG GLÆSILEGAR