Fréttablaðið - 28.10.2014, Page 20

Fréttablaðið - 28.10.2014, Page 20
FÓLK|HEILSA Þegar börnin fá að vera með í ráðum við að ákveða hvað á að vera í matinn og jafnvel elda hann sjálf eru meiri líkur á að þau séu til í að borða hann. Hér eru nokkrar hollar og barn- vænar uppskriftir sem þau geta eldað sjálf eða með aðstoð fullorðinna. CHILI CON CARNE Þetta er ekta „haustmatur“ sem er þægilegt að eiga tilbúinn í kæli og hita upp. Það er gott að bera fram maískornflögur með kjötinu til að skófla því upp í sig í stað þess að nota skeið. Einnig er gott að hafa sýrðan rjóma og guacamole með. Uppskriftin dugar fyrir fjóra til sex. 500 g nautahakk 1 stór laukur 4 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 tsk. ólífuolía 1/4 tsk. chiliduft 2 tsk. tómatþykkni 1 dós heilir afhýddir tómatar 1 dós nýrnabaunir (hellið vökvanum af) 2 tsk. þurrkað óreganó 1 tsk. kúmen 1 bolli nautasoðkraftur Steikið kjötið á pönnu í ólífuolíunni. Bætið lauk, chili og hvít- lauk við og steikið þar til allt er vel brúnað. Hrærið tómötunum og tómatþykkninu við soðkraftinn. Látið hægsjóða á pönnunni í tuttugu mínútur. Bætið við baunum, óreganói, kúmeni og soðkraftinum. Saltið og piprið að smekk. BANANAÞEYTINGUR Þessi er tilvalinn til að byrja daginn með, hollur og góður. Morgunverður í glasi sem auðvelt er að taka með sér þegar tíminn er knappur. Uppskrift- in er fyrir einn til tvo. 2 bollar léttmjólk 2 bananar 1/2 bolli hrein jógúrt 1/2 tsk. kanill 6 ísmolar 1 tsk. hunang Setjið allt í blandara, passið að setja hunangið síðast í, og blandið þar til allt er orðið mjúkt. Berið fram í háu glasi og stráið smá kanil yfir. HOLLAR SÚKKULAÐIKÚLUR Súkkulaðikúlurnar eru tilvaldar sem eftirréttur í hollari kantinum og sniðugt að búa þær til þegar ætlunin er að gera sér glaðan dag. 2 bollar valhnetur 2 1/2 bolli döðlur, steinlausar 3/4 bolli kakó 1 bolli möndlur 1/4 bolli hunang Myljið valhneturnar í matvinnsluvél. Þegar þær eru orðnar fínmalaðar bætið þá döðlum, kakói, möndlum og hunangi við í vélina. Blandið þar til allt er orðið að klístruðu, vel möluðu mauki. Búið til litlar kúlur úr maukinu og kælið í ísskáp. Kúlurnar geta geymst í frysti í allt að tvær vikur. ALLIR ELDA SAMAN HOLLUSTA Nú þegar Meistaramánuður er að klárast er um að gera að taka vikuna með trompi og fara að huga að heilsunni og bættu líferni. Þá er snið- ugt að fá börnin með sér í átakið og bæta mataræðið hjá allri fjölskyldunni. GIRNILEGAR Þótt mataræðið sé tekið í gegn er nauðsynlegt að fá sér stundum eitthvað gott. Þessar súkkulaðikúlur eru bæði góðar og hollar. FLJÓTLEGUR Hollur og góður þeytingur á alltaf vel við. GOTT Á HAUSTIN Chili con carne er saðsamur réttur sem gott er að gæða sér á á köldum vetrarkvöldum. GAMAN SAMAN Flest börn hafa gaman af því að fá að reyna sig í eld- húsinu. MYNDIR/GETTY Green Coffee Bean Raspberry Keatones Ursolic Acid www.leanbody.is brennslefni í einni vöru: Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.