Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 70
30. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 iPhone Aukahlutir „Ég hlakka gríðarlega til,“ segir Nelly Ben Hayoun, súperstjarna í upplifunarhönnun, sem er eitt stærsta nafnið á ráðstefnunni You Are in Control sem hefst á mánu- daginn. „Mig gæti ekki dreymt um betri stað til að heimsækja.“ Hayoun hefur verið kölluð „Willy Wonka vísinda og hönn- unar“ en á ráðstefnunni mun hún sýna heimildarmynd sína um verk- efnið International Space Orc- hestra. Þá fékk Hayoun hóp af leiðandi geimvísindamönnum til að flytja ýmis tónverk, meðal ann- ars eftir Damon Albarn úr Blur og meistara Bobby Womack. „Mynd- in fjallar um ferlið við að hanna þessar öfgakenndu upplifanir fyrir almenning,“ segir Hayoun. Hún mun líka sýna stiklu úr nýrri mynd sinni sem fjallar um verkefnið Disaster Playground. Verkefnið snýst í kringum geim- vísindamennina sem fylgjast með smástirnum og breyta stefnu þeirra svo að þau skelli ekki á jörð- inni. „Ég hef aldrei sýnt þetta efni áður og það verður einungis fyrir gesti ráðstefnunnar,“ segir Hay- oun, sem notar frítíma sinn í að þjálfa sig sem geimfara. - þij Willy Wonka vísinda og hönnunar Stjarna í upplifunarhönnun verður með erindi á ráðstefnu í næstu viku. NELLY BEN HAYOUN Súperstjarnan íklædd búningi International Space Orchestra. MYND/ÚR EINKASAFNI „Ég fullyrði að það eru ekki margir Íslending- ar sem hafa spilað þar sem við erum að fara,“ segir Ragnar Ólafsson úr Árstíðum. Hljómsveitin er á leiðinni í sitt lengsta tón- leikaferðalag til þessa, eða til Síberíu í Rúss- landi. „Við verðum austan Úralfjallgarðsins, 4.000 kílómetra austan við Moskvu, og spilum í risatónleikahöllum í gömlum gúlag-borgum sem eru með landamæri að Kasakstan, Kína og Mongólíu,“ segir Ragnar. „Þarna fellur hitastig- ið niður í 50 gráðu frost á veturna. Þetta verður kalt og við verðum að taka hlý föt með okkur.“ Hljómsveitin verður í tvær vikur í Rússlandi og spilar þar með tveimur mismunandi sinfóníu- hljómsveitum. Fernir tónleikar verða í Síberíu og svo nokkrir til viðbótar í Moskvu og Sankti Pétursborg, þar á meðal í íslenska sendiráðinu í höfuðborginni. Þetta verður þriðja tónleikaferð Árstíða um Rússland. „Orðspor okkar hefur breiðst út í Rússlandi og það var óskað eftir því að fá okkur þangað,“ segir Ragnar, sem flýgur ásamt félögum sínum til Rússlands daginn eftir að þeir spila á Air- waves-hátíðinni 6. nóvember. Sveitin spilar þó fyrst á Kexi Hosteli í kvöld kl. 21. - fb Árstíðir fara beint frá Airwaves til Síberíu Hljómsveitin Árstíðir spilar í fyrsta sinn í Síberíu í næsta mánuði. Spilað verður í stórum tónleikahöllum. ÁRSTÍÐIR Hljómsveitin er á leiðinni í langt ferðalag til Síberíu þar sem frostið getur farið niður í 50 gráður. MYND/MATT EISMANN „Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. Það er alltaf á grammófón- inum niðri á vinnustofu.“ Elsa Nielsen, grafískur hönnuður. FÖSTUDAGSLAGIÐ „Á sama hátt og þegar heimurinn fór að gera kynningar í tölvum, þá varð PowerPoint til. Þegar allir vildu gera sínar eigin vefsíður varð WordPress til. Nú vilja allir gera sín eigin öpp og þá komum við til sögunnar,“ segir Ármann Kojic. Hann er eigandi Apon app, fyrir- tækis sem hefur sett á markað nýtt smáforrit sem önnur fyrirtæki og einstaklingar nota til að þróa sín eigin öpp. „Í dag þykir eðlilegt að fá aðgang að Dropbox eða álíka hjá fyrirtæki þar sem það deilir upp- lýsingum með þér. Af hverju ætti ekki að vera eðlilegt að veita aðgang að appi?“ spyr Ármann. „Því ætti ekki að vera eðlilegt að panta fund eða tíma í gegnum appið þannig að það fari beint inn í dagatalið hjá fyrirtækinu? Við viljum taka tæknihausverkinn frá fyrirtækjunum.“ Apon app var stofnað fyrir tveimur árum þegar hann og fleira fólk úr tækni- og auglýsingageir- anum var orðið þreytt á að þurfa að fara með hugmyndirnar í gegn- um of mörg ferli. Þau hafa unnið mjög leynilega að verkefninu undanfarið en hugmyndin að því að hanna forrit til að gera app var fljót að fæðast. „Meðalmað- ur athugar símann sinn að með- altali hundrað sinnum á dag. Við vorum bara með rétta hugmynd, á réttum stað, á réttum tíma,“ segir Ármann. Í gegnum félaga sinn hér heima gátu þeir sótt um í nýsköpunar- hraðal Stanford-háskóla í Banda- ríkjunum þar sem aðeins tíu pró- sent umsækjenda komast að, en þeir komust í gegn og gátu unnið að hugmyndinni þar. „Hann var í skólanum og mælti með okkur og þannig komumst við inn. Þar feng- um við aðgang að algjörum kanón- um í þessum bransa, ráðgjöfum sem vinna hjá Google og fleirum. Það voru algjör forréttindi að fá hjálp frá þeim við að finna réttan fókus á vöruna og komast í þetta net af fólki sem tengist nýsköpun- arbransanum. Það sparaði okkur mikinn tíma í þróunarvinnu,“ segir hann. Fyrirtækið hefur fengið mjög góð viðbrögð úti og hafa KPMG og fyrirtæki í eigu viðskiptajöfurs- ins Warrens Buffett nýtt sér þjón- ustu þeirra. Hér heima hefur það hlotið styrki frá Nýsköpunarsjóði og Tækniþróunarsjóði, ásamt því að hafa fengið stuðning frá tölvu- leikjafyrirtækinu Plain Vanilla, Bala hjá Startup Iceland og fleir- um. „Við finnum fyrir raunveru- legri þörf fyrir að koma þessu áfram. Það er fullt af fólki þarna úti sem vill koma sínum frábæru hugmyndum á framfæri og gera sitt eigið snjallsímaforrit.“ Aðspurður hvort það hljóti ekki að verða gerð kvikmynd um hann rétt eins og Steve Jobs, stofnanda Apple, sem byrjaði einmitt í Stan- ford-háskóla, segist Ármann ekki vera viss um það. „Kannski ef það verða nógu góðir leikarar sem leika okkur.“ adda@frettabladid.is Hjálpa fyrirtækjum að búa til eigin öpp Íslenska fyrirtækið Apon app sérhæfi r sig í að aðstoða fyrirtæki við að búa til sín eigin öpp. Eigandinn, Ármann Kojic, telur mikla þörf fyrir slíkt fyrirtæki. BARA RÉTT AÐ BYRJA Ármann Kojic við Stanford-skóla þar sem fyrirtæki hans komst inn í mjög lokaða nýsköpunardeild. MYND/EINKASAFN Þetta verður kalt og við verðum að taka hlý föt með okkur. Ragnar Ólafsson. Mig gæti ekki dreymt um betri stað til að heimsækja. Nelly Ben Hayoun. Meðalmaður at- hugar símann sinn að meðaltali hundrað sinnum á dag. Við vorum bara með rétta hug- mynd, á réttum stað á réttum tíma. Ármann Kojic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.