Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Qupperneq 13

Akureyri - 19.07.2012, Qupperneq 13
1319. JÚLÍ 2012 var að leikstýra á tveim stöðum. Svo var ég að byggja hús þannig að svefntíminn var yfirleitt ekki langur. Nú, mitt í öllu þessu gerist það sem er sagt að hafi gerst árið 1946 þegar svokölluð Akureyrarveiki gekk yfir, lömunarveikin, að hitaveitan er að dandalast og grafa upp allan bæinn. Þá kemur upp einhver flensa, einhver pest og hún virtist hafa lömunaráhrif á suma að minnsta kosti.“ Ertu að segja að veira í jarðvegi hafi losnað úr læðingi? „Ja, það er nefnilega spurning. Menn töldu að þarna væru rottur á ferðinni en um þetta verður ekki fullyrt. Ég vissi um eina dag- mömmu sem skreið um í hartnær viku, hún var samt ekkert lasin, bara enginn kraftur í fótunum. Svo verð ég var við það í öllum þessum hasar að ég er kominn með hita. En ég ætlaði ekkert að gefa eftir í látunum, var að setja upp ljós í Eiðsvallagötu eitt þar sem Samfylkingin er í dag. Er uppi í tröppum þegar ég finn að hnén gefa sig og ég hrapa úr stiganum og niður á gólf. Ekki næ ég að standa í fæturna aftur heldur skríð ég um á fjórum fótum og tíni saman verkfærin mín. Ýti kistunni út í horn, skríð út og kemst upp í bílinn minn, gamlan Moskwitch, þar sem ég þurfti að ýta á fótinn til að gefa bensín. Fór svo heim og sortnar fyrir augum, ítrek- að. Legg mig en allt kemur fyrir ekki þannig að ég slæ öllu á frest nema æfingum niðri í leikhúsi. Var keyrður þangað og svo aftur heim og þetta er sennilega tveimur vikum fyrir frumsýningu. Svo ágerist þetta að ég er oft við að líða út af en fæ einhvern kraft í fæturna. Minnislaus djöfull á frumsýningu Svo rennur upp frumsýningarkvöldið og þá man ég bara tvennt. Ég man þegar Erlingur Gíslason var að hjálpa mér að líma á mig skallakollu með hníflum og ég man þegar ég sté ofan í hófinn. Í sýningunni lá ég lík á gólfinu og Árni Valur og Gestur Einar höfðu á æfingu daginn áður dansað yfir líkinu og annar þeirra steig óvart á hófinn í dansinum og ég meiddi mig. En þetta tvennt man ég sem sagt og annað ekki frá sýningunni. Fékk samt ágætis dóma þannig að einhvern veg- inn hef ég farið í vegnum þetta án þess að vera með. Á þessum tíma var frumsýningum fagnað með því að fara á Hótel KEA á og næst man ég að við vorum að ganga inn, ég og konan mín, ég dró fæturna í teppinu og leið ekki vel. Við gengum inn á bar og ég varað bera glasið að vörum mér þegar ég finn að ég er svo slappur að ég bið hana að koma með mér heim. Þá er þannig komið að það er kallaður til læknir og honum fannst benda til að blóðtappi sé í fætinum. Svo um tíuleytið morguninn eftir kemur Steinar Þorsteinsson tannælnir og þáverandi mágur minn og hr- ingir í vin sinn unglækni uppi á spítala sem kemur og er eldfljótur að greina að ég sé með svona nervous breakdown [taugaáfall, inn- skot blaðamanns]. Hann spyr mig hvernig tilfinning fylgi því að liggja út af og ég svara að mér finnist ég kominn í fósturstellingu. Já, það er málið, segir hann, þetta er áfall og ég er drifinn upp á spítala, sprautaður niður og látinn bryðja töflur í nokkra daga. Svo var mér hent út á miðvikuudegi og lék næst á fimmtudegi en enn er þetta vesen, ég hafði fengið pest og yfirkeyrt mig gjörsamlega. Þáttur Einars á Einarsstöðum Svo gengur þetta með hægum bata eða jafn- vel engum. Ég var skíthræddur að fara út að ganga, var hræddur um að detta í snjóskafl, komast ekki á fætur og verða úti en þá spyr mig maður hvort mér hafi dottið í hug að tala við Einar [miðil] á Einarsstöðum. Nei, mér hafði ekki dottið það í hug en þegar hann spurði hvort hann mætti hringja í hann þáði ég það. Sama kvöld tók Einar á móti mér á heimili hans. Það var mjög merkileg stund. Ég hafi fengið mjög mikinn verk niður vinstra lærið með þessu og Einar tekur um höfuð mér, fer niður og er kominn í brjóst og bak þegar ég átta mig á að verkurinn er farinn. Ég hrópa: Verkurinn er farinn! Og hann svarar: Jájá, þeir tóku hann nú bara í framhjáhlaupi. Með hinu.“ Þarna verða sem sagt straumhvörf í þínu lífi og síðan hefurðu verið andlega þenkjandi maður – eða hvað? „Já. Ég tók það þannig að hluti þess að vera heilbrigður væri að vera í einhverju svona sambandi, í raun. Síðar var mér bent á mann, Martein Skaftfells og er okkar fyrsti gúrú, sá sem flytur fyrstur inn vítamín og steinefni. Þá var ég kominn með allt sem ég þurfti. Þetta hefur breytt mér ansi mikið og fólk hefur síðan allar götur leitað til mín með ýmislegt. Ég er ekki læknir þannig að ég má ekki segja: Þú gerir þetta eða hitt, heldur hef ég frekar látið fólk hafa lesningu og það ratar svo meira og minna sjálft á framhaldið og margir hafa þakkað fyrir þá leiðbeiningu fyrir utan það að stundum hef ég verið með kjaft gagnvart ýmsu sem fylgir lækna – og lyfjavaldi.“ Alli segist láta sér í dag duga þriggja til fjögurra tíma svefn á nóttu, það sé full- kominn svefn. Hann verði aldrei líkamlega þreyttur, inntaka á ýmsum náttúruefnum komi í veg fyrir það. Heimska mannanna tortímandi En líturðu á þig sem miðil? „Nei, nei, nei.“ En þú ert trúaður, andatrúar eða hvað, spír- itisti? „Já, ætli maður flokkist ekki undir það.“ En andlegt og náttúrulegt verður að fara saman, segirðu? Það er kannski það sem ger- ir þig frábrugðinn sumum sem halda sig bara við annað hvort? Hið náttúrulega eða andlega? „Kannski, ég er alveg ákaflega vel með báða fætur á jörðinni, það er allt til alls í kring- um okkur, allt sem við þurfum á að halda.“ Og hér í Hrísey þar sem lagt hefur verið upp úr sjálfbærni líður þér vel? „Já. Hér er gríðarleg orka, hreint loft og hér andar maður að sér hreinu súrefni, ekki skítnum sem liggur yfir Reykjavík. Það lát- ast um 50.000 manns bara í borgum ESB árlega vegna loftmengunar.“ „Svo ertu með bát og veiðir glænýjan fisk í soðið. Já, Hrísey hefur gefið mér mikið. Að eiga traktor hér og bát og veiða fisk sem er ekki 50% vatn er lífið. Maður lifir hér lifandi. Hér er tæknin ekki að drepa allt, bílaumferðin er lítil og dásamlegt að njóta útiverunnar og náttúrunnar. Ég er aftur farinn að geta gengið svolítið út í eyju og það gefur mér rosalega mikið að fylgjast með fuglunum. Það myndi tengja íslensk börn býsna vel ef gert yrði að skyldu að láta þau fylgjast til dæmis með sauðburði. Ég nefnilega held að tæknin okkar sé gengin fulllangt og það fari að sannast sem vitur maður sagði árið 1547 að enginn loftsteinn myndi eyða lífi á jörðinni heldur heimska manneskjunnar.“ TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson „MAÐUR BARA REYNIR AÐ HJÁLPA TIL.“

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.