Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 7
IFRETTIE IKRHI"OR
FRFTTIR FRFTTIR FfiFVTIE í FRFTTIR
Jón Magnússon um neytendafélög:
Samstarf verður betra milli
kaupmanna og nevtenda
Fyrir nokkru kom Jón
Magnússon, formaður Neyt-
endasamtakanna, til Eyja og
var viðstaddur stofnun neyt-
endafélags hér í Eyjum. Við
fengum hann í stutt spjall
um hlutverk neytendafélags
og álit hans á ýmsum málum
sem að neytendum snúa.
Um grein Olafs
Þarna hefur hann Jekið á-
kveðin vörumerki og séu tölur
hans réttar, sem ég er ekkert að
efast um, þá er hér um að ræða
óeðlilega mikinn mun á milli
Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
Hver er „eðlilegur“ verð-
munur á milli verslana úti á
landi og í Reykjavík?
Því er ekki hægt að svara.
Flutningskostnaðurinn vegur
mest í sambandi við mismuninn
á vöruverði. Sumar vörur hafa
engan flutningskostnað og ættu
að kosta það sama. Aðrar vörur
eru dýrar í flutningi.
Verðlag í Reykjavík er mjög
mismunandi líka. Stóru mark-
aðirnir eru yfírleitt með lægsta
verðið, því er ekki alveg ná-
kvæmt að miða fyrst við stór-
markaðina og bera þá saman við
smásöluverslanir eins og hér.
Þær geta ekki notið hagkvæmni
stærðarinnar sem að stórmark-
aðirnir gera.
Einhver prósentustig er erfitt
að gefa, en það er hægt að
staðhæfa, að 20 % verðmunur sé
allt of mikill.
Þau neytendafélög sem eru
starfandi úti á landi hafa gert
dálítið af því að gera verð-
kannanir hver á sínum stað og
senda síðan niðurstöðurnar á
milli, og fengið með því mark-
tækar samanburðartölur, sem
gefa kannski oft á tíðum réttari
mynd en þá sem verðlags-
könnun gefur, þar sem að hún
leitar mikið að ódýrustu vörunni
án þess að velta því fyrir sér hvað
merkið heitir. Samanburður á
verslunum á stöðum utan
Reykjavíkur gefur ef til vill
raunhæfari mynd.
Hvaða reynslu hafa neyt-
endasamtökin af verðlagi
Jón Magnússon
eftir að verðlagning var
gefin frjáls?
Það er erfítt að gera það núna
strax, því að það er tiltölulega
stutt síðan verðlagning var gefín
frjáls. I sumum tilvikum virðist
þetta ekki hafa gefið nægilega
góða raun, þó er það þannig að í
sumum tilvikum virðist verðlag
hafa lækkað í nokkrum versl-
unum, en aftur á móti hækkað úr
hófi í öðrum. Það vantar miklu
betri upplýsingastarfsemi til
neytenda hvar þeir geta gert
bestu kaupin, þannig að hag-
kvæmni frjálsrar álagningar nýt-
ist sem best.
Hverra er það að gefa
slíkar upplýsingar?
Verðlagsstofnun framkvæmir
allar verðkannanir í Stór-Reykja
víkursvæðinu og um allt land og
birtir niðurstöðurnar í fjöl-
miðlum. Þessi starfsemi þyrfti
að vera reglulegri til að gefa
réttari mynd.
Verðbólga upp á einhver
prósent hefur það að sjálfsögðu í
för með sér, að samanburður
sem tekur langan tíma að gera
verður aldrei raunhæfur.
Hver eru þín ráð til handa
nýstofnuðu neytendafélagi í
Vestmannaeyjum?
I fyrsta lagi þá held ég að
neytendafélag í Vestmannaeyj-
um þurfi að gera það sama og
neytendafélög annarsstaðar gera
fyrst eftir stofnun, og það er að
gera örar verðlagskannanir og
bera þær saman við verðlags-
kannanir hjá öðrum neytenda-
félögum úti á landi. Það er
starfsemi sem er góð og skilar á
kveðnum árangri. Einnig þarf
neytendafélag að fylgjast vel
með vöruúrvali, að það sé fylgt
reglum um verðmerkingar, að
ekki sé verið að selja vörur sem
komnar eru fram yfir síðasta
neysludag, síðan þarf að koma
niðurstöðum og upplýsingum á
framfæri.
Neytendafélag Akureyrar hélt
nýverið sparnaðarnámskeið, þar
sem tekið var fyrir hvernig hægt
væri að gera þannig matseðil og
innkaup fyrir hverja viku, þann-
ig að sem ódýrast væri að komast
af.
Hjá þeim kom t.d. í Ijós, að
ódýrasti matseðillinn hjá þeim
fyrir fjögurra manna fjölskyldu
var 70% ódýrari en dýrasti
matseðillinn, en taktu eftir, það
voru mismunandi vörur, en
ekkert fangafæði, ef svo mætti að
orði komast. Sama næringar-
gildi fékkst út úr báðum mat-
seðlum.
Samskipti kaupmanna og
neytendasamtaka. Hvernig
er þeim háttað?
Þau eru mismunandi eftir
Mððuat Þar sem neytendasam-
tök eru starfandi, virðist oft sem
árekstrarnir verði minni heldur
en þau voru áður en neyt-
endafélög voru stofnuð.
Neytendafélag Borgarfjarðar,
sem er hvað virkast á landinu,
hjá þeim hafa kaupmenn mjög
farið að taka tillit til þeirra og
rétta sig eftir þeirra óskum. Þeir
eru jafnvel orðnir þátttakendur í
neytendafélögunum.
Hafa neytendafélög orðið
til þess að verðlag hefur
lækkað?
Það er erfitt að segja til um
það, en ég hygg að þau veiti
aðhald sem komi fram í lækk-
uðu vöruverði, þó erfitt sé að
fullyrða um það.
Hvernig fjármagna neyt-
endafélög starfsemi sína?
Aðallega með félagsgjöldum
sem voru á síðasta ári 300 krónur
á hvern félaga hjá okkur. En
ætlunin er að hækka ekki gjaldið
meira, en sem nemur almennum
launahækkunum í landinu.
Neytendafélög á landinu hafa
einnig fengið styrk frá sínum
bæjarfélögum.
Snyrtistofa
Agústu Guðnadóttir
Auglýsir:
Andlitsbað \ Make - up
Húðhreinsun Handsnyrting
Litun ogplokkun Fótasnyrting
Andlitsnudd og Vax-
maski meðferð
Nuddkúr
Vinn úr snyrtivörum frá:
Germaine Monteil
og
Christiane Dior
MA - intemational atvinnu-
lampi á staðnum. Gott fyrir
bóluhúð, lceknar vöðvabólgu,
linar liðagigt, heldur niðri
psoriasis. MA - Professional
sólarlampinn: Það besta sem
völ er á.
Nýjung á íslandi:
Lengri og breiðari bekkir
en þekkst hafa hér á landi.
Meiri og jafnari keeling á
lokum.
Sterkari perur - styttri tími.
Andlitsljós.
Eini bekkurinn sem fram-
leiddur er sem lcetur vita
þegar skipta þarf um perur.
Steríó tónlist í höfðagafli
hjálpar þér að slaka vel á.
MA - INTERNA TIONAL
sólarlampinn.
Minni tími - meiri árangur.
Snyrtistofa
Ágústu Guðnadóttur
Miðstræti 14 - sími 2268
Vestmannaeyjum.
Gömul gleraugu
gera gagn!
Lionsklúbbarnir á íslandi safna nú gömlum gleraugum,
notuðum gleraugum. - Söfnunarkassar eru í versl-
unum Tanganum, Kaupfélaginu og Eyjakjör.
EYJATROMP
Arðbcert og einfalt
vaxtakerfi
fyrir sparifjáreigendur
Leitið upplýsinga
ársávöxtun frá innleggsdegi á 6 mán. sparireikningum
liíílí
SPARISJÓÐ UR
VESTMANNAEYJA