Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 2
FRFTTIR IKRFTTIK ITIiHiiil^B FRFTTIR TRFTTIR í FRÉTTIR)] Vikublað í Vestmannaeyjum Utgefandi: EYJAPRENT H.F. Ritstjórn: GÍSLI VAL.TÝSSON. ÁBM. GUNNAR KÁRI MAGNÚSSON GRÍMUR GÍSLASON Auglýsingar: STRANDVFGI 47 - SÍMI 1210 Setning og prentun: EYJARPRENT H.F. Skorið á slagæð Verði maður fyrir því óhappi að skera sig á slagæð pumpar hjarta líkama hans smátt og smátt öllu blóðinu úr líkamanum og aumingja maðurinn deyr. Slíkur og þvílíkur ferill lífsog dauða kemur upp í hugann, þegar hann er leiddur að bankavitleysunni í landinu. Almáttugi bankinn, Seðlabankinn, gengur þar fyrir með slæmu fordæmi og reysir sér höll. Höll sem stendur á besta stað í höfuðborginni, úr bestu hráefnum sem hægt er að hugsa sér og byggð af mestu vitleysu sem hægt er að hugsa sér. A sínum tíma gaf Seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal, þá skýringu á því, hvernig staðið væri að fjármögnun byggingarinnar, að hún yrði til fyrir peninga sem yrðu til inni í bankanum. Sú skýring var látin nægja, en við viljum benda á að þeir peningar „ urðu til“ á þann hátt að viðskipta- bankarnir og þeir sem skipta við þá hafa borgað háa refsivexti til þessa aðalbanka íslands og þeim peningum hefur síðan verið varið til að fjármagna nefnda Gabbró-höll sem stendur fyrir framan styttu Ingólfs. Hinn almenni launamaður, framleiðsluatvinnu- vegirnir, hjarta þesarar þjóðar, hefur með blóði sínu reyst þennan óskapnað, minnismerki um ábyrgðar- leysi þeirra sem með fjármál landsins fara. Blóðstreymið fer minnkandi, hjartað slær ekki reglubundið lengur, vegna þess að hringrásin er rofín. Værum við í þessu spjalli, að tala um mann, þá myndum við ætla að heili hans myndi bregðast við og leitast við að binda um slagæðina og stoppa þar með blóðflauminn. Svo virðist sem heili þessa þjóðfélags sé fyrir löngu orðinn sambandslaus við þjóðarlíkaman. Hann skráir það hjá sér hvernig lífið fjarar út, kveinkar sér og leggur aðeins meira á hjartað til þess að halda öndinni þöktandi í augnablik í viðbót. Ráð til þeirra sem búa á stöðum sem eru orðnir dofnir af blóðleysi: Keyrum yfír Gullin- brúvu, þar hverfur mátturinn síðast. Það verður opið á laugardag frá 9-12 tS^OSTAKJÖR © 2220 Gallaður sleppibúnaður Örin vísar á bátinn, sem búnaðurinn sleppti ekki. í vikunni fór fram könnun á því um borð i Herjólfi hvernig hinn sjálfvirki sleppibúnaður Sigmunds virkaði. Þegar losa átti búnaðinn með þar til gerðu handfangi, kom babb í bátinn, ef svo má að orði komast, því að hvernig sem menn toguðu bá gerðist ekki neitt. Fór það svo aó lokum að vírinn slitnaði í átökunum en báturinn, sem er tveggja manna, staðsettur við brúna, sat eftir sem áður á sínum stað. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að ekki hafði' verið sett nylon slanga í rörið sem er utan um vírinn sem liggur frá hand- fanginu yfir í búnaðinn sjálfan, þannig að vírinn lá jám í jám á rörin og skapaði við það mót- stöðu sem gerði það að verkum að illmögulegt er að losa bún- aðinn með því að taka í hand- fangið. Nú hefur þetta verið vitað lengi, að lægi vírinn hlífðarlaus í rörinu þá gæti þetta gerst. Reyndar stóðu menn í þeirri trú að búið væri að „fóðra“ allar svona leiðslur í sambandi við sleppibúnað þann, sem kenndur er við Sigmund. Hvernigstóð þá á því, að svona var málum háttað í sambandi við búnaðinn í Herj- ólfi, er hætta á því að það sé svona frágangur á íleiri búnuð- um? Að sögn Stefáns Olafssonar hjá vélaverkstæðinu Þór, þá er engin hætta á því að allir búnaðir sem eru um borð í íslenskum fiskiskipum séu ekki með fóðruð rör. Þeir hjá Þór væru með skrá yfir alla sem hefðu búnaðina um borð hjá sér, og búið væri að yfirfara þá alla og ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Hvað Herjólf varðar, þá sagði Stefán að þama væru líklegast á ferðinni þessi leiðinlegu mann- legu mistök, en málsatvik hefðu verið þau, að bunaðurinn var settur um borð í Herjólf stuttu áður en farið hefði verið í það að fóðra rörin, svo hefðu málin farið þannig, að þeir hjá Þór stóðu í þeirri meiningu að búnaðurinn hefði farið með fóðruðum rörum í Herjólf, sem síðar hefði komið á daginn að var ekki. „Sem betur fer komu þessi mistök í ljós við prófun,“ sagði Stefán að lokum. SOLUBOÐ Kaupfélags Vestmannaeyja * * % * ví. ÁÐUR NÚ Grillaðir kjúklingar ... (kynningarverð) Folalda - gullach 263 237 Folalda - buff 321 289 Nauta - bógsteik 186 168 Nauta - grillsteik 198 179 Nauta - hakk 288 259 ■& * • * * * ÁÐUR * NÚ C- 11 3kg . 156.00 148,00 Corn Flakes 500 gr *. . . 76.90 59.00 Leni WC 12 rúllur . 142.25 129.00 Kex Holtabúbót . 194.20 175.00 Bourbon kex . 34.35 29.90 Ardmona perur 1/1 dós .. . 77.30 69.50 Ardmona bl. ávextir 1/1 dós 85.15 77.00 Dole ananasmauk 580 gr.. . 64.95 59.50 Braga kaffí . 34.80 27.05 GRÆNMETI í MIKLU ÚRVALI! * * * .V. „y. ,y. 7V 7» tv HITTUMST í KA UPFÉLAGINU! < \< y kaupfelag VESTMANNAEYJA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.