Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Qupperneq 12

Akureyri - 19.07.2012, Qupperneq 12
12 19. JÚLÍ 2012 Það fór af stað stórkostleg tilbeiðsluvél Bíll ók á sjötíu km hraða ók á Aðalstein Bergdal leikara í október sl. Alli eins og hann er oftast kallaður lenti í lífshættu eftir slysið en er ekki í vafa um að bænaátak og andlegur stuðningur hafi orðið honum til bjargar á ögur- stundu. Bati Alla hefur síðan verið hraður og hefur vakið landsathygli hve mikilli jákvæðni, gæsku og náungakær- leik hann hefur miðlað í baráttu sinni við mótlætið. Í viðtali við Akureyri vikublað segir Aðalsteinn söguna alla og hvernig upphaf þess styrks sem hann þurfti að sýna má e.t.v. rekja til dularfullra atburða á Akureyri árið 1977. Þegar ferjan leggur að bryggju í Hrísey tekur hann á móti okkur á dráttarvélinni sinni, meira en fimmtíu ára gömlum Massey Ferguson, en í Hrísey þykir enginn maður með mönnum nema eiga traktor. Áður en við göngum inn í hlýleg heimkynni leikarans, sem reyndar er einnig rafvirki, gengur hann ögn haltur til nágranna í næsta húsi og kem- ur til baka með „besta soðna brauð í heimi“. Fat fullt af heimabakaðri hjónabandssælu fer einnig á eldhúsborðið og yfir rjúkandi kaffi er okkur ekkert að vanbúnaði. Alli, förum aftur til október í fyrra, hvernig bar þetta slys að? „Já, ég fór suður á árshátíð með sambýl- iskonu minni. Við erum svo á leið heim að henni lokinni í leiðindaveðri, rigningu og blæstri, eigum leið yfir Lækjargötuna og það stoppar fyrir okkur bíll áður en við komum að gangbraut. Við hlaupum af stað yfir en þá er bíll á hinni akreininni, ungur piltur ekur sem var ekki einu sinni búinn að hafa bílpróf í heila viku. Hann gætir ekki að sér og sér okkur ekki fyrr en eftir höggið. Samkvæmt útreikningum sem gerðir voru eftir myndavélum er hann á rúmlega 75 km hraða þannig að smellurinn verður ansi þokkalegur. Sem betur fer lendir sambýl- iskonan ekki á bílnum heldur bara á mér en hún þeytist samt 16 metra eftir þann árekstur en sleppur furðu vel. Ég hins vegar tvíkyssi bílinn en þeytist svo 12 metra.“ Upp á líf og dauða Alli geymir ekki í minni sínu síðustu sek- úndurnar við Lækjargötuna fyrir árekstur- inn. Segir hann kenningar uppi um að rétt fyrir mjög alvarleg slys sé eins og slökkni á fólki. Og það má vel kalla lífsreynslu hans mjög alvarlega. Beinið neðan við hnéð vinstra megin hafði kubbast í sundur, opið brot þannig að beinflísar lágu úti á götu. Þá festust hálsliðir og auk hættu á örkumlun blæddi úr milta og báðum nýrum auk þess sem lifrin bólgnaði illa upp við höggið. „Í hálfan sólarhring eða svo var þetta spurning hvort ég myndi fara. En þegar komið var undir hádegi daginn eftir þá stöðvast blæðingarnar allar þrjár í einu. Ég veit núna að þá var farin af stað stórkostleg tilbeiðsluvél nánast á öllu landinu og ég tel að þetta hafi ráðið úrslitum.“ Alli segir að ekkert lát sé á bænaátak- inu. „Þetta hefur verið viðloðandi síðan, að fólk um allt land hefur haldið mér inni í bænum sínum. Ég frétti meðal annars hjá Stefáni handboltadómara sem starfar í Ak- ureyrarkirkju að þar hefur verið beðið fyrir mér alla fimmtudaga síðan í fyrravetur. Og þar sem ég er trúaður á þessa hluti og þekki þá af eigin raun held ég að þetta hafi ráðið úrslitum með að blæðingarnar stoppuðu.“ Henti út allri neikvæðni Alli hafði um árabil lengi unnið í sér bæði and- lega og líkamlega og segist hann fljótt eftir slys- ið þegar hann fór að gera sér grein fyrir ástandi sínu hafa séð að hann hlyti engan bata ef hann færi að fjargviðrast út í óréttlæti heimsins. „Þannig að ég ákvað að henda öllu til hliðar nema sjálfum mér. Ákvað að taka á málinu jákvætt frá fyrsta augnabliki og held að síðan megi telja neikvæð augnablik hjá mér í sekúndum. Ég hef aldrei vorkennt mér, það er einfaldlega full vinna að ná sér og ég hef ekkert gefið eftir í því þótt sitthvað hafi tafið fyrir.“ Alli segist reyndar hafa ef eitthvað er hafa verið aðeins of duglegur að bjarga sér. Hann er 62ja ára gamall. „Einn læknirinn sagði reyndar við mig: Ef þú værir ekki svona andskoti vel á þig kominn líkamlega, Aðalsteinn minn, þá værirðu steindauður. Trúðurinn hefur sko alveg séð um að halda mér í formi, hann þarf að geta sprellað, farið á róló og látið öllum illum látum.“ Með síðustu ummælum sínum á Aðalsteinn við Skralla trúð sem er eitt af hans alter leik- araegóum. Hann segir það líka hafa hjálpað að hætta meðvitað allri verkjalyfjatöku um leið og hann yfirgaf spítalann. „Ég vildi vita hvar mig verkjaði og bregðast við. Ég vildi bara fá að vera með mína verki ef eitthvað væri að og vita þá hvar ég stæði.“ Er það stefna í lífinu heilt yfir að vilja vita hvar þú stendur? „Já, það má segja það. Og þótt ég fyndi auðvitað stundum til þá held ég að þetta hafi hjálpað mér í því að laga mig að því áfalli sem öll hryggsúlan fékk.“ Þakkargjörð á facebook Alli notar facebook mikið og skrifar að jafn- aði statusa sem eru eins konar þakkargjörð til lífsins. Hann segir fólk hafa tekið eftir skrifum sínum og segist hafa áttað sig á að eigin hugrenningar gætu reynst fínasta hjálp fyrir aðra. „Mottóið er: Vorkennum okkur ekki, verum bara jákvæð, sjáum bara jákvæðu hliðarnar og þá kemur þetta allt.“ Er það hluti af þeirri hugsun að við berum öll ábyrgð hvert á öðru með orðum okkar og athöfnum? „Já, nákvæmlega. Það hefur hringt í mig ókunnugt fólk sem hefur lesið mig á face- book og lýst fyrir mér einhverjum meinum og spurt: Hvað get ég gert? Ég reyni þá að miðla einhverju. Margir slá reyndar fyrir- vara og telja ólíklegt að ég vilji hjálpa þeim sem ég þekki en það skiptir mig engu máli hvort ég hef hitt fólk eða ekki. Maður bara reynir að hjálpa til.“ Dularfull veira og ofurálag En hvað öðru fremur varð til þess að skapa þinn andlega styrk? „Ef ég hefði ekki kynnst hugleiðslu held ég að ég hefði hugsanlega lent í vandræðum með þetta.“ Og hvað varð þá til þess að þú fórst að hug- leiða? Hafðirðu rekist á vegg, lent í áfalli eða vanda? „Já. Eigum við að fara alveg aftur til ársins 1977? Það var merkilegur tími, þá var ég að æfa hjá Leikfélagi Akureyrar og lék djöfulinn í söngleiknum Loftur. Ég var að vinna á sex stöðum sem rafvirki líka og ALLI BERGDAL á dráttarvélinni sinni, eldgömlum Ferguson, alsæll í Hrísey.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.