Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 8
FRÉTTIR □ B □ ■ □ ■ □ ■ □ I □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ I □ I □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □■ □■ □ ■ □■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ □ ■ Mikið eftir af kvótanum Samfrost sendi í byrjun þessa mánaðar frá sér skýrslu um eftirstöðvar kvóta þessa árs. Skýrslan nær bæði yfír afla togara og báta og eru tíndar til helstu físktegundir sem unnar eru hér í Eyjúm, jafnframt því hversu mikið hefur verið veitt og hvað mikið er eftir. Er skemmst frá því að segja að mjög mikið er eftir af kvótanum og vafamál, ef ekki ómögulegt að það takist að fylla alla kvóta.fyrir áramót. Aflinn frá áramótum skiptist á eftirfarandi hátt á milli físk- tegunda. Við birtum einnig aflatölur frá síðastu tveim mán- uðum 1983 lesendum til glöggv- unar. Þorskur Af þorski var úthlutað 13.764 tonnum. Eftirstöðvar af þeim afla 1. nóvember voru 3.711 tonn. I nóvember og desember í fyrra veiddust aðeins 275 tonn af þorski sem landað var hér í Eyjum. Okkur er ekki kunnugt um aflamagn það sem landað var erlendis af Eyjabátum á sama tíma. Ýsan Hvað ýsuna varðar, þá var úthlutað kvóta upp á 8.779 tonn. Eftirstöðvar í nóvember voru 2.076 tonn. I fyrra aflaðist 552 tonn síðustu tvo mánuði ársins, þannig að betur má ef duga skal. Ufsinn Af þessum höfuðverkjarfiski var leyft að veiða 10.950 tonn. Eftirstöðvar af kvóta 1. nóv. voru 1.618 tonn. I fyrra veiddust 237 tonn af ufsa síðustu tvo mánuði ársins. Karfínn Af karfa var leyft að veiða 9.478 tonn á þessu ári. Eftir eru 2.060 tonn. í fyrra veiddust 927 tonn síðustu tvo mánuði ársins. Skarkoli 1628 tonnum var úthlutað af skarkola í ár. Þar á eftir að veiða 903 tonn og litlar líkur á því að það takist að fylla kvótann í ár, sé samanburður gerður við árið í fyrra, en þá veiddust aðeins tvö tonn á tveggja mánaða tímabili í nóvember og desember. Grálúða 358 tonnum var úthlutað af grálúðu 1984 og eru 137 tonn eftir af þeim tittlingaskít. I nóv. og des. í fyrra bárust 10 tonn á land af þessari slepju. Aðrar smátegundir má tína til, svo sem steinbít, en kvótinn á hann hljómaði upp á 647 tonn. Þar eru eftir 117 tonn. I fyrra veiddust 16 tonn síðustu tvo mánuðina. Síðast í skýrslu þeirra Sam- frost félaga er gefin upp tonna- talan sem eftir er í þorskígildum. Tonnatalan sem kemur upp þar segir að eftir sé að veiða 8.437 tonn. Dýrkeyptur reynslutími Það er sjálfsagt hægt að finna margar útskýringar á því að ekki hefur aflast betur á þessu ári. Veðurfar og almennt fískileysi eru sjálfsagt þær skýringar sem eru hvað líklegastar. Þó má einnig benda á, að undir lok vertíðar voru margir bátar í feluleik við hinar og þessar físktegundirnar, af ótta við, að lenda í klandri seinna um árið t.d. á humrinum, ef of mikið af þorski villtist með o.sv. frv. Það er því næsta víst, að bátar munu ekki spara við sig eitt eða neitt á næsta ári, heldur taka það þegar það gefst og hafa síðan höfuðverk yfír því að vera með fulla kvóta þegar þar að kemur. Það er ekki á hreinu hvort að ráðuneytisfræðingar koma til með að draga af kvóta byggðar- lagsins, þó að ekki hafi tekist að fylla uppí kvóta þessa árs. Til þess spila of margir þættir inní sem ekki var hægt að vita fyrir í upphafi. Bæði frystihúsalokunin sem og áður nefndur feluleikur. En það er talið vafasamt að kvótinn verði aukinn, nema leyft verði að veiða 270.000 tonn af þorski á næsta ári. Afsláttarpottarnir og pönnurnar Notið einstakt tcekifceri! Aðeins þessi eina sending! ATH! LOKAÐ LAUGARDAG VERIÐ VELKOMIN! SjúMega stórt tap í gærkveldi léku Þórarar við FH og töpuðu stórt 28 -19. Tölur þessar gefa þó ekki rétta mynd af leiknum, því staðan í hálfleik var 12 - 12 eftir að Þórarar höfðu verið yfír 6-2,1 - 3 og 10-6, svo dæmi séu tekin. Vörnin og sóknin hjá Þór- urum var mjög sterk á þessum tíma og áttu FH-ingar ekkert svar við góðum leik liðsins. Undir lok fyrri hálfleiks fór að draga af okkar mönnum og hrundi síðan'allt í seinni hálfleik. Flensa herjaði grimmt í búðum okkar manna og voru 6 leik- menn sjúkir er leik var lokið. Sama var upp á teningnum hjá IBV stúlkunum á Akranesi, en þær töpuðu 17 - 16, eftir að hafa verið undir 11 - 6 í hálfleik. Þar léku 3 stúlkur ekki með vegna bölvaðrar flensunnar. HALLO AFTUR! BARNADEILDIN Vorum að fá fyrir þau allra yngstu Snuð, pela, naghringi, nefsugur, veltimál og diskasett gúmmítístur og hringlur. PFAFF saumavélar og saumavélaborð á staðnum. Hver var að biðja um litla ódýra lóðbolta? Þeir eru komnir, ásamt ótal stungum og snúrum í tölvur og drasl. SIMO KERRURNAR ERU fCOMNAR AFTUR! Líttu bara aftur inn. Það borgar sig. TANGINN SRAR Gæðavara á góðu verði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.