Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 4
FRFTTIR ] IhLlh II IIIIL Myndin er af hluta þátttakenda Helgarskákmótsins. Lengst til vinstri er sjálfur Jóhann Þórir. Og að er Sigmund Andrésson fyrrum bakarameistari sem er að tefla við okkur óþekkta stúlku. Og áhorfandinn er elsti þátttakandi mótsins, Guðlaugur Guttormsson, fyrrum hænsnaræktarbóndi í Lyngfelli. Sævar Halldórsson skrifar um Helgarskákmótið Alltaf eitthvað gott í JÓNSBORG OPIÐ LAUGARDAG 9 -12 VERSLIÐ í JÓNSBORG Guðbjartur Þorleifsson opnar Málverkasýningu í Akóges salnum kl. 5 í dag. Opið 2-10 föstudag og laugardag, lýkur kl. 8 á sunnudagskvöld. Sýnd verða um 50 málverk og vatnslitamyndir. Verið velkomin að skoða Eyjuna með augum aðkomumanns. ATH! Engin boðskort, allir velkomnir. Um síðustu helgi fór fram Helgarskákmót hér í Eyjum eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Mót þetta var tuttugusta og sjötta sinnar tegundar og voru þátttakendur 44 talsins, flestir af Reykjavíkursvæðinu en Eyja- menn voru skammarlega fá- mennir í þessu móti sem var hugsað sem smá upplyfting í menningarstarfsemi bæjarins. Margt skemmtilegt bar á góma á fjölum safnahússins sem myndi taka ærið pláss ef ætti að tíunda það allt hér og nú. Sama rullan gekk fyrir sig í þessu móti líkt og í flestum Helgarskák- mótum, þ.e.a.s. að þekktustu skákmenn þjóðarinnar fjöl- menna á staðinn, skipa sér strax í fremstu röð og halda sig þar til loka hvað sem tautar og raular, enda eru þessir kallar þræl- slípaðir á öllum sviðum skákar- innar, búnir að renna í gegnum súrt og sætt frá unga aldri og þar af leiðandi öllum hnútum kunn- ugir. Nú, ef við víkjum aðeins af leið og hugum að úrslitum mótsins þá ber fyrst að nefna efstu menn mótsins, þá Helga Olafsson og Ásgeir Þ. Árnason sem hlutu 6 v. og deildu þar með efsta sætinu. Ef mig minnir rétt, þá er Ásgeir nýliði á toppi Helgarskákmótanna og svo virð- ist sem hann sé aðeins að hressast í kollinum eftir að hafa verið í miklum öldudal undan- farið að mér finnst. Helgi, aftur á móti er orðinn fastagestur á toppnum og myndi það vekja athygli ef hann asnaðist til að vera neðar á mótum sem eru tileinkuð honum að nafni til, eða þannig. Næstir fyrir neðan þessa höfðingja komu nokkrir gamal- kunnir kappar sem endilega vildu fylgjast að líkt og nöfn þeirra gera, en þeir Jón Hálf- dánarson og Guðmundur Hall- dórsson komu skemmtilega á óvart með því að blanda sér í toppslaginn, en það getur víst allt skeð í skákinni þegar svona toppar taka virkilega á eins og mér sýndist þeir gera nú. Jón L. og Guðmundur Sig- urjónsson eru vanir á þessum slóðum og vantaði aðeins herslu- muninn á efsta sætið en þeir gera það örugglega gott betur næst. Jæja, ég fer þá ekki nánar útí þessa sálma að þessu sinni, en rétt er að geta yngstu kepp- endanna, sem allir stóðu sig með miklum ágætum bæði heima- strákarnir og þeir aðkomnu. Við skulum aðeins staldra við þegar talað er um ungu strákana, því þeir eru framtíðin í þessu og við gætum gert meira af því að annast þá, í stað þess að einblían alltaf á stóru númerin, þeir ættu, og geta eflaust séð um sig sjálfír og gott betur. Elsti þátttakandinn í mótinu var hinn síungi Guðlaugur Guttormsson héðan út bæ og stóð hann sig frábærlega af 76 ára manni að vara. Hann á þakkir skyldar fyrir að vera með. Þessir urðu efstir á mótinu: 1.-2. Ásgeir þ. Árnason.....6v. 1.-2. Helgi Ólafsson........6v. 3.-6. Jón L. Árnason .....5,5v. 3.-6. Jón Hálfdánarson....5,5v. 3.-6. Guðmundur Sigurjónss. 5,5v. 3.-6. Guðmundur Halldórss. 5,5v. I 7,- 16. sæti með 4,5 vinninga voru: Dan Hansen, Sævar ISjöms- son, Sigurgeir Gíslason, Árni Á. Árnason, Ingimar Halldórsson, Benedikt Jónasson, Þröstur Berg- man, Gunnar F. Rúnarsson, Georg P. Skúlason og Bjami Einarsson rekur hina jöfnu lest. Jóhann Þórir Jónsson sem stóð að þessu móti ásamt Árna Jakopssyni eiga þakkir skyldar fyrir framlag sitt sem er að- dáunarvert að öllu leyti. Að standa að svona móti er ekkert grín og meira vesen en margir halda. Hvað um það, þeir félagar biðja fyrir kveðjur til allra þeirra sem aðstoðuðu þá á ýmsan hátt með fjárframlögum og allskonar reddingum sem þeim fmnst seint fullþakkað. Næst á dagskrá Næst á dagskrá Taflfél- agsins er Hausthraðskák- meistaramótið (26 stafir) er fer fram á sunnudaginn kl. 14.00 í Alþýðuhúsinu og nú er teflt um nýjan og meiri- háttar bikar, gefínn af tafl- félaginu og vinnst hann þannig til eignar, að sá sem vinnur hann þrisvar í röð eða alls 5 sinnum, hlýtur gripinn. Mótið í ljóði Haldið var Helgarmót heljarinnar ragn og blót. Fjörutíu og fjórir sátu að tafli að finna leiki af öllu afli. Helga O varð um og ó í fyrsta sceti hafnaði þó. Jón ell fékk engan skell þegja skulum um ncetursprell. Seevar Bjama var nú þama tapaði tveimur atama. Benóný var mcettur á ný vaknaði ekki og tapaði á því. Allir aðrir hugsuðu sttft stundum inni varð ekki líft. Jóhann Þórir um mótið sá stjómaði vel, það mátti nú sjá. Merkilegt mót loks er búið „ heila “ liðið löngu flúið ekki verður aftur snúið. Heila helgi að hugsa stórt ogsmátt ég segi það satt það ncer engri átt. T eppahreinsun hreingerningar 20 ára þjónwsta við bæjarbúa Helgi Sigurlásson sími 1819 Námskeið Námskeiðahald á vegum Barnaskólans, Hamarsskólans og Gagnfræðaskólans fer nú að hefjast. Stefnt er að því að halda námskeiðin í þremur önnum og byrjar það fyrsta í lok þessa mánaðar. Að venju er verði mjög stillt í hóf, aðeins 200 kr. fyrir mann- inn. Þó er ekki komið á hreint hvað tölvunámskeiðið mun kosta, þar sem það verður haldið í samvinnu við námsflokkana og Týr-Selfoss Á morgun, föstudag, leikur Týr sinn annan leik í 3. deild- inni í vetur, en þá fá þeir lið Ungmennafélags Selfoss í heim- sókn. Hefst leikurinn klukkan 20.00. Fyrsti leikur Týs var við Borgnesinga í Borgamesi og þann leik unnu grænir með 16 mörkum gegn 14. Á síðustu æfíngar Týs hefur Sigurlás Þorleifsson, sem nú er í fríi frá knattspymuiðkun í Sví- þjóð, mætt og er því ekki ólíklegt að hann eigi eitthvað eftir að koma við sögu í næstu leikjum Týs. að hefjast er ekki vitað hvað það kemur til með að kosta. Á fyrstu önn verður böm- unum m.a. boðið upp á: Ljós- myndun og framköllun, tafl, leiklist, skrautskrift, módel- smíði, video, bridge, föndur og billjard. Er ekki að efa að aðsókn verður góð á þessi námskeið sem endranær. Landakirkja Sunnudagur 18. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11.00 Messa kl. 14.00 (altarisganga) Betel Samkomur alla flmmmdaga kl. 20.30. - Almenn samkoma á sunnudögum kl. 16.00 ^======^=^^ Kristilegar samkomur: Munið samkomurnar í Al- þýðuhúsinu föstudagskvöld kl. 20.30. Aðventkirkjan Biblíulestur á laugardögum kl. 10. STRAUMUR auglýsir: Við höfum tekið í notkun ný tceki til blettahreinsunar. ðar. Leggju áherslu á fljóta og góða þjónustu. STRAUMUR... efnalaug Flatir 22 - sími 1119 - Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.