Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 5
Þjóðhátíðarstemming á
Broadway
Flugleiðir munu í vetur, eins
og undanfarna vetur bjóða
landsmönnum upp á helgar-
reisur til höfuðborgarinnar.
Ferðir þessar verða með hefð-
bundnu sniði eins og verið
hefur, en auk þess verður boðið
upp á ýmsar nýjungar. Þar ber
hæst svokölluð BROADWAY-
REISA sem samanstendur af
flugi báðar leiðir, gistingu á
hóteli í tvær eða fjórar nætur og
aðgöngumiða að hinum glæsi-
skemmtun og síðan dansleikur
fram eftir nóttu. Þeir skemmti-
kraftar sem sjá munu um að
halda stemmingunni í lagi hjá
gestum á Broadway í vetur eru
engir aðrir en hinir einu og
sönnu og óviðjafnanlegu strákar
í RÍÓ TRÍÓ, sem nú stíga aftur
á svið eftir langa fjarveru úr
skemmtanabransanum. Þeim til
aðstoðar er hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar sem síðan- lyikur
einnig fyrir dansi.
hinir óviðjafnanlegu RÍÓ ásamt
15 manna hljómsveit Gunna
Þórðar og rifjuðu upp alla gömlu
góðu slagarana. Suma textana
höfðu þeir fært til nútímalegra
horfs, en þeir voru engu síðri en
áður.
Eftir því sem að lokum
skemmtunar RIÓ leið jókst
stemmingin og undir lokin er
óhætt að segja að það hafí verið
komin virkileg Þjóðhátíðar-
stemming í Broadway því allir
lega skemmtistað Broadway.
Flugleiðir og Broadway buðu
blaðamönnum landsbyggðar-
innar til Reykjavíkur um síðustu
helgi þar sem þessar svokölluðu
Broadway reisur voru kynntar
fyrir þeim. Undirritaður varð
þess aðnjótandi að kynnast þessu
og var hann ekki svikinn af því.
A blaðamannafundi sem hald-
inn var á Skálafelli á hótel Esju
kynntu þeir Sæmundur Guð-
vinsson og Arni Sigurðsson
þessar ferðir fyrir landsbyggðar-
blaðasnápum.
I máli þeirra félaga kom fram,
að með þessum reisum vildu
Flugleiðir og Broadway gera
landsbyggðarfólki kleift að koma
til höfuðborgarinnar og njóta
þeirra skemmtana sem þar eru í
boði fyrir verð sem allir ættu að
geta ráðið við.
Ferðin samanstendur af flugi
báðar leiðir, gistingu og miða á
Broadway. Innifalið í þeim miða
er dýrindis þríréttuð máltíð,
Verði á þessum Broadway
reisum er mjög í hóf stillt svo
ekki sé meira sagt.
Ef farið er frá Vestmanna-
eyjum í Broadway-reisu þá
kostar það 3224 pr. mann ef
dvalið er í tvær nætur á hóteli í
tveggja manna herbergi og auka-
nóttin kostar þá 495 kr. Ef dvalið
er í eins manns herbergi kostar
þessi sama reisa 3814 kr. pr.
mann í tvær nætur og 790 kr.
aukanóttin.
Ekki er hægt að segja annað en
að þama sé vel boðið og er óhætt
að fullyrða að ferðinn er ömgg-
lega þess virði.
Við landsbyggðarmenn sem
þessa kynningu sóttum urðum
þess aðnjótandi að vera á fyrsta
kvöldi RÍÓ í Broadway og held
ég að ég geti sagt að sú
skemmtun muni mér seint úr
minni líða. Á Broadway var
borin fram meiriháttar máltíð
sem engin var svikin af og þegar
hún var rétt mnnin niður komu
gestir í húsinu voru risnir úr
sætum sínum og sungu, klöpp-
uðu og dilluðu sér í takt við
músíkina.
Enda held ég að þessi stemm-
ing lýsi sér best i þeim orðum
sem sessunautur minn, Reyk-
víkingur hvíslaði að mér þetta
kvöld á Broadway, þegar fjörið
var sem mest, en hann sagði:
„Þegar fólk á skemmtistað hér í
Reykjavík leyfír sér að standa
upp og klappa og ég tala nú ekki
um syngja, þá er sko allt orðið
vitlaust á staðnum.“
Semsagt frábært fjör sem
enginn Eyjamaður, á hvaða aldri
sem er, ætti að láta framhjá sér
fara. Ef þið hafíð áhuga á góðri
og ódýrri skemmtun þá er bara
að hafa samband við hann Braga
eða hina strákana á fluginu, biðja
þá um Broadway-reisu og þá sjá
þeir um að redda afgangnum.
Góða ferð og skemmtun:
Grímur Gíslason.
Kirkjugerði
10 ára
Um þessar mundir eru 10
ár liðin frá opnun leikskólans
sem kallaður er Kirkjugerði.
I tilefni þess hefur verið
ákveðið að hafa opið hús og
kökubasar laugardaginn 17.
nóvember kl. 14 - 17.
Það eru foreldrar barnanna
á leikskólanum og starfsfólkið
sem ætla að baka.
Ágóðinn verður látinn
renna til leikfangakaupa fyrir
heimilið. Við vonum að sem
flestir hafí tækifæri til að
heimsækja okkur þennan
dag.
Starfsfólk og foreldrar
Kirkjugerði
■Uð
EIJO er fyrsta verslunin hér í bæ með
HEIMAEYJARKERTIN á boðstólum.
SJON ER SOGU RIKARI!
VERSLUNIN
IU ð
STÓR
HELGARTILBCM)
á frosnu grænmeti:
NÚ ÁÐUR
Blómkál ................. kr. 59 pk.
Spínat................... kr. 49 pk. 7&8Q
Maískorn................. kr. 58 pk. ’28?00
Broccoli ................ kr. 40 pk. 7^80
Blandað grænmeti...... kr. 45 pk.
Blandað grænmeti 1 kg.kr. 110 pk. 19
FROSINN DJÚS:
Epladjús.................kr. 50
Orangedjús...............kr. 49
Er ekki tilvalið að hafa lunda um helgina?
NÝR Á AÐEINS 20 kr. stk.
Odýr helgarmatur það.
Xl'QllT
Pálnu Gunnarsson
Stórhljómsveitin stórgóóa sér um
aö allir „flippi” ærlega út um
helgina.
Rúnar Georgsson saxófónleikari
og Einar Klink veróa sérstakir
gestir helgarinnar og munu taka
góöa rispu meö hljómsveitinni.
Eins og gestir okkar hafa eflaust tekió
eftir, þá hafa staöiö yfir endurbætur á
Ijósa- og hljómkerfi hússins undanfarnar
vikur. Nú er loksins allt komið í endanlegt
form og viö erum stolt af að geta boöió
Vestmanneyingum upp á besta hljómburó
sem þekkist á islenskum veitingastaö, og
þó víóar væri leitaö. Komió, sjáið, hlustið
og sannfærist.
Sunnudagur: Jazzkvöld.
Þórir Baldursson hljómborósleikari
Rúnar Georgsson saxófónleikari
Þorsteinn Magnússon gítarleikari
Ragnar Sigurjónsson trommu-
leikari og Pálmi Gunnarsson
bassaleikari leika jazz af fingrum
fram eins og þeim einum er lagiö.