Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 3
 FkmiK II LI BMIxx imiwaiiiini Kjósum Iþróttamann Vestmannaeyja Á ársþingi IBV fyrir tveimur árum, var samþykkt, að hinum almenna bæjarbúa vrði gefínn kostur á að velja Iþróttamann Vestmannaeyja, ár hvert, í atkvæða- greiðslu, sem fram fari 10-14 dögum fyrir ársþing IBV. Atkvæðagreiðslan fari þannig fram, að atkvæðaseðlar verði birtir í bæjarblöðunum. Þá þurfa kjósenda að klippa út úr blöðunum, útfylla og skila síðan í verslanirnar Eyjakjör, Tangann, Tótaturn eða í pósthólf 188, fyrir 15. nóvember 1984. Aðeins þeir sem ná 16 ára aldri á almanaksárinu og eldri mega taka þátt í þessari kosningu. Atkvæðaseðlar teljast aðeins gildir að fullt nafn, fæðingardagur, nafnnúmer og heimilisfang sendanda fylgi með seðlinum. Einungis þeir sem lögheimili hafa í Vestmannaeyjum geta tekið þátt í kjörinu. Á ársþingi IBV, sem haldið verður 24. og 25. nóvember n.k. verður kosin þriggja manna nefnd, sem sjá mun um talningu atkvæða og fara yfír kjörseðla í þessu kjöri. Urslit verða síðan kunngjörð á síðari degi þingsins. Athugið. Hver einstaklingur hefur aðeins eitt atkvæði. Við viljum hvetja sem flesta bæjarbúa til að taka þátt í þessu kjöri til að gera það marktækt og skemmtilegt. STJÓRN IÞRÓTTABANDALAGS VESTMANNAEYJA Iþróttamaður Vestmannaeyja 1983 ATKVÆÐASEÐILL Ég kýs Nafn þess sem kosinn er ÍÞRÓTTAMANN VESTMANNAEYJA 1984 Nafn sendanda Heimilisfang Fæðingardagur og ár nafnnúmer Skilist í pósthólf 188 eða í verslanir Tangans, Eykjörs eða í Tótaturn fyrir 15. nóvember n.k. Klippið seðilinn úr. Frá foreldrafélagi Bamaskólans: Aðalfundur foreldrafélags Barnaskóla Vest- mannaeyja verður haldinn í kvöld, fimmtudag 15. nóvember kl. 20.00 í Bamaskólanum. Stjórnin Námskeið í glermálningu NOKKUÐ SEM ALLIR HAFA GAMAN AF. Mæting eftir samkomulagi. (Sjá sýnishom sem útstillt eru í Oddinum) Nánari upplýsingar í síma 2269. Innansveitar Eins og sjá má í blaðinu í dag auglýsir Sparisjóður Vest- mannaeyja svokölluð Eyjatromp en það eru innlánskjör, sem gefa 27,58% vexti strax frá því að upphæðin er lögð inn. Áð sögn Benedikts Ragnars- sonar sparisjóðssjtóra er þetta svar Sparisjóðsins við þeim gylliboðum sem bankar víðs vegar um land bjóða þeim sem taka upp innlánsviðskipti við þá. „Þetta er liður í þeirri við- leitni okkar að halda íjármagni því sem hér myndast, í byggðar- laginu. Taki menn þessum gylli- boðum sem bankar gera t.d. í Reykjavík, þá er þar með búið að gefa viðkomandi bankastofnun- um ráðstöfunar- rétt yfir fjármagninu og viðkom- andi lánastofnun lánar það hvert sem hún vill. Reynslan af slíkum lánveitingum kennir okkur að lán sem þar eru tekin fara ekki í það að fjármagna starfsemi atvinnuvega eða annars úti á landsbyggöinni.“ Benedikt sagði, að innlán hefðu töluvert aukist eftir að Eyjatrompið var kynnt í upp- hafi. Sælkerakvöld Nú fara hin vinsælu sælkera- kvöld Skansins að hefjast á ný, og hefur næsta gómveisla verið ákeðin sunnudaginn 25. nóv- ember. Sælkeri kvöldsins hefur verið valinn Gunnlaugur Axelsson og mun hann án efa tína til margt fýsilegt og gómkittlandi. A í tilefni af 3ja ára afmæli leigunnar, fá allir, sem taka eina myndj eina mynd fría með, ílmmtudag og föstudag. # t & wL Auk þess verður sérstakt kynningarverð á DYNASTY JnL framhaldsmyndaflokknum át vikuna 15. nóv. - 22. nóv. & i t & * ± JtA* Fáum nýjar myndir m/texta í dag. Einnig 7. þátt DYNASTY. Vp & ^ Videóldúbbur ýí Vestmannaeyja ^ & Hólagötu 44 - sími 2397 &

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.